Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1991, Page 50

Læknablaðið - 15.05.1991, Page 50
208 LÆKNABLAÐIÐ 1. Báðar fjölskyldumar sýna því tengsl sjúkdómsins við litning 16. 2. Hvomg greinist með yfirvíxlun milli þreifara og sjúkdómsins. 3. Fjölskyldumar em með mismunandi arfgerðir fyrir 3’HVR og 2BP5 þreifara á sjúkdómslitningnum sem gefur til kynna mismunandi uppruna meingensins. Samhliða höfum við ákvarðað tíðni arfgerða fyrir alla þreifarana hjá 50 heilbrigðum óskyldum íslendingum til samanburðar við nýmafjölskyldumar. Heildarmynd af sjúkdómnum í íslenskum ættum mun stuðla að öruggari greiningu með tengslarannsóknum meðan meingenið hefur ekki verið einangrað. ÞREIFARI FYRIR a GLOBIN GEN NOTAÐUR TIL AÐ ATHUGA FJÖLBREYTNI í HREFNUM (BALAENOPTERA ACUTOROSTRATA) í NORÐUR- ATLANTSHAFI Höfundar: Alfreð Árnason, Remi Spilliaert. Hafrannsóknastofnun, erfðafræðideild Blóðbankans Hrefnur eru reyðarhvalir og fardýr, sem koma í fæðuleit í átt að heimskautunum að sumarlagi. I Norður-Atlantshafi hefur verið greint milli þriggja veiðistofna: Vestur- Grænlandsstofn, miðstofn og norðaustur-Atlantshafsstofn. Hrefnur við ísland teljast til miðstofnsins. Ýmislegt bendir til að hér sé um líffræðilega stofna að ræða til dæmis endurheimtur merkja, hlutföll í útlitsgerð (morphometry) o.fl. I þeirri athugun, sem hér um ræðir höfum við notað þreifara úr kjamasýru manna, sem þekkir endurtekningarsvæði a globin gens og kannað þannig fjölbeytni í kjamasýrubútum úr hrefnum, sem veiddar voru við vestur-Grænland, Island og í Barentshafi. Skerðiensímið Alu I var aðallega notað. Aðferð Southems var beitt við greiningu hinna ýmsu gen-afbrigða. Erfðabreytileiki hjá hrefnum er svipaður og hjá langreyði og sandreyði, sem við höfum lýst. Miklu meiri innbyrðis breytileiki var í arfmynstri (genetic fingerprinting) hrefna frá vestur-Grænlandi (Davids sundi) en dýra frá hinum svæðunum. Hrefnur úr Barentshafi höfðu að meðaltali færri »búta« af stærðinni 4.3 kb - 24 kb en þær sem veiddar voru við vestur-Grænland og ísland. Niðurstöðumar styðja núverandi skiptingu í þrjá ofangreinda stofna. ERFÐABREYTILEIKI ENSÍMKERFA í HREFNUM (.BALAENOPTERA ACUTOROSTRATA) í NORÐUR- ATLANTSHAFI Höfundar: Anna K. Daníelsdóttir, Eamonn J. Duke, Alfreð Ámason. Dept. of Zoology, University College Dublin, erfðafræðideild Blóðbankans, Hafrannsóknastofnun Breytileiki í rafdráttarmynstri ensíma úr ýmsum vefjum hrefna veiddum við vestur-Grænland, ísland og í Barentshafi var kannaður innan og milli þessara svæða. í sýnum frá vestur-Grænlandi voru athuguð 28 ensímkerfi. Í sýnum frá íslandi og Barentshafi vom skoðuð 22 ensímkerfi ákvörðuð af 29 setum. fslensku sýnin höfðu sex en sýnin frá Barentshafi fimm fjölgerða ensímkerfi. Meðal arfblendni (average heterozygosity) var 0.058 í sýnum frá vestur-Grænlandi, 0.074 í íslenskum sýnum og 0.054 í sýnum úr Barentshafi. Ekki vom marktæk frávik frá væntanlegu Hardy-Weinberg jafnvægi innan svæða. Marktækur munur var hinsvegar milli allra svæðanna