Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 191 Kona og dóttir hennar voru greindar með lungnaháþrýsting. Báðar fengu miðlægt vilsandi sjónulos og mjög skerta sjón, móðir í báðum augum og dóttir í öðru auga. Báðar höfðu mjög útvíkkaðar æðar undir augnslímhúð. Móður voru gefnar asetasólamíð töflur og viku seinna var losið horfið í báðum augum. Þegar meðferð var hætt losnaði sjónan fljótlega aftur. Sjónulos í öðru auga dótturinnar lagaðist án meðferðar. Við höfum ekki séð þessum aukakvilla við lungnaháþrýsting lýst fyrr, þrátt fyrir ítarlega leit í augnsjúkdómaritum. Almennt hækkaður bláæðaþrýstingur gæti valdið sjónulosi í tilvikum sem þessum. Asetasólamíð getur hafa eytt losinu með því að auka ísog vökva í gegnum litlag sjónu. MISMUNANDI ÁHRIF ÞJÁLFUNAR Á SJÚKLINGA MEÐ LANGVINNA LUNGNATEPPU Höfundar: Marta Guðjónsdóttir, Bjöm Magnússon. Reykjalundur Við könnuðum áhrif sex vikna þjálfunar á þol Iungnateppusjúklinga (LTS). Átján LTS (aldur = 58 ± 7 ár) voru þolprófaðir fyrir og eftir sex vikna endurhæfingu á Reykjalundi. Inngöngu í rannsóknina fengu LTS í stöðugu ástandi með FEV,.0/FVC < 0.67. Útilokaðir vom þeir sem svöruðu berkjuvíkkandi úða með > 15% og 200 ml. bata á FEVi.o. Eftirtaldar öndunarmælingar voru gerðar fyrir og eftir þjálfun: spírometria, lungnarúmmálsmæling og loftdreifipróf. Þolpróf voru tvennskonar: a) sex mínútna göngupróf, b) hámarksþolpróf á hjóli með mælingum á súrefnisupptöku (VOi), koltvísýringsútskilnaði (VC02), öndun (VE) og slagæðablóðgösum. Þjálfun: Sjúklingar vom í leikfimi, sundi, göngu og á þrekhjólum fimm daga vikunnar. Niðurstöður: Öndunarmælingar breyttust ekki við þjálfun. Tíu sjúklingar juku þol með marktækum bata á V02, loftfirrðarmörkum (n=5), gönguprófsvegalengd og þyngd álags á hjóli (wött). Eins batnaði mínútuöndun í álagi og VE/V02 við hámarksálag lækkaði vemlega. Átta sjúklingar bættu hvorki V02 né loftfirrðarmörk (n=6) en hinsvegar varð marktæk aukning á gönguprófsvegalengd og álagsþyngd hjóls. Allir gáfust sjúklingamir upp vegna mæði á þolprófum; öndun við lok álags var nálægt hámarki mínútuöndunar í hvíld (MVV) fyrir og eftir þjálfun. Alyktun: Niðurstöður sýna gagnsemi þjálfunar fyrir fullorðna LTS. Hvöt eða áhugi sjúklinga hefur ekki áhrif á niðurstöður þolprófa þar sem VE/MVV breytist ekki. Tækni margra sjúklinga batnaði en niðurstöður gefa til kynna að helsta ástæða sé lægri mínútuöndun vegna þjálfunaráhrifa. Ekki liggur fyrir hvað veldur mismunandi svömn sjúklinga við þjálfun. Rannsóknin er byggð á rannsóknarverkefni framhaldsnáms við líffræðiskor Háskóla íslands. ÁFRAMHALDANDI ÞJÁLFUN HJARTASJÚKLINGA AÐ ENDURHÆFINGU LOKINNI Höfundar: Valgerður Gunnarsdóttir Schram, Bergþóra Baldursdóttir, Ingveldur Ingvarsdóttir. Landspítalinn - hjartaendurhæfing/endurhæfingardeild Tilgangur: 1) Hvort afkastageta hjartaskurðsjúklinga sé sú sama við lok endurhæfingartímabils (þremur mánuðum eftir aðgerð) og einu til tveimur ámm seinna. 