Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 40
200 LÆKNABLAÐIÐ lausn í pólýprópýleni og 5, 10 og 40% etanóllausnir í pólývínýlklóríði stóðust ekki kröfur bresku lyfjaskrárinnar um fjölda agna í innrennslislyfjum. Ögnum fjölgaði við lágan styrk etanóls og fækkaði síðan aftur þegar styrkur etanóls varð meiri, væntanlega vegna aukinnar leysni agnanna með auknum styrk etanóls. ÁKVARÐAST UPPHAF ENDURHEIMTAR KRAFTS EFTIR ERTINGU í SPENDÝRAHJARTA AF SLÖKUN VÖÐVANS EÐA ENDURSKAUTUN FRUMUHIMNU? Höfundar: Salóme Asta Arnardóttir, Hafliði J. Ásgrímsson, Magnús Jóhannsson. Rannsóknastofa í lyfjafræði, Háskóla Islands Samdráttur í hjartavöðva verður fyrir tilstilli skyndilegrar hækkunar á Ca+* í fryminu. Þetta er stundum nefnt virkjunar-Ca++ (activator Ca++) og á sér líklega þrenns konar uppruna í hjartafrumum spcndýra: 1) frymisnetið (sarcoplasmic rcticulum eða SR), 2) kalsíumstraumurinn (Ica) sem gengur inn gegnum frumuhimnuna og 3) bindistaðir innan á frumuhimnunni (sarcolemma eða SL). Mikilvægi þessara þriggja þátta er að líkindum mismunandi í hinum ýmsu dýrategundum, mismunandi hlutum hjartans (t.d. gáttum og sleglum) og við ólíkar ytri og innri aðstæður hjartafrumnanna. - Að lokinni ertingu á sér stað endurheimt krafts (mechanical restitution) sem má Iýsa með veldislíkingu í einum fasa í slegli og tveimur fösum í gátt marsvína. Þessi endurheimt krafts hefst eftir að liðið hefur viss tími, to, frá síðustu ertingu. Á þessum tíma (við to) hefur vöðvinn að nokkru leyti slakað á eftir fyrri samdrátt og endurskautun frumuhimnunnar er einnig að nokkru lokið. Því virðist sem to gæti annað hvort ákvarðast af slökun vöðvans og þannig af ástandi frymisnetsins eða af ástandi frumuhimnunnar. - Markmið rannsóknarinnar er að ákvarða, í gáttum og sleglum marsvína, hvort to ákvarðast frekar af slökun eða endurskautun. Niðurstöðumar geta gefið mikilvægar upplýsingar um uppruna virkjunar-Ca++ í mismunandi gerðum hjartavöðva. Rannsóknin beinist að því að breyta lengd hrifspenna og samdráttar með lyfjum og ákvarða áhrif slíkra breytinga á to. Hrifspennur má lengja með 4- amínópýridíni, sótalóli eða amíódaróni; hrifspennur má stytta með pinacidíli eða karbakólíni; samdrætti má lengja með koffeini. SAMANBURÐUR Á SAMDRÁTTAREIGINLEIKUM GÁTTA OG SLEGLA ÚR MARSVÍNUM Höfundar: Hafliði J. Asgrímsson, Magnús Jóhannsson. Rannsóknastofa í lyfjafræði, Háskóla Islands Vitað er að verulegur munur er á frumubyggingu gátta og slegla allra dýrategunda sem rannsakaðar hafa verið. Almennt gildir, í sömu dýrategund, að gáttafrumur innihalda um það bil helmingi meira frymisnet (sarcoplasmic reticulum eða SR) en sleglafrumur. Þar að auki vantar gáttafrumur yfirleitt T-göng. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka samdráttareiginleika gátta og slegla og tengja þær niðurstöður vitneskjunni um frumubyggingu. Helstu niðurstöður eru þessar: 1) Hraði samdráttar og slökunar er mun meiri f gátt en slegli og hrifspennur eru styttri (tími frá ertingu að toppi samdráttar er til dæmis um 80 ms í gátt en 180 ms í slegli). 2) Endurheimt krafts eftir ertingu (mechanical restitution) má yfirleitt lýsa með veldisltkingu í tveimur fösum í gátt en einum fasa í slegli. Kraftaukning eftir aukaslag er álíka stór í gátt og slegli. 