þriggja, þegar tíðni samsæta var skoðuð. Neis erfðafjarlægð var að meðaltali 0.014 og Fsr gildi var 0.126. Þessi munur styður þá kenningu að hér sé um þrjá mismunandi stofna að ræða. BLENDINGSAFKVÆMI STEYPIREYÐARKÝR (BALAENOPTERA MUSCULUS) OG LANGREYÐARTARFS (B. PHYSALUS). SAMEINDA-, ÚTLITS- OG LÍFEÐLISFRÆÐILEG GREINING Höfundar: Remi Spiiliaert, Gísli Víkingsson, Ulfur Ámason, Ástríður Pálsdóttir, Jóhann Sigurjónsson, Alfreð Ámason. Erfðafræðideild Blóðbankans, Hafrannsóknastofnun, Dept. of Molecular Genetics, The Wallenberg Laboratory, Lund Sumarið 1986 veiddist stór kvenreyðarhvalur suðvestur af fslandi. Hvalurinn gekk með fóstur. Dýrið hafði útlitseinkenni bæði steypireyðar og langreyðar. Sameindaerfðafræðileg greining sýndi að dýrið var blendingur milli steypireyðarkýr og langreyðartarfs, þar eð það hafði búta mynstur beggja tegunda þegar þreifarar uppmnnir annars vegar úr manna DNA (C4) og hinsvegar úr hvala DNA (light satellite) vom notaðir ásamt viðeigandi skerðiensímum. Greining á hvatbera- kjamasým (mt-DNA) sýndi að móðir blendingsins var steypireyður. Aðrir þreifarar (C4 og »light satellite«) sýndu að fóstrið. sem blendingurinn gekk með, átti steypireyði að föður. Hér er lýst blendingi milli tveggja stærstu tegunda reyðarhvala, tveggja stærstu dýra jarðar. Blendingurinn var frjór, í annarri meðgöngu og er það í fyrsta skipti sem slíku er lýst. Þetta er líka í fyrsta skipti, sem aðferðir sameinda-erfðafræðinnar sýna fram á blöndun hvaltegunda í náttúrulegu umhverfi. ARAKÍDÓNSÝRULOSUN ÆÐAÞELSFRUMNA AF VÖLDUM LEUKOTRÍENS C4 ER ÓHÁÐ HÆKKUN Á INNANFRUMUSTYRK CA++ Höfundar: Magnús Karl Magnússon, Haraldur Halldórsson, Guðmundur Þorgeirsson. Rannsóknastofa í lyfjafræði, Háskóli fslands Arakídónsýrulosun og prostacyclínmyndun eftir hvatningu æðaþelsfmmna með þrombíni, álflúoríði og ATP er háð hækkun í innanfrumustyrk Ca++. Hækkuninni er miðlað gegnum inósítóllípíðaboðkerfið og hún er talin virkja fosfólípasa A2 sem losar arakídónsýru úr himnufosfólípíðum. Auk ofannefndra agonista veldur leukotríen C4 líka prostacyclínmyndun í æðaþeli, en ýmislegt bendir til þess að það noti aðrar boðleiðir. Við höfum beitt þremur aðferðum til að koma í veg fyrir hækkun í Ca++ styrk í umfrymi ræktaðra æðaþelsfrumna úr bláæðum naflastrengja geislamerktum með 3H arakídónsým. Við höfum borið saman áhrifin á arakídónsýmlosun af völdum þrombíns, álflúoríðs og leukotríen C4. Aðferðimar em: 1. Meðhöndlun með Ca++ jónferju í æti með lágu Ca++(fellir Ca++ gradienta). 2. Meðhöndlun með Quin 2 (klóbindur Ca++ inni í frumunum). 3. Nikkel í æti (hindrar innflæði Ca++ jóna). í öllum tilfellum vom áhrifin á svömn við leukotríen C4 lítil sem engin, þó svörun við þrombíni og álflúoríði hafi verið hindmð að mestu leyti. Þessar niðurstöður sýna að Ca++ hækkun er ekki nauðsynleg til að valda arakídónsýrulosun eftir hvamingu með leukotrien C4 og benda til þess að það virki aðrar boðleiðir en þrombín, álflúoríð og ATP.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.