Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 22
184 LÆKNABLAÐIÐ í plasma þessara tveggja náskyldu hópa. Greiningu á blóðsýnum Vestur-íslendinga er að mestu lokið og hún hafin á sýnum Héraðsbúa. Hvorki kyn né aldur hafa martæk áhrif á fitusýrusamsetningu fosfólipíða meðal Vestur-íslendinga. Samanburður við niðurstöður úr eldri rannsókn meðal reykvískra karla sýndi hins vegar að hlutfall 20:4n6 (AA) var marktækt hærra og hlutfall 20:5n3 (EPA) og 22:6n3 (DHA) marktækt Iægra meðal vestur-íslenskra karla á sama aldri. Fitusýrumunstur fosfólipíða í plasma Vestur-Islendinga líktist fitusýrumunstri íslenskra kransæðasjúklinga. Styrkt af rannsóknasjóði Háskóla Islands og vísindasjóði. DÆMI UM ÁHRIF UMHVERFIS Á ALGENGI HÁÞRÝSTINGS Höfundar: Stefán B. Sigurðsson, G. Pétursdóttir, A.B. Way, M. Karlsson, J. Axelsson. Rannsóknastofa í lífeðlisfræði, Háskóla Islands, Texas Tech University, Health Science Center, Lubbock, Texas, U.S.A Þær niðurstöður sem hér eru kynntar eru hluti samanburðarrannsókna á tveimur hópum Islendinga, öðrum búsettum á Fljótsdalshéraði en hinum búsettum á Interlake svæðinu norðan Winnipeg, Kanada. I þessum þætti rannsóknarinnar var blóðþrýstingur mældur hjá fullorðnum einstaklingum (314 Islendingum, 243 Vestur-íslendingum) á aldrinum 20-60 ára. Blóðþrýstingur var mældur í mmHg við þrjár mismunandi aðstæður: a) eftir að minnsta kosti 10 mínútna hvíld, liggjandi á bekk, b) sitjandi í hvíld á þrekhjóli, c) eftir að hafa hjólað í að minnsta kosti þrjár mínútur við létta áreynslu sem þó var nægileg til að auka hjartsláttartíðni um 40-60% af hvíldarhjartslætti. Háþrýstingur var skilgreindur hér sem systola/diastola yfir 160/95 við aðstæður a) og b) og yfir 190/100 við aðstæður c). Niðurstöður urðu eftirfarandi: 19.7% Islendinga voru yfir háþrýstimörkum við aðstæður a), 45.7% við aðstæður b) og 35.7% við aðtæður c). Aftur á móti voru aðeins 7.1% Vestur-íslendinga með háþrýsting við aðstæður a), 20.6% við aðtæður b) og 27.0% við aðstæður c). Um það bil helmingur íslenska hópsins var með háþrýsting við einhverja af aðstæðum a), b) og c), en aðeins um þriðjungur Vestur-Islendinga. Auk þessa kom í ljós, að aldursdreifing þeirra sem höfðu háþrýsting var mjög mismunandi milli hópanna. Um 35% Islendinganna sem höfðu háþrýsting við einhverja hinna þriggja aðstæðna vom undir fertugu, en einungis 14% Vestur-íslendinganna. Þar sem þessir hópar em erfðafræðilega náskyldir álítum. við að mismunandi umhverfi og lifnaðarhættir hljóti að vera orsök þessa mismunar í hárþrýstingi. Styrkt af vísindasjóði Islands og mjólkurdagsnefnd RANNSÓKNIR Á DNA MYNDUN OG ÖRSJÁRGERÐ BAKTERÍA VIÐ EFTIRHRIF EFTIR SÝKLALYFJAGJÖF Höfundar: Magnús Gottfreðsson, Helga Erlendsdóttir, Ragnhildur Kolka, Aðalsteinn Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson. Lyflækninga- og sýklarannsóknadeild Borgarspítala, rannsóknastofa Háskólans í líffærafræði Eftirhrif sýklalyfja (postantibiotic effect, PAE) em tímabundin seinkun eða stöðvun á vexti baktería eftir að sýklalyf em horfin af sýkingarstað. Þessi vaxtarstöðvun er mislöng eftir því hvaða