Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 30
192 LÆKNABLAÐIÐ FLOGAVEIKI MEÐAL ÆTTINGJA FLOGAVEIKRA -FYRSTU NIÐURSTÖÐUR Höfundar: Gunnar Guðnnindsson, Helgi Kristbjamarson, Björg Thorleifsdóttir, Stephen S. Rich, Elías Olafsson, V. Elving Andersen. Taugalækningadeild og geðdeild Landspítalans, Minnesota Háskóli Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á aukna tíðni fiogaveiki hjá ættingjum valinna (selected) hópa flogaveikra. Tilgangur þessarar rannsóknar er að ákvarða hvort flogaveiki sé algengari meðal ættingja flogaveikra en hjá þeim hluta þjóðarinnar sem ekki er flogaveikur. Stuðst var við fyrri rannsókn (Gunnar Guðmundsson 1966) og við lítum svo á að þar hafi fundist allir þeir íslendingar sem þjáðust af flogaveiki á fimm ára tímabili (1960-1964). Við notum st'ðan ættfræðiupplýsingar frá erfðafræðinefnd Háskólans til að ákvarða: 1) Hve margir fiogaveikir einstaklingar vom skyldir hver öðram í fyrsta eða annan lið. 2) Hve margir úr samanburðarhópnum (sami fjöldi einstaklinga sem ekki höfðu flogaveiki) vora skyldir flogaveikum í fyrsta eða annan lið. Niðurstöður eru í stuttu máli þær að skyldleikatengsl, bæði f fyrsta og annan lið, eru verulega fleiri innan hóps flogaveikra annars vegar, en milli flogaveikra og samanburðarhópsins hins vegar. Þetta sýnir greinilega að flogaveiki er algengari meðal ættingja flogaveikra heldur en meðal þjóðarinnar í heild. Okkur er ekki kunnugt um að hliðstæð þýðirannsókn hafi áður verið gerð. Megin gildi rannsóknarinnar er tvíþætt. I fyrsta lagi samanstendur flogaveiki hópurinn af öllum flogaveikum í heilu þjóðfélagi á tilteknu tfmabili og í öðru lagi að ekki er treyst á upplýsingar frá sjúklingum þegar fjöldi flogaveikra ættingja er ákvarðaður. AUGNSJÚKDÓMAR í INSÚLÍNHÁÐRI SYKURSÝKI Á ÍSLANDI Höfundar: Jóhannes Kári Kristinsson, Sigurður Bjömsson, Einar Stefánsson, Friðbert Jónasson, Ingimundur Gíslason. Augndeild Landakotsspítala, læknadeild Háskóli Islands Athugunin náði til 295 sykursýkissjúklinga með insúlínháða sykursýki (SSl) sem höfðu verið í augneftirliti við augndeild Landakotsspítala frá 1980 til 1. júlí 1990. 1. janúar 1980 var kannað algengi SSl hér á landi og var það 0.12% eða 266 sjúklingar (sjá ref. frá Þóri Helgasyni). Framreiknað til þessa árs ættu um 305- 310 íslendingar að vera með SSl. Samkvæmt þessu era yfir 95% sjúklinga með SSl í regluiegu augneftirliti við augndeild Landakotsspítala. Upplýsingar vora fengnar úr skýrslum augndeildar frá árunum 1980-90. Það helsta sem í ljós kom var að um 54% sjúklinga höfðu enga sjónhimnusjúkdóma. Með background retinopathy voru 37% (hæ.auga) og 39% (vi.auga). Proliferatívar breytingar vora hjá rúmlega 8% (hæ.auga) og rúmlega 7% (vi.auga). Proliferatívar sjónhimnubreytingar era afar sjaldgæfar fyrr en eftir 10 ára sögu um sykursýki, eftir það eykst tíðnin. Því lengur sem sykursýki hefur staðið versnar sjónskerpa en þó vekur það athygli að enginn úr þessum 295 manna hópi hefur orðið alblindur og aðeins einn einstaklingur telst lögblindur samkvæmt íslenskum reglum, það er 6/60 eða verra á betra auga. Ef miðað er við WHO skilgreiningar eru um 97.95% (287/293 sjónmældir) með 6/18 eða