Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 197 ÞRÓUN MÓTEFNAMÆLINGA TIL GREININGA Á ENTEROVEIRUSÝKINGUM Höfundur: Einar G. Toifason. Rannsóknastofa Háskólans í veirufræði Yfirleitt er mjög erfitt að greina sjúkdóma, sem enteroveirur valda. Annars vegar er þetta vegna þess að sjúkdómar þessir eru ótrúlega margir og breytilegir, allt frá smálinku upp í banvæna sjúkdóma, og hins vegar vegna þess, að um það bil 70 tegundir enteroveira eru þekktar, með nokkuð breytilega sjúkdómsmynd, mjög breytilegar þarfir um hýsilfrumur í veiruræktun og flókið mynstur hópsérvirkni og tegundasérvirkni í mótefnaprófum. Hingað til hefur því verið illmögulegt að gera nokkuð annað en að sá ræktunarsýni í ýmsar frumugerðir og vona að einhver þeirra sé nothæf til ræktunar veirunnar. Höfundur hefur um nokkurt skeið unnið að þróun aðferða til að mæla tegundasérvirk (type specific) mótefni gegn nokkrum algengum veirunt úr áðumefndum hópi. Byrjað var á verkefninu í samvinnu við fleiri á Institution för medicinsk virologi í Uppsölum, Svíþjóð. Beitt var radioimmunoassay (RIA). Annars vegar var um að ræða venjulega óbeina »indirect« aðferð þar sem fast yfirborð »solid phase« er húðað með veimantigeninu, síðan bætt við prófsermi og síðan geislavirkum mótefnum gegn mannamótefnum. Hins vegar var notuð »antibody capture« RIA, þar sem mótefni gegn mannamótefnum, til dæmis anti-IgM, eru notuð til húðunar fasta yfirborðsins. Næst er prófserminu bætt við, og að lokum veiru sem er geislavirk vegna þess að hún hefur verið ræktuð í geislavirku æti. Fyrri aðferðin mælir hópsérvirk mótefni, en sú sfðari tegundasérvirk. Þessi aðferð er þegar »rútínuaðferð« á áðurnefndri stofnun og þykir áreiðanleg en nokkuð dýr. Henni hefur meðal annars verið beitt við greiningar á hjartabólgum og sykursýki, sem taiið hefur verið að mætti rekja til enteroveirusýkinga. Höfundur hefur síðan reynt að þróa aðferðir sem byggja á sk. ELISA, náskyldar RIA, en byggja á ensímvirkni í stað geislavirkni. Þetta hefur verið gert í samvinnu við Department of Pediatrics - Infectious Diseases, Emory University School of Medicine og Centers for Disease Control (CDC), Atlanta, Georgíu, Bandaríkjunum. Ýmis afbrigði hafa verið reynd og sum lofa góðu. Má þar nefna aðferð, þar sem veiran og prófsermið eru fyrst látin hvarfast í vökvafasa, en síðan bundin föstum fasa með sérvirkum mótefnum gegn veirunni. Notkun einstofna mótefna Iofar einnig góðu. Athugun á undirflokkadreifingu (subclass restriction) IgG mótefna sýnir að fyrst og fremst er um IgG 1 og/eða IgG3 svörun að ræða, sem er dæmigert fyrir próteinantigen. CIPROFLOXACIN HEFUR MISMUNANDI ÁHRIF Á ÖRSJÁRGERÐ OG DNA MYNDUN BAKTERÍA VIÐ EFTIRHRIF Höfundar: Magnús Gottfreðsson, Helga Erlendsdóttir, Ragnhildur Kolka, Sigurður Guðmundsson. Sýklarannsókna- og lyflækningadeild Borgarspítala, rannsóknastofa Háskólans í líffærafræði Sýnt hefur verið fram á að sýklalyf af flokki kínólona (4- fluoroquinolones) valda eftirhrifum (postantibiotic effect, PAE) í mörgum bakteríutegundum. Eftirhrifin vara allt frá einni til átta klst. eftir því hvaða þéttni er notuð og hvaða örverur eiga í hlut. Við