Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ
201
samhengi kunni að vera milli flúorþétmi í blóði og
kjálkum og gadds. Niðurstöður rannsóknanna sýndu, að
verulegar sveiflur væru í flúorþéttni í blóði eftir árstíðum.
Var þéttni flúors þannig 6-12 sinnum hærri í vetrarfóðruðu
fé en sumargengnu. Samseming fóðursins hafði einnig
veruleg áhrif á blóðþéttnina. Var flúoríð áberandi mest í
því fé, sem fengið hafði flúorríkan fóðurbæti (fiskmjöl).
Ekkert samhengi virtist vera milli þéttni flúors í blóði og
einkenna um gadd. Hins vegar var greinilegt samhengi
milli gadds og þéttni flúors í kjálkum. Frekari rannsóknir
munu beinast að því, að rannsaka hvert samhengi kunni
að vera milli þéttni flúors í blóði og beinum annars vegar
og milli þéttni flúors í blóði og bráðra eiturhrifa hins
vegar.
ÁKVÖRÐUN Á KADMÍUM í NÝRNABERKI MEÐ
SPENNUGREININGU
Höfundar: Elísabet Sólbergsdóttir, Þorkell Jóhannesson.
Rannsóknstofa í lyfjafræði, Háskóla Islands
Kadmíum (Cd) er tvígildur málmur, sem safnast mjög í
lifandi verur og getur meðal annars af þeim sökum haft
ýmis eiturhrif. I mönnum safnast kadmíum aðallega í lifur
og nýru, en veldur einungis skemmdum í nýrum. Verður
því að telja nýru marklíffæri með tilliti til eiturhrifa
kadmíums. Hér birtast ákvarðanir á kadmíum í nýrum
þrjátíu einstaklinga, sem ýmist hafa látist vegna slysa
eða svift hafa sig lífi. Niðurstöðutölur benda til þess, að
magn kadmíums í nýmaberki í fslendingum sé tiltölulega
lítið og langt frá hættumörkum (200 míkróg/g). Enginn
öruggur munur var á milli magns kadmíums í nýrum
einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu og nýrum einstaklinga
er bjuggu utan þess. Magn kadmíums óx með hækkandi
aldri upp að 70 ára aldri, en fór þá lækkandi. Ekki
reyndist unnt að fá upplýsingar um tóbaksreykingar, en
umtalsvert magn kadmíums er í reyktóbaki. Enda þótt
magn kadmíums í nýmm íslendinga virðist vera lítið,
er engu að síður fullrar aðgæslu þörf. Þar eð kadmíum
safnast mjög í líkama manna og dýra, gæti það í raun
verið hinn varasamasti málmur, sem menn komast í
snertingu við.
(Rannsóknir þessar em liður í stærra rannsóknarverkefni
um útbreiðslu málma í íslensku lífríki. Spennugreiningu
hefur áður verið lýst á ráðstefnu um rannsóknir í
læknadeild 1988.)
HEILABILUN Á ÍSLANDI - KLÍNÍSK-
MEINAFRÆÐILEG OG FARALDSFRÆÐILEG
RANNSÓKN -
Höfundar: H. Blöndal, E. Benedikz, Gu. Guðmundsson,
Gr. Guðmundsson, G. Jóhannesson, S. Stefánsson, Þ.
Halldórsson, J.E. Jónsson, J. Snædal, J. Bjömsson, Þ.
Jónsdóttir. Rannsóknastofa í líffærafræði, rannsóknastofa
Háskólans við Barónsstíg, taugalækningadeild,
öldmnarlækningadeild og geðdeild Landspítalans
Heilabilun er orðin stórt heilbrigðisvandamál í flestum
löndum vestur Evrópu með vaxandi aldri íbúanna.
Samkvæmt flestum skýrslum má reikna með að um 5-
10% einstaklinga á aldrinum 65-79 ára og um 25-30%
einstaklinga eldri en 80 ára þjáist af heilabilun. Alzheimer
sjúkdómur (AS) er aðalorsökin fyrir heilabilun, líklega
orsökin í um 60-80% tilfellanna.
Þekking á framgangi og tjáningu AS er enn ófullnægjandi
en það gerir sjúkdómsgreiningu erfiða og oft óvissa.
Búast má við að langtíma klínísk-meinafræðilegar
samanburðarrannsóknir á sjúkdómnum geti hjálpað
til við lausn þessa vandamáls. Niðurstöður nokkurra
erlendra rannsókna af þessu tagi hafa þegar verið
birtar og aðrar eru í vinnslu. Talið er líklegast að
samanburður margra slíkra rannsókna frá mismunandi
löndum geti orðið til þess að auka þekkingu á gangi
heilabilunar, skilning á eðli sjúkdómsins og þannig
nákvæmni sjúkdómsgreiningarinnar. Talið er líklegast að
nákvæm sjúkdómsgreining á AS fáist með samanburði á
niðurstöðum margra slikra rannsókna.
Þessi íslenska rannsókn á heilabilun, sérstaklega AS, er
tvískipt:
1. Klínísk-meinafræðileg rannsókn á 100 sjúklingum sem
hafa fengið 24 stig eða minna á stuttu kembileitarprófi
(Mini Mental State Examination).
2. Athugun með þátttöku allra íbúa tveggja svæða á
Islandi.
Kynnt verður hvemig að þessari rannsókn er staðið en
hún hófst árið 1988.
ARFGENG HEILABLÆÐING -DREIFING
CYSTATIN C MÝLILDISEFNIS-
Höfundar: Hannes Blöndal, Eiríkur Benedikz,
Gunnar Guðmundsson. Rannsóknastofa Háskólans í
líffærafræði, rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg,
taugalækningadeild Landspítalans
Mýlildisefni, því sem næst eins að gerð og próteasa
hindrinn cystatin C, var einangrað úr æðum í mjúku
heilhimnunum frá sjúklingum með arfgenga heilablæðingu
(Ghiso et al. Biochem Biophys Res Commun 1986; 136:
548-54). Mýlildisefnið sem talið var eingöngu að finna
í heilaæðum sjúklinganna hefur síðar fundist í ýmsum
öðmm vefjum með ónæmisvefjafræðilegum aðferðum
og með rafeindasmásjárskoðun. Mýlildisefnið finnst
í langmestu magni í miðtaugakerfi og í minna mæli í
öðmm líffæmm.
Ekki er því lengur unnt að telja sjúkdóminn staðbundinn
(localized hereditary amyloidosis) heldur öllu fremur
kerfistengdan mýlildissjúkdóm (systemic hereditary
amyloidosis) þó klínísk einkenni hans séu eingöngu frá
mitaugakerfi.
Gerð verður grein fyrir dreifingu mýlildisefnisins í
líffærum þessara sjúklinga.
ARFGENG HEILABLÆÐING -ÚTFELLINGAR
CYSTATIN C MÝLILDISEFNIS í HÚÐ-
Höfundar: Eiríkur Benedikz, Hannes Blöndal,
Gunnar Guðmundsson. Rannsóknastofa Háskólans í
líffærafræði, rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg,
taugalækningadeild Landspítalans
Eðlilega útlítandi húð var athuguð hjá 47 einstaklingum,
þar af 35 sjúklingum og fólki af heilablæðingarættum
og 12 öðmm óskyldum einstaklingum, þar af fjómm
heilbrigðum.
Af þeim 35 einstaklingum af heilablæðingarættum,
sem athugaðir vom með tilliti til mýlildisútfellinga í
húð, reyndust 21 hafa þær. Af þessum 21 einstaklingi
var sjúkdómurinn staðfestur með kmfningu í sjö