2) Hvort þessir sjúklingar hafi haldið áfram þjálfun eftir að reglubundinni endurhæfingu lýkur. 3) Hvort hjartaskurðsjúklingar hefji störf að nýju. Framkvœmd: Metin var starfsgeta 34 hjartaskurðsjúklinga (49-72 ára) með áreynsluprófi við lok endurhæfingar (þremur mánuðum eftir aðgerð) (próf 1) og síðan aftur 17-33 mánuðum seinna. (próf 2). Þegar þeir komu í próf 2 var lagður fyrir þá spumingalisti, meðal annars um magn þjálfunar, ástæður fyrir stöðvun þjálfunar, vinnuhlutfall og endurtekin sjúkdómsáföll. Áreynsluprófin vom gerð á þolbandi samkvæmt léttari Bruce protocol og var hjartalínurit og blóðþrýstingur (SBÞ) og álagsmat (BORG) skráð á hverri mínútu. Súrefnisupptaka (V02) var áætluð samkvæmt formúlum ACSM. Niöurstöður: (meðaltal) próf 1 próf 2 p-gildi Púls .... 134.2 144.2 0.05 SBÞ mmHg .... 184.5 201.5 0.001 VOt ml/mín/kg . . . . 32.9 37.3 0.01 Álagsmat 16.8 17.8 0.05 61.8% (21) sjúklinganna sögðust hafa haldið áfram að þjálfa alveg síðan endurhæfingu lauk. 79.4% (27) þjálfuðu meira en tvær klst. f viku, þar af 44.1 % meira en fjórar klst./viku. Allir nema einn voru í vinnu og 61.1% (27) unnu meira en 30 st/viku. Aðeins tveir höfðu þurft að leggjast á sjúkrahús vegna einkenna frá hjarta. VIRKNI (EMG OG HREYFING) í HANDLEGG OG GANGLIM VIÐ HRAÐA SEILINGU FRAM í STANDANDISTÖÐU Höfundur: María H. Þorsteinsdóttir. Námsbraut í sjúkraþjálfun Þegar hreyfing er gerð í standandi stöðu til dæmis seiling með öðrum handlegg, þarf hreyfikerfið að skipuleggja viðhald á jafnvægi í líkamanum auk seilingarinnar sjálfrar. Gjaman hefur verið gerður greinarmunur á hinni áætluðu seilingu annars vegar og líkamsstöðuviðbrögðum hins vegar hvað hreyfistjóm varðar, þar sem hin síðari em talin vera reflektorísk og háð »feedback« -boðum frá hreyfingu handleggjarins sem talin er viljastýrð í þessu tilfelli. f þessari rannsókn var EMG tekið af hægri mm. deltoidms ant., rectus femoris, biceps femoris, tibialis ant. og soleus hjá sex ungum konum. Auk þess var hreyfingargreining gerð með myndbandi og töivuútreikningum. Konumar gripu hratt eftir hlut sem var 1) handleggjarlengd í burtu og 2) 15 sm framar en 1). Niðurstöður sýndu að vöðvavirkni og hreyfingar hófust í neðri hluta líkamans áður en handleggur byrjaði að hreyfast. I 1) hófst virkni í bic.fem. á svipuðum tíma og í ant.deltoid og virtist sem líkamsstaða væri stillt áður en handleggur hreyfðist. í 2) var aftur á móti sterkust fylgni á milli ant.delt. og tib.ant. og var tib.ant. þá fyrsti virki vöðvinn. Einnig varð tilflutningur á þungamiðju líkamans áður en handleggur fór af stað. Því má álykta að aðlögun jafnvægis sé ekki sett af stað af hreyfingu handleggs, heldur virðist það skipulagt fyrirfram eins og hin svokallaða viljastýrða hreyfing. Þegar seilast þarf framar en handleggur nær færist þunginn fram við ökklana áður en höndin fer af stað og getur sú hreyfing líkamans því talist hluti af seilingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.