Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 189 FRUMUSAMSKIPTI í BRJÓSTAKRABBAMEINI - TILRAUNIR MEÐ RÆKTIR ÚR BRJÓSTAKRABBAMEINSÆXLUM Höfundar: Helga M. Ögmundsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ingibjörg Pétursdóttir. Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði, Krabbameinsfélagi Islands Brjóstakrabbameinsæxli eru samsett af ýmsum frumugerðum. Auk illkynja þekjuvefs er þar að finna meira eða minna af eðlilegri þekju, mismikið af bandvef og alloft talsverða íferð af frumum ónæmiskerfisins. Ætla má að þessar mismunandi frumutegundir hafi áhrif hver á aðra og er til dæmis vitað að brjóstakrabbameinsfrumur framleiða vaxtarþætti og bera viðtaka fyrir vaxtarþáttum, sem þær sjálfar eða bandvefsfrumur framleiða. Þannig gætu brjóstakrabbameinsfrumur haft áhrif á vöxt bandvefsfrumna og öfugt. Þessar niðurstöður byggjast á tilraunum með frumulínur úr langt gengnum brjóstakrabbameinsæxlum. Lítið er vitað um hugsanleg samskipti fruma ónæmiskerfisins og brjóstakrabbameins, en með því að nota frumulínur höfum við fundið að eitilfrumur og monocytar geta heft mjög vöxt slíkra frumna. Með því að frumulínur þessar eru ekki endilega áreiðanlegur fulitrúi venjulegs brjóstakrabbameins höfum við unnið með beinar ræktir úr krabbameinsæxlum úr brjóstum. Til samanburðar hefur einnig verið ræktað úr eðlilegum vef úr sömu brjóstum. Notað er sermislaust æti með tilteknum viðbótum sem örva vöxt brjóstaþekju. Arangurinn er þannig: Yfirleitt vex upp þekja af þeim tveimur gerðum, sem einkenna brjóstavef, það er luminal þekja og myo-þekja, og eru þetta eðlilegar frumur að svipgerð. I allnokkrum tilvikum hefur einnig fengist vöxtur af illkynja þekjufrumum, en þær vaxa alltaf tregar en eðlilegu frumumar og oft ná þær ekki að setjast að í ræktinni og fjölga sér þótt þær haldist á lífi í marga daga eftir sáningu. Við höfum unnið með liðlega 40 slíkar ræktir. Þær hafa verið notaðar í samræktartilraunum með bandvefsfrumum annars vegar og eitilfrumum hins vegar. Við fyrstu sýn benda niðurstöður þeirra tilrauna ákveðið til þess að eitilfrumur örvi í allmörgum tilvikum vöxt þekjuvefs úr brjóstakrabbameinsæxlum, en áhrif bandvefsfrumna á vöxt eru óljós eða engin. VIRKNI NÁTTÚRULEGRA DRÁPSFRUMNA ÚR 24 BRJÓSTAKRABBAMEINUM Höfundar: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Helga M. Ögmundsdóttir. RannsóknaStofa í sameinda- og frumulíffræði, Krabbameinsfélagi Islands { brjóstakrabbameinum eins og öðmm æxlum sést oft íferð hvítra blóðkoma. Þessar fmrnur hafa menn litað og séð meðal annars mismikið af náttúmlegum drápsfmmum (NK-fmmum). Mikill áhugi hefur verið fyrir NK-fmmum í illkynja sjúkdómum almennt ekki síst drápsvirkni þeirra. Ula hefur gengið að fá hvít blóðkom sem fengin em úr brjóstaæxlum til að drepa aðrar fmmur. Hér á rannsóknastofunni hefur verið unnið með beinar ræktir úr brjóstakrabbameinsæxlum. f þessum ræktum sést mismikið af eitilfmmum. Við höfum athugað hæfileika þessara fmmna til að hindra vöxt á K-562 (dæmigerðri markfmmu fyrir NK-fmmur) og T-47-D (frumulinu úr brjóstakrabbameini) eftir 