Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 177 líkamlegra og andlegra þarfa. Tuttugu og fjórir töldu sig ekki vita ástæðuna fyrir veikindum sínum, en 29 töldu orsakarinnar að leita utan valdsviðs þeirra sjálfra, en aðeins sjö töldu sig hafa valdið veikindum sínum með lélegri sjálfsumönnun eða vangát. Þegar spurt var um álit þeirra á því sem almennt gæti valdið veikindum hjá þeim skírskotaði mikill meirihluti til sinnar eigin sjálfsumönnunar og aðgátar bæði líkamlega og andlega eða um 95%. Hugmyndir unglinganna um ástæðu bata skiptast nokkuð jafnt í að vera byggður á þeirra eigin umönnun, að vera tilkominn vegna utanaðkomandi aðstoðar og að stafa af sjálfu sér. Niðurstöður þessar eru í nokkru samræmi við sambærilegar rannsóknir á fullorðnum. Greinilegt ósamræmi ríkir þó f hugmyndum um veikindi er tengjast eigin reynslu af þeim annars vegar og hugmyndum um vald yfir framtíðarveikindum hins vegar. Þetta ósamræmi sést ekki í sambærilegum athugunum á fullorðnum og getur verið gagnlegt til að auka skilning okkar á þeim »dómgreindarskorti« sem enn ríkir á unglingsárunum gagnvart hinu ókomna og byggir á ofurtrú á valdi yfir eigin framtíð. AUKIN ÁFENGISNEYSLA OG ÖLVUNARTÍÐNI ÍSLENSKRA UNGLINGA EFTIR AÐ LEYFÐ VAR SALAÁ BJÓR Höfundur: Asa Guðmundsdóttir. Rannsóknastofa geðdeildar Landspítalans Tvær kannanir hafa verið gerðar til þess að rannsaka áhrif lögleiðingar bjórsölu árið 1989 á drykkjuvenjur íslenskra unglinga. Kannanimar voru gerðar hálfu ári fyrir og eftir að bjórsala var Ieyfð. í hvorri könnun um sig var tekið 800 manna úrtak úr þjóðskrá, á aldrinum 13 til 19 ára. Svarhlutfall var 81.6% í fyrri könnuninni og 77.5% í þeirri síðari. Samanburður úr niðurstöðum kannananna sýnir að það hefur orðið meira en 40% aukning á því heildarmagni sem unglingar drekka, eftir að bjór var leyfður. Einnig er aukning á drykkjutíðni. Bjórdrykkja kemur ekki í stað neyslu sterkra drykkja, en unglingar neyta þeirra í miklu magni. Neysla léttra vína var lítil og hefur enn dregist saman. Ölvunartíðni unglinga hefur aukist eftir lögleiðingu bjórsölu. Fyrir lögleiðingu bjórsölu var áfengisneysla mest meðal unglinga í dreifbýli, en aukning áfengisneysiu í heild var mest hjá þeim sem búa í bæjum utan höfuðborgarsvæðisins. Aukning bjómeyslu var hins vegar mest hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. Þeir unglingar sem hafa hætt í skóla neyttu helmingi meira áfengis en þeir sem vom í skóla, áður en bjórsala var leyfð, en aukning áfengisneyslu var mun meiri meðal þeirra sem enn vom í skóla.lmingi meira áfengis en þeir sem vom í skóla, áður en bjórsala var leyfð, en aukning áfengisneyslu var mun meiri meðal þeira sem enn vom í skóla. BREYTINGAR Á SVEFNHÁTTUM Á UPPVAXTARÁRUM Höfundar: Björg Þorleifsdóttir, Hrafnhildur Reynisdóttir, Helgi Kristbjamarson. Rannsóknastofa geðdeildar Landspítalans Svefnþörf og ýmsar svefnvenjur breytast með aldri og þroska einstaklingsins. Víðtæk könnun á svefnháttum íslenskra bama á aldrinum 1-12 