Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 12
178
LÆKNABLAÐIÐ
Niðurstöðum tölvusjúkdómsgreininga var haldið leyndum
fyrir læknum deildarinnar þar til sjúkdómsgreining hafði
verið fengin frá þeim. Alls bar sjúkdómsgreiningu lækna
og Greiningarviðtalsins saman í 75% tilfella. Niðurstöður
samanburðarins verða kynntar nánar og reifaðar.
VANLÍÐAN OG ORSAKIR HENNAR SJÖ
TIL TÓLF VIKUM EFTIR BARNSBURÐ HJÁ
ÍSLENSKUM KONUM SAMKVÆMT MATI
HEILSUGÆSLUHJÚKRUNARFRÆÐINGA
Höfundur: Marga Thome. Námsbraut í hjúkrunarfræði,
H.f.
Vanlíðan er meðal annars einkenni vanheilsu almennt og
ýmissa geðsjúkdóma sérstaklega. I eftirfarandi rannsókn
hefur líðan verið mæld með EPDS (Edinburgh Postnatal
Depression Scale) sjö til tíu vikum eftir fæðingu vegna
þess að í erlendum rannsóknum hefur verið greint frá því
að þunglyndi sé töluvert algengt á þessum tíma eða frá
10-28%, eftir því hvaða aðferðir og mælikvarðar hafa
verið notaðir við sjúkdómsgreiningu. Talið er að hjá um
það bil 80% kvenna greinist þunglyndi, sé gildi 9 á EPDS
tekið sem viðmiðunargildi. Úrtak 200 kvenna var valið frá
febrúar til júní síðastliðnum á þremur heilsugæslustöðvum
á stór-Reykjvíkursvæðinu. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar
söfnuðu viðbótarupplýsingum hjá 40 konum sem mældust
með gildi 9 og hærra á EPDS til að greina tilvist og
orsakir vanlíðunar.
Helstu niðurstöður voru þessar: EPDS skalinn reyndist
áreiðanlegur (alpha correlation coeflicient 0.8) og
réttmætur til að greina vanlíðan. Vanlíðan er töluvert
algeng sjö til átta vikum eftir fæðingu eða tæplega 25%
kvenna líður illa. Líðan batnar marktækt (T value 4.19,
P=0.0001) þar til í níundu til tíundu viku. Flestum konum
(90%), sem leið illa við fyrstu skráningu, var farið að
líða betur þegar bamið var orðið þriggja mánaða. Þær
konur, er leið illa þá, þurftu allar á meðferð sérfræðings
að halda.
SAMANBURÐUR Á LÍFFRÆÐILEGUM
BREYTINGUM FRÁ HEILA MEÐAL ALDRAÐRA
SJÚKLINGA MEÐ ÞUNGLYNDI OG GLÖP
Höfundar: Halldór Kolbeinsson, Grethe Have, Öm Smári
Amaldsson, Haimes Pétursson. Geðdeild Borgarspítalans,
röntgendeild Borgarspítalans
Markmið rannsóknarinnar, sem framkvæmd var við
geðdeild Borgarspítala, var að mæla geðlífeðlisfræðilegar
breytur hjá sjúklingum með glöp í samanburði við
sjúklinga með þunglyndi svo og heilbrigða sjálfboðaliða.
Á sama tíma var fengin tölvusneiðmynd af höfði
ásamt nánara mati á sjúkdómseinkennum sjúklinga.
Vonast var til að rannsóknin gæfi gmnnupplýsingar
um geðlífeðlisfræðilegar breytur hjá sjúklingum
með glöp og vægi einstakra þátta og rannsókna í
samanburði milli glapa og þunglyndis meðal aldraðra.
Niðurstöðumar, sem vom tölfræðilega unnar, sýndu
aukna heilarýmun hjá sjúklingum með glöp í samanburði
við rannsóknarhópana. Geðlífeðlisfræðilegu breytumar,
meðaltíðni og tíðnidreifing, flokkuðu sjúklinga í rétta
»sjúkdómshópa« í 70.2% tilfella, en vefrænu breytumar
í 44% tilfella.