0-7 daga í rækt. Til viðmiðunar var fengið blóð úr sömu sjúklingum og í fáeinum tilfellum einnig »eðlilegur vefur« úr brjóstinu sem fjærlægt var vegna æxlis. Niðurstöður sýna að eitilfmmur úr átta af 24 æxlum hafa fulla virkni gegn K-562, miðað við eðlilega virkni eitilfrumna í blóði, > 50% vaxtarhindmn. f 14 tilvikum var virkni mælanleg en lægri en 50% og í tveimur tilvikum var virknin engin. Virkni fór yfirleitt minnkandi með aldri í rækt, þó fékkst einu sinni full virkni í sjö daga rækt. Við samanburð kemur í Ijós að virkni eitilfrumna úr æxli er að jafnaði talsvert minni en fmmna úr blóði sömu konu. Virkni eitilfrumna úr »eðlilegum vef« er svipuð því sem fæst úr æxlisvef. f þremur tilvikum var mæld virkni bæði gegn K-562 og T- 47-D og var góð samsvörun á milli. Sýnt var fram á að frumumar sem miðluðu virkninni væra NK-fmmur. Samkvæmt þessari rannsókn er ljóst að eitilfrumur úr brjóstakrabbameinsæxlum hafa fulla NK-virkni í þriðjungi tilvika. I 10% tilvika er virknin engin. DNA KJARNASÝRUBREYTINGAR f BRJÓSTAKRABBAMEINSÆXLUM Höfundar: Steinunn Thorlacius, Jómnn Erla Eyfjörð, Oktavía Jónsdóttir. Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði, Krabbameinsfélgi íslands Á undanfömum ámm hefur áhugi manna mikið beinst að sambandi krabbameina og erfðabreytinga. Ljóst er ákveðin gen, onkógen og bæligen, geta haft bein áhrif á myndun krabbameinsæxía. í brjóstakrabbameinum hafa fundist breytingar bæði í onkógenum og bæligenum. Onkógen eru uppmnalega eðlileg fmmugen sem verða fyrir breytingum sem geta haft áhrif á starfsemi þeirra. Afurðir bæligena bæla æxlissvipgerð það er ef báðar samsætur gensins eru gallaðar eða óvirkar getur æxli myndast. Sýnt hefur verið fram á mögnun (fjölgun eintaka) ýmissa onkógena í brjóstakrabbameinsæxlum. Við höfum athugað mögnun á onkógeninu erb B2, sem er á lengri armi litnings nr. 17 í mönnum. Það ákvarðar yfirborðsprótein og er svipað geninu sem ákvarðar EGFR (epidermal growth factor receptor), sem bendir til að próteinið sé nemi fyrir einhvem enn óþekktan vaxtarþátt. Sýnt hefur verið fram á mögnun þess í brjóstakrabbameinsæxlum og í flestum tilvikum er einnig um að ræða aukna framleiðslu á próteininu. Nokkrar rannsóknir hafa tengt mögnun á þessu geni við slæmar horfur sjúklinga. Sýnt hefur verið að aukin framleiðsla á próteininu hefur áhrif á horfur að minnsta kosti þegar til skamms tíma er litið. Við höfum einangrað DNA úr um 100 sýnum og niðurstöður úr fyrstu 65 sýnunum sýna að mögnun er í erfðaefni um 20% einstaklinga. Fyrir sömu sýni hefur verið leitað að úrfellingum eða tapi á arfblendni á svæðum á litningum 13 og 17 þar sem lrklegt er að bæligen sé að finna. Safnað er öllum upplýsingum um æklisgerð og eðli hvers æxlis, auk upplýsinga um sjúklinginn og framvindu sjúkdómsins. Þær upplýsingar em notaðar til að meta hvort tengsl séu milli erfðabreytinga í æxlinu og æxliseinkenna. RANNSÓKNIR Á GENABREYTINGUM í BR.IÓSTAÆXLISSÝNUM Höfundar: Sigríður Valgeirsdóttir, Rósa Björk Barkardóttir, Aðalgeir Árason, Bjami Agnarsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.