Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 26
188 LÆKNABLAÐIÐ bömum á aldrinum 18-23 mánaða. Bömin voru skoðuð og metin af bamalækni og reyndum aðstoðarlækni sem vissu ekki um niðurstöður IgE og IgA mælinga. Matið var framkvæmt með stöðluðum spumingalista, líkamsskoðun og húðprófum og jafnframt var ofnæmisvirkni metin með stigagjöf. Uppsafnað algengi ofnæmissjúkdóma var 37% hjá þessum bömum. Dreifing IgA í sermi þeirra var 37-2856 /rg/ml (meðaltalsgildi 687 /rg/ml og miðgildi 605), og var eitt bam með IgA skort samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum. A heildina litið reyndist ofnæmi vera algengast og svæsnast í þeim bömum sem höfðu lægstu IgA gildin, og þessi böm höfðu líka marktækt oftar eymabólgu (p<0.05, Mann-Withney U test). Þessi fylgni var mest afgerandi fyrir astma. Þótt böm með mælanlegt IgE hefðu oftar ofnæmiseinkenni en böm með ómælanlegt IgE hélst tíðni og alvarleiki ofnæmissjúkdóma ekki í hendur við hækkandi IgE gildi. Ofnæmisleg vandamál í ungbömum virðist því hafa nánari tengsl við seinþroska á IgA myndun heldur en offramleiðslu á IgE. EINKENNI FRÁ HREYFI- OG STOÐKERFI MEÐAL FISKVERKUNARFÓLKS Á ÍSLANDI Höfndar: Hulda Ólafsdóttir, Ólöf Anna Steingrímsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson. Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, 112 Reykjavík Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að athuga algengi einkenna frá hreyfi- og stoðkerfi hjá fiskverkunarfólki og bera saman við algengi slíkra einkenna meðal slembiúrtaks Islendinga. Efni og aðferðir: Notaður var spumingalisti sem unninn var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Listinn var póstsendur heim til fólksins. f rannsóknarhópnum voru starfsmenn átta fiskverkunarhúsa frá ýmsum stöðum á landinu. 67.6% þeirra sem fengu listana skiluðu þeim útfylltum, 63 karlar og 187 konur. Flestar konumar unnu einhæfa ákvæðisvinnu þar sem sömu hreyfingamar eru stöðugt endurteknar. Við samanburðinn var notað Mantel- Haenszel próf en hópunum var skipt niður eftir aldri í undirhópa. Niðurstöður: Einkenni vom tíðari meðal fiskverkunarfólksins en hjá samanburðarhópnum. Hlutfallsleg áhætta (relative risk) einkennanna var: Herðar Úlnliðir Mjóbak Fingur Karlar 2.5** 3.2*** 1.3 2.8** Konur 2.6** 2.0*** 1.1 1.1 •") p<0.001, ") p<0.01 Umrœða: Algengi einkenna var mikið meðal fiskverkunarfólks. Hugsanlegt er að algengi einkenna og fjarvera frá vinnu fari eftir þvf hve lengi fólk hefur unnið við fiskverkun. DÁNARMEIN LEIGU- OG VÖRUBÍLSTJÓRA í REYKJAVÍK 1931-1988 Höfundar: Vilhjálmur Rafnsson, Hólmfríður Gunnarsdóttir. Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, 112 Reykjavík Inngangur: Þetta var aftursýn hóprannsókn. í hópi leigubílsstjóra voru 879 einstaklingar en vörubílstjórar voru 1021. f hópunum voru eingöngu karlar, þeir elstu höfðu byrjað að vinna sem bílstjórar 1931. Upplýsingar um hvort þeir væm lífs eða liðnir fengust með því að tölvusamkeyra hópana við Þjóðskrá og Horfinna skrá þar sem kennitala var notuð til að auðkenna hvem einstakling. Upplýsingar af dánarvottorðum vom fengnar frá Hagstofu fslands. Væntigildi voru reiknuð út á gmnni mannára í fimm ára aldurshópum á hverju almanaksári á rannsóknartímanum, margfaldað með dánartölu íslenskra karla fyrir hvert dánarmein á hverju ári. Staðlað dánarhlutfall og 95% öryggismörk vom reiknuð. Niðurstöður: Það vom engin áhrif hraustra starfsmanna (healthy worker effect) í hvomgum hópnum. Manndauði vegna magakrabbameins var minni en vænta mátti í báðum hópunum. Meðal vömbílstjóra höfðu fleiri dáið úr lungnakrabbameini en vænta mátti (24 á móti 13.83) en færri úr öndunarfærasjúkdómum (20 á móti 34.17). Umrœða: Niðurstöður í þessum tveim bílstjórahópum eru mismunandi. Leigubfistjórar virðast ekki eiga fremur á hættu að deyja úr lungna- eða magakrabbameini en aðrir íslenskir karlar. Meðal vörubflstjóranna var hins vegar meiri manndauði úr lungnakrabbameini en vænta mátti. Rætt verður hvort sígarettureykingar geta skýrt þetta að hluta. SÚREFNISMETTUN f BLÓÐI SJÚKLINGA EFTIR FLUTNING FRÁ SKURDSTOFU Höfundar: Helga Magnúsdóttir, Ólafur Jónsson. Svæfinga- og gjörgæsludeild Borgarspítalans lnngangur: Súrefnisskortur er algengur eftir svæfingu. Því fá allir súrefni fyrstu klukkustundirnar eftir aðgerð, það er á vöknun. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að súrefnisskortur getur komið fram í blóði sjúklinga við flutning frá skurðstofu til vöknunar, en á þeim tíma er sjúklingum almennt ekki gefið súrefni nema sérstök ástæða sé til. Tilgangur: Reynt var að svara þeirri spumingu hvort ástæða væri til að gefa öllum sjúklingum súrefni á leið frá skurðstofu til vöknunar. Efni og aðferðir: Athuguð var súrefnismettun sjúklinga fyrir og eftir flutning til vöknunar og hvemig súrefnisgjöf á leiðinni hafði áhrif á súrefnismettun við komu á vöknun. Súrefnismettun var mæld hjá 100 lítið veikum sjúklingum (A.S.A flokkun 1 og 2). Fimmlíu fengu súrefni á leiðinni en 50 ekki. Notaður var flytjanlegur súrefnismettunarmælir. Flutningstíminn hafði áður verið mældur hjá 80 sjúklingum og var meðaltíminn 4.5 mínútur. Niðurstöður: í ljós kom að alvarlegur súrefnisskortur (S02 < 90%) kom fram hjá fjórum sjúklingum í súrefnislausa hópnum eða 8% sjúklinga. Þeir vom þó allir yfir 80% í mettun. í hinum hópnum vom þeir 2% eða einn sjúklingur sem mældist 74% í súrefnismettun. Hins vegar kom í ljós að þeir sem fengu súrefni á leiðinni vom marktækt hærri í mettun við komu á vöknun en þeir sem ekki fengu súrefni (96.54%, SD=4.1 og 94.08%, SD=3.1). Ályktun: Það verður því að teljast til bóta að gefa súrefni á leiðinni en varla nauðsynlegt hjá lítið veikum sjúklingum, þar sem flulningstíminn er sjaldnast lengri en fimm mínútur og súrefnisgjöf kemur ekki í veg fyrir súrefnisskort.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.