3) Endumýtingarhlutfall (recirculation fraction) fyrir Ca++, frá einum samdrætti til þess næsta, er mun hærra í gátt (um 0.8) en slegli (um 0.2). 4) Ryanódín blokkar starfsemi SR í vöðvaframum en áhrif þess á gátt og slegil era talsvert ólík (Emax um 99% í gátt en 65% í slegli; EC50 um 18 nM í gátt en 7 nM í slegli). Ca++-blokkarar (Ni++, D600) hafa ólík áhrif á endurheimt ertingar í gátt og slegli, þeir auka stærð fyrri fasans í gátt en minnka stærð eina fasans í slegli. Ca++ -blokkarar draga lítillega úr kraftaukningu eftir aukaslag bæði í gátt og slegli. Niðurstöðumar má túlka á þann veg að samdráttur í gáttum sé fyrst og fremst háður Ca++ sem komi frá SR en í sleglum komi virkjunar-CA++ að hluta til frá SR en að hluta frá öðru frumuhólfi sem sennilega er framuhimnan. LYFJAHVÖRF MEBEVERÍNS Höfundar: Ingibjörg Halla Snorradóttir, Jakob Kristinsson, Magnús Jóhannsson. Rannsóknastofa í lyfjafræði, Háskóla fslands Mebeverín er lyf, sem verið hefur á markaði í meira en tuttugu ár og er einkum notað við meðferð á »colon irritabile«. Klínískar rannsóknir virðast staðfesta gagnsemi þess. Fram til þessa hefur þó ekkert verið birt um lyfjahvörf þess í mönnum eða ákvarðanir í blóði eftir töku lækningalegra skammta. Mebeverín er ester af 4- [etýl(4-metoxý-a-metýlfenetýl) amínó]-l-bútanóli (I) og 3.4-dímetoxíbenzósýru (II). Fram hefur komið tilgáta um, að efni þessi væra aðalumbrotsefni mebeveríns. Þetta hefur þó aldrei verið staðfest með rannsóknum. Markmið þessarar rannsóknar var að þróa aðferðir til þess að ákvarða mebeverín og framangreind umbrotsefni í blóði og þvagi og nota þær til þess að kanna frásog, helmingunartíma í plasma og útskilnað lyfsins í þvagi og enn fremur að ganga úr skugga um hvort fyrri tilgátur um umbrot þess væru réttar. Er aðferðunum lýst og greint frá helstu niðurstöðum rannsóknarinnar, en þær vora sem hér segir: 1. Mebeverín var mjög óstöðugt í sermi (t, /2 =2.2 klst. við 25°) og klofnaði í efni I og II. Mátti koma í veg fyrir klofnunina með því að bæta fýsíóstigmíni út í blóðsýnin um leið og þau vora tekin. 2. Eftir töku 270 mg af mebeverínklóríði í töfluformi per os var ekki hægt að greina óumbreytt mebeverín, hvorki í blóði né þvagi (greiningarmörk 20 ng/ml). Ekki reyndist heldur unnt að sýna fram á umbrotsefni I. Umbrotsefni II var hins vegar í mælanlegu magni, bæði í blóði og í þvagi. FLÚORÞÉTTNI í BLÓÐISAUÐFJÁR Höfundar: Jakob Kristinsson, Þorkell Jóhannesson, Eggert Gunnarsson, Páll A. Pálsson, Hörður Þormar. Rannsóknastofa í lyfjafræði, Háskóla íslands, Tilraunastöð Háskólans að Keldum, Iðntæknistofnun Vitað er, að flúormegnun vatns og gróðurs af völdum eldgosa gctur valdið bæði bráðum og síðkomnum eitranum í sauðfé. Era þær síðastnefndu meðal annars í formi sjúklegra breytinga í kjálkum og tönnum, sem á íslensku kallast gaddur. Þessara einkenna verður vart af og til þó eldgos hafi ekki verið að verki. Engar upplýsingar virðast vera fyrir hendi hér á landi um þá blóðþéttni flúors (flúoríðs), sem leiðir til fyrrgreindra eituráhrifa. Tilgangur þessara rannsókna var því að kanna hver væra normgildi flúors í blóði í íslensku sauðfé, hvemig þau sveifiast með mismunandi fóðri og hvert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.