ára og leinstaklingsins. Víðtæk könnun á svefnháttum íslenskra bama á aldrinum 1-12 ára og 13-20 ára gamalla unglinga (1) var gerð árið 1985. Nú fimm ámm síðar var þessi könnun endurtekin meðal sömu einstaklinganna, það er að segja þeirra sem þá svöruðu. Með því móti má meðal annars kanna breytingar á svefnþörf einstaklinganna og hvort svefntmfianir sem koma fram á unga aldri reynast varanlegar. Ennfremur reynist kleift að bera saman svefnhætti tiltekinna aldurshópa og hvort breytingar hafi orðið þar á á þessu tímabili. Einstaklingamir, sem nú em á aldrinum 6-25 ára, fengu póstsenda spumingalista og svefnskrár til útfyllingar á sama hátt og í fyrri könnun. Spumingar fjölluðu meðal annars um það hvort erfitt væri að koma baminu í rúmið á kvöldin, erfitt að vekja það á morgnana, hvort einstaklingurinn svæfi á daginn, hvort hann vaknaði snemma, hryti, gnísti tönnum, talaði í svefni, gengi í svefni og fieira. Flestum þessara spuminga var hægt að svara með því að merkja við einn af valkostunum aldrei, sjaldan, stundum eða oft. Svefnskrá geðdeildar Landspítalans (2) var notuð, þar sem merktur er inn svefn hverrar nætur í eina viku. Niðurstöðumar vom síðan lesnar beint inn á tölvu. Heildarsvömn var rúmlega 75%, mest þó í yngra aldurshópnum (6-12 ára) eða 89%. Verið er að vinna úr gögnum rannsóknarinnar og verða fyrstu niðurstöður kynntar. 1) Guðmundur Sverrisson, Helgi Kristbjamarson: Könnun á svefnháttum íslenskra bama. Læknablaðið 1990; 76: 357-61. 2) Helgi Kristbjamarson: Mat á svefni með svefnskrá. Læknablaðið 1985; 71: 199-200. TÖLVUUNNAR SJÚKDÓMSGREININGAR Á GEÐDEILD Höfundar: Eiríkur Líndal, Jón. G. Stefánsson, Eva J. Júlíusdóttir. Geðdeild Landspítalans Greiningarviðtal fyrir geðsjúkdóma (Diagnostic Interview Schedule, DIS IIIA) sem þýtt hefur verið á íslensku er einnig til í tölvuforriti (CDIS) þannig að svarandi getur setið við skjáinn og svarað spumingunum, en tölvan gefur síðan geðsjúkdómsgreiningu. Út frá svömm Greiningarviðtalsins er hægt að gera 43 þeirra geðsjúkdómsgreininga sem eru í bandaríska greiningarkerfinu DSM III. Notkun DIS krefst ekki sérmenntunar. I tölvuforritinu sér sjúklingurinn um að svara spumingum viðtalsins sjálfur. Aðstoðarmaður er þó hafður í kallfæri. Sjúklingar innlagðir á móttökudeild vom beðnir að svara CDIS spumingalistanum. Sjúklingurinn sat við tölvuna og svaraði sjálfur spumingunum, en þegar honum reyndist það of erfitt las aðstoðarmaður spuminguna og sló inn svör. I ljós kom að ekki var unnt að prófa sjúklinga sem vom undir of miklum áhrifum sljóvgandi lyfja eða í of miklu uppnámi. Alls samþykktu 40 sjúklingar að svara. Tuttugu og þrjár konur og sautján karlar luku viðtalinu. Meðalaldur kvennanna var 46.1 ár og karlanna 34.8 ár. Það tók að meðaltali 148 mínútur að svara öllum spumingunum. Eftir að úrvinnslu var lokið var niðurstaða Greiningarviðtalsins borin saman við þá klínísku greiningu sem deildarlæknir hafði gefið sjúklingnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.