Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1991, Side 22

Læknablaðið - 15.05.1991, Side 22
184 LÆKNABLAÐIÐ í plasma þessara tveggja náskyldu hópa. Greiningu á blóðsýnum Vestur-íslendinga er að mestu lokið og hún hafin á sýnum Héraðsbúa. Hvorki kyn né aldur hafa martæk áhrif á fitusýrusamsetningu fosfólipíða meðal Vestur-íslendinga. Samanburður við niðurstöður úr eldri rannsókn meðal reykvískra karla sýndi hins vegar að hlutfall 20:4n6 (AA) var marktækt hærra og hlutfall 20:5n3 (EPA) og 22:6n3 (DHA) marktækt Iægra meðal vestur-íslenskra karla á sama aldri. Fitusýrumunstur fosfólipíða í plasma Vestur-Islendinga líktist fitusýrumunstri íslenskra kransæðasjúklinga. Styrkt af rannsóknasjóði Háskóla Islands og vísindasjóði. DÆMI UM ÁHRIF UMHVERFIS Á ALGENGI HÁÞRÝSTINGS Höfundar: Stefán B. Sigurðsson, G. Pétursdóttir, A.B. Way, M. Karlsson, J. Axelsson. Rannsóknastofa í lífeðlisfræði, Háskóla Islands, Texas Tech University, Health Science Center, Lubbock, Texas, U.S.A Þær niðurstöður sem hér eru kynntar eru hluti samanburðarrannsókna á tveimur hópum Islendinga, öðrum búsettum á Fljótsdalshéraði en hinum búsettum á Interlake svæðinu norðan Winnipeg, Kanada. I þessum þætti rannsóknarinnar var blóðþrýstingur mældur hjá fullorðnum einstaklingum (314 Islendingum, 243 Vestur-íslendingum) á aldrinum 20-60 ára. Blóðþrýstingur var mældur í mmHg við þrjár mismunandi aðstæður: a) eftir að minnsta kosti 10 mínútna hvíld, liggjandi á bekk, b) sitjandi í hvíld á þrekhjóli, c) eftir að hafa hjólað í að minnsta kosti þrjár mínútur við létta áreynslu sem þó var nægileg til að auka hjartsláttartíðni um 40-60% af hvíldarhjartslætti. Háþrýstingur var skilgreindur hér sem systola/diastola yfir 160/95 við aðstæður a) og b) og yfir 190/100 við aðstæður c). Niðurstöður urðu eftirfarandi: 19.7% Islendinga voru yfir háþrýstimörkum við aðstæður a), 45.7% við aðstæður b) og 35.7% við aðtæður c). Aftur á móti voru aðeins 7.1% Vestur-íslendinga með háþrýsting við aðstæður a), 20.6% við aðtæður b) og 27.0% við aðstæður c). Um það bil helmingur íslenska hópsins var með háþrýsting við einhverja af aðstæðum a), b) og c), en aðeins um þriðjungur Vestur-Islendinga. Auk þessa kom í ljós, að aldursdreifing þeirra sem höfðu háþrýsting var mjög mismunandi milli hópanna. Um 35% Islendinganna sem höfðu háþrýsting við einhverja hinna þriggja aðstæðna vom undir fertugu, en einungis 14% Vestur-íslendinganna. Þar sem þessir hópar em erfðafræðilega náskyldir álítum. við að mismunandi umhverfi og lifnaðarhættir hljóti að vera orsök þessa mismunar í hárþrýstingi. Styrkt af vísindasjóði Islands og mjólkurdagsnefnd RANNSÓKNIR Á DNA MYNDUN OG ÖRSJÁRGERÐ BAKTERÍA VIÐ EFTIRHRIF EFTIR SÝKLALYFJAGJÖF Höfundar: Magnús Gottfreðsson, Helga Erlendsdóttir, Ragnhildur Kolka, Aðalsteinn Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson. Lyflækninga- og sýklarannsóknadeild Borgarspítala, rannsóknastofa Háskólans í líffærafræði Eftirhrif sýklalyfja (postantibiotic effect, PAE) em tímabundin seinkun eða stöðvun á vexti baktería eftir að sýklalyf em horfin af sýkingarstað. Þessi vaxtarstöðvun er