bakteríur og lyf eiga í hlut. Flest sýklalyf geta valdið eftirhrifum hjá gram-jákvæðum bakteríum, en hjá gram-neikvæðum bakteríum koma eftirhrif einungis fram eftir gjöf lyfja sem verka á prótein- og/eða kjamasýruframleiðslu. Hins vegar valda /3- lactamlyf ekki eftirhrifum hjá þessum hópi baktería. Auk þess em bakteríur í mörgum tilvikum næmari fyrir áti hvítkoma á þessu tímabili (postantibiotic leukocyte enhancement, PALE). Hin síðari ár hefur áhugi manna á eftirhrifum sýklalyfja farið vaxandi því talið er að aukin þekking á þessum þætti í samspili baktería og sýklalyfja geti bætt skömmtun lyfjanna og dregið úr aukaverkunum. Orsakir eftirhrifa em ekki þekktar. Sýnt hefur verið fram á að þau skýrast ekki af sýklalyfjum í lágri þéttni á sýkingarstað. Við höfum kannað bæði DNA myndun og útlitsbreytingar baktería meðan eftirhrif vara. Rannsakaðar hafa verið bæði gram-jákvæðar og gram-neikvæðar bakteríur (S. aureus, E. coli og P. aeruginosa) og þrjú til sex sýklalyf gegn hverri tegund. Bakteríurnar voru merktar með ’H-thymidine eða 3H-adenine, DNA síðan fellt út og geislavirknin mæld. Við athuganir á útlitsbreytingum var notuð rafeindasmásjá (transmission electron microscope). Við höfum sýnt fram á að DNA myndun er lítil við eftirhrif eftir öll sýklalyf að ciprofloxacini undanskildu. Bæling þessi er þó mismikil eftir því hvaða lyf eiga í hlut. Að auki höfum við þróað nýja aðferð til að meta eftirhrif með mælingum á DNA myndun og hefur hún sýnt góða fylgni við viðurkenndar aðferðir (r=0.988 fyrir E. coli og r=0.831 fyrir S. aureus). Með rafeindasmásjá hafa verið greindar sértækar breytingar á örsjárgerð bakteríanna eftir því hvaða lyf hafa verið gefin. Þessar athuganir benda til þess að orsakir eftirhrifa kunni að vera breytilegar eftir þvf hvaða bakteríur og lyf eiga í hlut. RANNSÓKN Á ÁRANGRI BÓLUSETNINGA GEGN HETTUSÓTT, MISLINGUM OG RAUÐUM HUNDUM Höfundar: Auður Antonsdóttir, Margrét Guðnadóttir, Halldór Hansen, Magnús Stefánsson. Rannsóknastofu Háskólans f veirufræði Ármúla la, Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Árið 1989 var gerð sú grundvallarbreyting á bólusetningum gegn mislingum og rauðum hundum, að farið var að gefa þessi bóluefni saman ásamt með hettusóttarbóluefni öllum bömum við 18-24 mánaða aldur. Áður vom öll böm bólusett gegn mislingum við 18-24 mánaða aldur, einungis mótefnalausar 12 ára stúlkur bólusettar gegn rauðum hundum og ekki hefur verið bólusett reglubundið gegn hettusótt áður hér á landi. Rannókn á árangri áðumefndra bólusetninga, var skipulögð í nóvember 1989. Styrkur fékkst úr Vísindasjóði til verkefnisins og sýnataka hófst í maí síðastliðnum. Kynntar verða niðurstöður úr hluta rannsóknarinnar. Safnað hefur verið blóðsýnum frá: a) 136, tveggja til þriggja ára bömum bólusettum með þrígilda bóluefninu, b) 136, 12 ára skólastúlkum, bólusettum gegn rauðum hundum, c) 58, þriggja til fjögurra ára bömuni bólusettum með eingildu mislingabóluefni. í hópi a) mældust 91.9% með ömgg vemdandi mótefni gegn rauðum hundum, 95.6% með mótefni gegn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.