betri sjón á betra auga og sjóndaprir, það er 6/24-3/60 á betra auga eru 2.05% (6/293). Enginn er lögblindur (verra en 2/60 á betra auga). FJÖLSKYLDUBUNDIN MEÐGÖNGUEITRUN Höfundar: Reynir Amgrímsson, Reynir Tómas Geirsson, Gunnlaugur Snædal, Hólmgeir Bjömsson, Steingrímur Bjömsson, James J. Walker. Kvennadeild Landspítalans, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Reykjavík, Royal Infirmary Glasgow Til að kanna tilgátu um að meðgöngueitrun (pre- eclampsi) og fæðingarkrampar (eclampsi) geti verið fjölskyldubundin og erfst sem eingena erfðagalli voru allar fæðingarskýrslur á fæðingadeild Landspítalans á árunum 1931-1947 athugaðar. Allar konur sem höfðu fengið krampa í fæðingu eða slæma meðgöngueitrun (>160/110 mm Hg eða 116/100 og prótín í þvagi) voru valdar í úrtakshóp og tíðni meðgöngueitrunar könnuð meðal dætra og dóttur- og sonardætra og borið saman við tíðni meðal tengdadætra í báðum kynslóðum. Skráð vora blóðrþýstingsgildi og prótín í þvagi og flokkað eftir stigi sjúkdómsins. Af 7453 fæðingum voru 44 konur með fæðingarkrampa og 112 með slæma meðgöngueitrun (2.1%). Þar af voru frumbyrjur 105 (67%). Af þeim tókst að rekja ættir 30 kvenna með fæðingarkrampa og 67 frambyrja með meðgöngueitrun. Fjögurra ættliða fjölskyldur voru 44. Tíðni á meðgöngueitrun (140/90 og prótín í þvagi) meðal dætra var 25.8% en tengdadætra 10.5% (p<0.01) Sonar- og dótturdætur höfðu svipaða tíðni og dætur eða 26.7%. I 37% fjölskyldna var að minnsta kosti ein veik dóttir og fór þetta hlutfall hækkandi með fjölda dætra, þannig að í fjölskyldum með þrjár dætur var að minnsta kosti ein þeirra veik í 67% fjölskyldna. f 19% fjölskyldna fannst éin veik tengdadóttir. Þessar niðurstöður geta stutt tilgátu um eingena erfðir, bæði víkjandi með fullri sýnd og ríkjandi með takmarkaðri sýnd, þar sem sjúkdómurinn erfist bæði í gegnum karl og kvenlegg. SVEFNHEILARIT - ÚRVINNSLA OG SÖFNUN GAGNA Höfundar: Júlíus K. Björnsson, Helgi Kristbjarnarson. Rannsóknastofu geðdeildar Landspítalans Tilgqngur: Þróun aðferða við úrvinnslu svefheilarits af segulbandi. Úrvinnsla er framkvæmd með tiltölulega ódýrum tækjum og hugbúnaði sem skrifaður var á rannsóknastofu geðdeildar í C og vélamáli. Verkefninu má skipta í þrjá þætti: Þáttur 1: Þróun og aðlögun tækjabúnaðar, TEAC HR-30 segulband, DT-2801 A/D breyta, Braintronics Sleep/AMP- 1008 formagnari, ásamt PC tölvu (AT/386). Þáttur 2: Þróun aðferða við söfnun gagna af segulbandi sem notað er ásamt formagnara við söfnun EOG, EEG og EMG nterkja sem getur farið fram utan sjúkrahúss, til dæmis á heimili sjúklings. Þáttur 3: Þróun úrvinnsluaðferða fyrir svefnheilarit, sjálfvirk flokkun svefnstiga byggð á Fourier tíðnigreiningu og mynsturgreiningu í því skyni að finna þætti í svefni sem ekki eru greinanlegir á hefðbundinn hátt. Árangur: Sem stendur er tveim fyrstu þáttum verksins lokið, og vinna við hinn þriðja langt komin. Þróun á tíðnigreiningu svefnheilaritsins er lokið, ásamt aðferðum við að sýna niðurstöður á grafísku formi. Unnið er nú að þróun aðferða við frekari úrvinnslu gagnanna, ásamt notkun kerfisins í klínísku starfi og við rannsóknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.