mislöng eftir því hvaða bakteríur og lyf eiga í hlut. Flest sýklalyf geta valdið eftirhrifum hjá gram-jákvæðum bakteríum, en hjá gram-neikvæðum bakteríum koma eftirhrif einungis fram eftir gjöf lyfja sem verka á prótein- og/eða kjamasýruframleiðslu. Hins vegar valda /3- lactamlyf ekki eftirhrifum hjá þessum hópi baktería. Auk þess em bakteríur í mörgum tilvikum næmari fyrir áti hvítkoma á þessu tímabili (postantibiotic leukocyte enhancement, PALE). Hin síðari ár hefur áhugi manna á eftirhrifum sýklalyfja farið vaxandi því talið er að aukin þekking á þessum þætti í samspili baktería og sýklalyfja geti bætt skömmtun lyfjanna og dregið úr aukaverkunum. Orsakir eftirhrifa em ekki þekktar. Sýnt hefur verið fram á að þau skýrast ekki af sýklalyfjum í lágri þéttni á sýkingarstað. Við höfum kannað bæði DNA myndun og útlitsbreytingar baktería meðan eftirhrif vara. Rannsakaðar hafa verið bæði gram-jákvæðar og gram-neikvæðar bakteríur (S. aureus, E. coli og P. aeruginosa) og þrjú til sex sýklalyf gegn hverri tegund. Bakteríurnar voru merktar með ’H-thymidine eða 3H-adenine, DNA síðan fellt út og geislavirknin mæld. Við athuganir á útlitsbreytingum var notuð rafeindasmásjá (transmission electron microscope). Við höfum sýnt fram á að DNA myndun er lítil við eftirhrif eftir öll sýklalyf að ciprofloxacini undanskildu. Bæling þessi er þó mismikil eftir því hvaða lyf eiga í hlut. Að auki höfum við þróað nýja aðferð til að meta eftirhrif með mælingum á DNA myndun og hefur hún sýnt góða fylgni við viðurkenndar aðferðir (r=0.988 fyrir E. coli og r=0.831 fyrir S. aureus). Með rafeindasmásjá hafa verið greindar sértækar breytingar á örsjárgerð bakteríanna eftir því hvaða lyf hafa verið gefin. Þessar athuganir benda til þess að orsakir eftirhrifa kunni að vera breytilegar eftir þvf hvaða bakteríur og lyf eiga í hlut. RANNSÓKN Á ÁRANGRI BÓLUSETNINGA GEGN HETTUSÓTT, MISLINGUM OG RAUÐUM HUNDUM Höfundar: Auður Antonsdóttir, Margrét Guðnadóttir, Halldór Hansen, Magnús Stefánsson. Rannsóknastofu Háskólans f veirufræði Ármúla la, Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Árið 1989 var gerð sú grundvallarbreyting á bólusetningum gegn mislingum og rauðum hundum, að farið var að gefa þessi bóluefni saman ásamt með hettusóttarbóluefni öllum bömum við 18-24 mánaða aldur. Áður vom öll böm bólusett gegn mislingum við 18-24 mánaða aldur, einungis mótefnalausar 12 ára stúlkur bólusettar gegn rauðum hundum og ekki hefur verið bólusett reglubundið gegn hettusótt áður hér á landi. Rannókn á árangri áðumefndra bólusetninga, var skipulögð í nóvember 1989. Styrkur fékkst úr Vísindasjóði til verkefnisins og sýnataka hófst í maí síðastliðnum. Kynntar verða niðurstöður úr hluta rannsóknarinnar. Safnað hefur verið blóðsýnum frá: a) 136, tveggja til þriggja ára bömum bólusettum með þrígilda bóluefninu, b) 136, 12 ára skólastúlkum, bólusettum gegn rauðum hundum, c) 58, þriggja til fjögurra ára bömuni bólusettum með eingildu mislingabóluefni. í hópi a) mældust 91.9% með ömgg vemdandi mótefni gegn rauðum hundum, 95.6% með mótefni gegn

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.