Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 187 ÞRÓUN PRÓFA TIL AÐ MÆLA KOMPLÍMENTVIRKNI SEM HAMLAR GEGN FLÉTTUSJÚKDÓMUM Höfundar: M. Susannah Harkin, Guðmundur Arason, Þóra Víkingsdóttir, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa í ónæmisfræði Landspítalanum Klassíski komplímentferillinn er talinn gegna lykilhlutverki í hreinsun mótefnaflétta úr blóði með því að a) hindra útfellingu þeirra í vefi (PIP: prevention of immune precipitation) og b) tengja þær við komplímentviðtaka /CRl) á rauðum blóðkomum. C3 mögnunarlykkja komplímentræsingar (C3 feedback loop) veitir stuðning í báðum tilvikum. Ræsing á styttri komplímentferlinum getur ennfremur leyst upp mótefnafléttur eftir að þær hafa fallið út (solubilization: SOL). Þótt óvíst sé um þýðingu SOL-virkni fyrir meingerð fléttusjúkdóma endurspeglar hún starfshæfni styttri ferilsins og þar með hæfni hans til að stuðla að ferjun mótefnaflétta á rauðum blóðkomum til lifrar og milta. Þróuð voru EIA (enzyme immune assay) próf til að mæla PIP og SOL. Alkalískur fosfatasi (AP) er látinn hvarfast til jafnvægis við IgG mótefni gegn AP. Sermi er ýmist haft með frá upphafi (PIP) eða bætt út í eftir útfellingu flétta. Eftir skiljun er ensímvirkni í fioti mæld og notuð sem mælikvarði á PIP og SOL virkni sermis. Niðurstöður er reiknaðar í einingum út frá staðalsermi sem er gefið 100 eininga virknisgildi. Breytileiki innan prófs var ca. 5% en 5-8% milli prófa. Sýni úr 100 blóðgjöfum falla á bilinu 70-130 í PIP og 50-140 í SOL. Prófin hafa verið stöðluð fyrir klíníska notkun og sermi sjúklings með C2 skort mælist marktækt lækkað í PIP prófi en eðlilegt í SOL. Prófin em einföld og handhæg í uppsetningu og mæla með beinum hætti þá virkni komplímentkerfisins sem stuðlar að fléttuhreinsun. INFLÚENSA OG INFLÚENSUBÓLUSETNING Á HEIMILI FYRIR ALDRAÐA VETURINN 1989-90 Höfundar: Arsœll Jónsson, Kristbjörg Stefánsdóttir. Lyflækningadeild Borgarspítala, Droplaugarstaðir Á Islandi er inflúensa árlegur viðburður og hafa opinberir aðilar mæit með bólusetningu snemma vetrar til að fyrirbyggja alvarleg veikindi á stofnunum fyrir aldraða. Gerð var framvirk könnun á áhrifum bólusetningar á inflúensufaraldur veturinn 1989-90 á vist- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða að Droplaugarstöðum. Droplaugarstaðir skiptast í 36 rúma vistheimili og 32 rúma hjúkrunarheimili. Vistheimilið er á tveim neðstu hæðum byggingarinnar fyrir fólk með eðlilega fótavist en hjúkmnarheimilið er á þriðju hæðinni og er það fólk meira við rúmið en hefur sér sameiginlegan borðsal. Til boða stóð inflúensubóluefni, Vaxigrip® (Institut Mérieux) og fengu það allir sem vildu. Bóluefnið innihélt tvo A stofna (Shanghai H,N2 og og Singapore H,H,) og einn B stofn (Yamagata). Bóluefnið þáðu 30 manns á vistheimili og 15 á hjúkrunarheimili eða samtals 45 manns. Eftir jólin hófst inflúensufaraldurinn og allir sem veiktust vom rannsakaðir með blóðsýnapari og kom í ljós að allir fengu hækkun á titer A stofns H,N,. Veiktust Veiktust ekki Droplaugarstaðir Bólusettir Ekki bólusettir Bólu- settir Ekki bólusettir Samtals Hjúkrunarheimili 8 7 7 9 31 Vistheimili.... 2 1 28 4 35 Alls 10 8 35 13 66 Niðurstöður sýna að aðstæður á hjúkrunarheimili efla sótmæmi fyrir inflúensuveiru. Þrjár konur létust á hjúkmnarheimilinu og meirihluti starfsfólks veiktist þar. Bóluefni hafði engin marktæk áhrif á það hvort fólk veikist eða hversu mikið. SAMBAND UNDIRFLOKKA IgG OG OPSÓNERINGAR PNEUMOKOKKA FYRIR OG EFTIR BÓLUSETNINGU MEÐ PNEUMOVAXI Höfundar: Elínborg Bárðardóttir, Steinn Jónson, Ingileif Jónsdóttir, Ásbjöm Sigfússon, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, Landakotsspítali Mótefnasvömn (heildar-IgG og IgG undirflokkar) eftir bólusetningu með 23 gildu pneumovaxi (R) var borin saman við breytingar á opsónínvirkni gagnvart þremur tegundum pneumokokka (8,9 og 19). Tíu heilbrigðir einstaklingar voru bólusettir og sermi safnað fyrir og 30 dögum eftir bólusetningu. Sértæk mótefnavirkni (IgG og IgGl-4) var mæld með ELISA aðferð. Opsónínvirkni var mæld fyrir og eftir bólusetningu með því að blanda saman geislamerktum pneumokokkum og kleyfkjama átfrumum (20:1) í lausn með mismunandi sermisþéttni (5-40%). Töluverð aukning mótefna (heildar-IgG og allra undirflokka) kom fram hjá flestum einstaklinganna eftir bólusetningu. Mikill einstaklingsmunur var þó á mótefnasvömm og týpa 8 virtist vekja mesta svörun en týpa 19 minnsta. Enginn undirflokkur skar sig úr sem er ekki í samræmi við sumar fyrri rannsóknir sem hafa bent til að mótefnasvörun gegn pneumokokkum takmarkist fyrst og fremst við IgG2. Töluverð aukning var á opsónínvirkni eftir bólusetningu og marktæk fylgni var milli aukningar á opsónínvirkni og aukningar á mótefnum. Þessi fylgni var best við IgGl og IgG4. Fylgnin milli aukningar á opsónínvirkni og virkni mótefna var best þegar frumuátið var látið gerast í lágri þéttni sermis (5-10%) en var oft lítil sem engin þegar notuð var hærri sermisþéttni (20-40%). Þessar niðurstöður sýna að bólusetning með Pneumovaxi veldur hækkun á mótefnum í flestum heilbrigðum einstaklingum, og að hækkun IgGl og IgG4 mótefna helst best í hendur við aukningu á opsónínvirkni. OFNÆMISSJÚKDÓMAR OG IgA MYNDUN f UNGBÖRNUM Höfundar: Björn Rúnar Lúðvíksson, Herbert Þ. Eiríksson, Bjöm Árdal, Ásbjöm Sigfússon, Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofu Háskólans í ónæmisfræði, bamadeild Landspítalans Sýnt hefur verið fram á samband milli IgA skorts og ofnæmis. Einnig hefur verið bent á hugsanlegt samband milli ofnæmistilhneigingar og seinþroska á IgA myndun. Við höfum athugað hvort að samband sé á milli IgE og IgA þéttni og tíðni ofnæmis og eymabólgu hjá 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.