EÐLI SAMHJÁLPAR
Höfundur: Rúnar Vilhjálmsson. Námsbraut í
hjúkmnarfræði
Með samhjálp er venjulega átt við þann stuðning,
aðstoð eða hjálp sem veitt er eða þegin í samskiptum
sambýlisfólks, vina eða ættingja. Eldri rannsóknir á
samhjálp (social support) gengu út frá því að samhjálp
væri í eðli sínu einnar víddar (eins þáttar) fyrirbæri er
varðaði það sem kalla má andlegan stuðning (emotional
support). Fræðimenn síðari ára hafa hins vegar sett fram
fióknari skilgreiningar. Sumir hafa sett fram tveggja þátta
samhjálparlíkön (t.d. að samhjálp sé fólgin í andlegum
stuðningi og hagnýtri aðstoð (tangible support)), meðan
aðrir hafa sett fram þriggja þátta líkön (t.d. að samhjálp sé
fólgin í andlegum stuðningi, hagnýtri aðstoð og ráðgjöf
(informational support)). Enn aðrir hafa svo sett fram
fjögurra þátta líkön (t.d. að samhjálp sé fólgin í andlegum
stuðningi, ráðgjöf, verklegri aðstoð (task support) og
efnislegri hjálp (material support)).
í þeirri rannsókn sem hér um ræðir var þróað
svokallað SEQ (Supportive Exchange Questionnaire)
samhjálparmælitæki. Þetta mælitæki inniheldur 48 atriði
og greinir á milli samhjálpar sem menn fá frá öðrum
og samhjálpar sem menn láta öðrum í té. Einnig greinir
mælitækið á milli samhjálpar sem menn hafa raunverulega
fengið/veitt að undanfömu og samhjálpar sem menn
telja sig geta fengið/veitt. Mælitækið var forprófað og
síðan lagt fyrir tilviljunarúrtak 825 einstaklinga búsetta
á stór-Reykjavíkursvæðinu. Niðurstöður þáttagreininga
(factor analysis) sýna að hvort sem samhjálpin er veitt
eða þegin, raunveruleg eða möguleg reynist ávallt um
fjóra samhjálparþætti að ræða, það er andlegan stuðning,
ráðgjöf, verklega aðstoð og efnislega hjálp. Rannsóknin
leiðir jafnframt í Ijós fullnægjandi áreiðanleika
(reliability) og réttmæti (validity) mælitækisins.
RANNSÓKNIR Á BRJÓSTAKRABBAMEINI
Höfundur: Valgarður Egilsson. Rannsóknastofa Háskólans
í meinafræði, frumulíffræðideild
Orsakir brjóstakrabbameins eru taldar mestan partinn
utanaðkomandi (environmental). Meinið getur legið í
ættum; að hverju leyti ráða þar erfðaþættir, og hverju þá
ytri þættir?
Hérlendis er meinið alloft ættlægt. Með gerð ættartrés
má stundum leggja mat á hver er þáttur erfða. Tölfræði
þarf og við slíkt mat. I all-nokkrum ættum hérlendis
er erfðaþáttur mjög líklegur. Fjölskyldurannsóknir eru
skilyrði þess að beitt verði sameindalíffræði við könnun
erfðaefnis.
í flestum ofannefndum ættum koma fyrir æxli í öðrum
líffærum en brjósti. Þarf hér tölfræði til að meta slíka
fylgni. Vinna að því verkefni er að hefjast. Eitt mynstur
virðist það, að innan ættar fari saman mein í brjósti eða
eggjastokkum kvenna en í blöðruhálskirtli karla. Erlendis
hefur nokkrum mynstrum (familiar cancer syndrome)
verið lýst, þar sem mikið er um brjóstakrabbamein og viss
önnur mein. Mjög skortir á góða tölfræðivinnu á þessu
sviði. Prófuð hefur verið sú skilgreining á mynstur einnar
ættar hérlendis, að í hættu séu líffæri sem kyn-sterum
tengjast mest.
Lífsýnum er safnað (blóð, æxli). Er til orðinn vísir að
æxlisbanka. Aðferðum sameindalíffræði er beitt á efnivið
þennan (sjá önnur erindi). Ofannefnd verkefni eru unnin
í samvinnu við ýmsa aðila: Krabbameinsfélag fslands,
Imperial Cancer Research Fund (London) og fleiri. -
Ættarannsóknir hafa meðal annars klíníska þýðingu: fólki
af þessum ættum þyrfti að veita sér-eftirlit.