Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 16
180 LÆKNABLAÐIÐ Þótt japanskir læknar hafi birt meira en helmingi betri árangur í skurðlækningum við magakrabbameini en náðst hefur á Vesturlöndum, og þakkað hann öðrum þræði brottnámi aðlægra eitla, hafa margir efast. Með því að nema eitlana vandlega brott ásamt meininu verða (1) litlar líkur á endurvexti á skurðsvæði, (2) minni líkur á að meinið taki sig upp löngu síðar og deyði sjúklinginn, og (3) árangur lyfjagjafar betri; þetta er tilgátan, og árangur í Japan virðist staðfesta hana. Við höfum athugað, hvemig hin »japanska aðferð« reyndist við íslenskar aðstæður. Til þess að stefna að svari við spumingu um gagnsemi skurðaðgerðar með þessu sniði þarf að bera niðurstöður saman við útlendan efnivið til dæmis: Fimm ára lifun Ekki Eitlameinvörp eitlameinvörp Fielding, U.K. (1989) 0.13 0.45 Eigin efniviöur (1971-1989) . . 0.32 (0.54) 0.90 Maruyama, Japan (1989).... 0.43 0.91 í erindinu reynum við að leiða rök að tilraun til svars við spumingunni um gagnsemi brottnáms aðlægra eitla við skurðaðgerðir gegn krabbameini í maga. ATHUGUN Á AUGNSÉRHÆFÐUM LDHasa í LJÓSVIÐTÖKUM OG STOÐFRUMUM SJÓNHIMNUNNAR Höfundar: Jón M. Einarsson, Y. Kunz-Ramsay, P. Joyce. Rannsóknarstofa f lífeðlisfræði, Háskóla Islands, Department of Zoology, University College, Dublin, Ireland Uppbygging og niðurbrot ásamt dagsveiflum ísóensfmsins C4-LDH voru athuguð í sjónhimnu beinfisks. Menn hafa hingað til álitið að ísóensím þetta væri staðsett í keilum eingöngu og hugsanlega í Muller fmmum, sem em stoðfmmur í sjónhimnu. Notað var sérvirkt mótefni sem tengdist ensíminu. Þannig var hægt að fá fram litun sem sýndi staðsetningu ensímsins í vefjasneiðum sem skoðaðar vom í ljós- og rafeindasmásjá. Niðurstöður okkar sýndu að C4-LDH var til staðar í stöfum, keilum og örtotum Muller fmmnanna (Muller microvilli). Með því að beita Immuno-gold tækni og þétlnimælingum fengust niðurstöður sem sýndu að dagsveifla ísoensímsins virtist eingöngu vera bundin við örtotur Mullers. Engin dagsveifla fannst í sjálfum ljósviðtökunum það er í keilum og stöfum. SLÉTTIR VÖÐVAR í BARKA OG BERKJUM MEÐ TILLITI TIL ASTMA Höfundar: Stefán B. Sigurðsson, W. Kepron, N.L. Stephens. Rannsóknastofa í lífeðlisfræði, Háskóla íslands, Department of physiology, University of Manitoba, Winnipeg, Mb, Canada Mikið af þekkingu okkar á uppbyggingu og starfsemi öndunarvega er fengin með rannsóknum á barka og barkavöðvum (tracheal smooth muscle) frá ýmsum dýrategundum. Þetta módel hefur hingað til verið álitið nothæfur fulltrúi fyrir þá starfsemi sem fram fer í berkjum. Ofnæmisviðbrögð í öndunarvegum koma þó nær eingöngu fram sem þrenging í miðlægum berkjum. Við höfum notað öndunarvegi úr tveimur hópum hunda þar sem annar hópurinn hefur verið gerður næmur gagnvart ragweedfrjókomum, sem víða er einn algengasti frjómæðivaldurinn, en hinn notaður sem viðmiðun. Barkavöðvi úr næmum hundum sýndi sterk samdráttarviðbrögð gagnvart 100-300 ug/ml af ragweedseyði. Engin viðbrögð fengust með lægri styrkleika og engin viðbrögð fengust í vöðvum úr viðmiðunarhópnum. Á rannsóknastofunni í Winnipeg þróuðum við aðferð til að ná sléttum vöðvum (bronchial smooth muscle) úr miðlægum berkjum hunda, 3-6 greining sem eru unt 0.5-2.5 mm í þvermál. Niðurstöður rannsókna okkar sýna meðal annars að berkjuvöðvar hunda sem gerðir hafa verið næmir gagnvart ragweed eru um 100.000 sinnum næmari er barkavöðvar og ekki þarf nema um 0.001 ug/ml af seyðinu til að fá fram sterka svörun. Sú samdráttarsvörunin sem fékkst kemur yfirleitt fram sem taktbundinn samdráttur í um 10-30 mín. Einungis var hægt að fá fram eitt svar frá hverju vöðvasýni. Hægt var að hemja svörunina nær alveg með Hi -hemjara (Pyrilamin) og um þriðjung með Ach- hemjara (atropin). Engin svörun við ragweed fékkst í berkjuvöðvum úr viðmiðunarhópnum. Við ályktum að nota verði slétta vöðva úr berkjum en ekki barka við rannsóknir á ofnæmissvörunum í berkjum til dæmis við allergic bronchospasm og astma. Einnig að þrenging berkjanna sé orsökuð af losun á histamini úr nærliggjandi mast frumum ásamt óbeinum áhrifum á kólinerga taugaþræði og þar af leiðandi losun á Ach. Styrkt af rannsóknasjóði H.Í. og Medical Research of Canada SÚREFNISÞRÝSTINGUR í GLERHLAUPI AUGNA f SJÚKLINGUM MEÐ DIABETÍSKA RETINOPATIU Höfundar: Einar Stefánsson, R. Machemer, E.deJuan, B.W. McCuen, J. Petersen. Læknadeild Háskóla íslands, Duke University, NIH, USA Blóðflæðitruflanir og súrefnisskortur í sjónhimnu eiga þátt í sjónhimnusjúkdómi í sykursýki (diabetic retinopathy). Dýratilraunir benda til þess, að leysi-aðgerðir bæti súrefnisbúskap sjónu og í því felist lækningamáttur þessara aðgerða. Þetta hefur ekki fyrr verið kannað í mönnum. Sjúklingum, sem höfðu áður ákveðið að fara í glerhlaupsaðgerð á augum, var boðið að taka þátt í rannsókn, þar sem súrefnismælir var settur inn í glerhlaup augans meðan á aðgerð stóð. Súrefnisþrýstingur var mældur í glerhlaupi og yfir tilteknum hlutum sjónhimnu. Niðurstöður voru þessar: Miöja glerhlaups (21 auga) ... 83±37 torr (meðalt. S.D.) Sjóna án leysimeöferöar (15 augu)................. 110±42torr Sjóna meö leysimeöferö (12 augu)................. 140±59torr Sjónhimnulos (8 augu) 98±38 torr Súrefnisþrýstingur er hærri þar sem leysi-meðferð er til staðar og er munurinn marktækur (p er 0.004) með pöruðu Student t-prófi. Þetta er í samræmi við fyrri niðurstöður í dýratilraunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.