bárum saman eftirhrif í þremur tegundum baktería eftir gjöf ciprofloxacins. Rannsakaðir voru staðalstofnar af S. aureus, E. coli og P. aeruginosa. DNA myndun var mæld með ’H-merktum forstigsefnum (thymidine og adenine). Utlitsbreytingar í S. aureus og P. aeruginosa voru kannaðar með rafeindasmásjá (transmission electron microscope). Þráðamyndun (filamentation) og svonefndu SOS-viðbragði hefur áður verið lýst í E. coli eftir gjöf ciprofloxacins. Áhöld eru hins vegar um hvort orsakir eftirhrifa sé þar að finna. Talsverð aukning í DNA myndun átti sér stað í S. aureus og E. coli við upphaf eftirhrifa og náði hámarki 50-90 mínútum eftir að lyfið var fjarlægt. Á sama tíma varð hins vegar engin bakteríufjölgun og jafnvel fækkun. Þessi aukning á DNA myndun kom hins vegar ekki fram í P. aeruginosa og í þeirri bakteríu varð ekki vart þráðamyndunar líkt og í E. coii. Þvert á móti virtust bakteríumar fremur þandar. Svipaða sögu var að segja í S. aureus, en þar tvöfaldaðist þvermálið í rúmlega helmingi baktería (0.8-1.2 /rm). Afgangurinn leit eðlilega út. Þegar leið á eftirhrifin náðu eðlilegar bakteríur yfirhöndinni en dauðum frumum (»ghost cells«) með aukið þvermál fjölgaði. Bendir það til aukins dráps innan þess hóps. Óvíst er hvort útlitsbreytingar þessar og aukning á DNA myndun skýri orsakir eftirhrifa. Athuganir okkar benda hins vegar til þess að viðbrögð geti verið breytileg milli mismunandi bakten'utegunda meðan á eftirhrifum stendur eftir gjöf ciprofloxacins. NÝ AÐFERÐ VIÐ MAT Á EFTIRHRIFUM SÝKLALYFJA MEÐ MÆLINGUM Á C02-MYNDUN BAKTERÍA Höfundar: Helga Erlendsdóttir, Magnús Gottfreðsson, Sigurður Guðmundsson. Sýklarannsókna- og lyflækningadeild Borgarspítala Við mat á eftirhrifum sýklalyfja (postantibiotic effect, PAE) er venjulega stuðst við staðlaða aðferð er byggir á beinni bakteríutalningu. Sú aðferð getur verið bæði flókin og seinleg í framhvæmd. Miklu varðar að unnt sé að meta eftirhrif á fljótlegri og einfaldari hátt. Á síðari árum hafa menn leitað nokkurra mismunandi leiða til þess. Fylgnin við hina stöðluðu aðferð hefur hins vegar verið misgóð. Að auki er einnig yfirleitt þörf á sérhæfðum tækjabúnaði til slíkra rannsókna. Við könnuðum hvort meta mætti eftirhrif með nýrri aðferð er byggir á mælingum á C02-myndun bakteríanna. Til þess var notað blóðræktunarkerfi frá Bactec® (Bactec NR 730, Becton-Dickinson) þar sem C02-myndun er metin með innrauðum ljósgleypnimælingum. Aðferð þessi var borin saman við mælingar með líftölu. Mæld voru eftirhrif dicloxacillins, vancomycins, rifampins, gentamicins og ciprofloxacins hjá S. aureus (ATCC 25923 og klínískum stofni, B-5663). Eftirhrif ampicillins, gentamicins og ciprofloxacins voru einnig mæld með þessum hætti hjá E. coli (ATCC 25922 og klínískum stofni, B-5756). Sýklalyfin voru látin verka á bakteríurnar í eina klst. og lausnin síðan þynnt 102-falt í blóðræktunarflöskur (Bactec 6A). Til að taka dráp af völdum sýklalyfjanna með í reikninginn voru gerðar aukaþynningar (102, 103, 104). Líftala og C02-myndun var síðan mæld með einnar til tveggja klst. millibili. Samanlögð C02-myndun var reiknuð út og eftirhrif skilgreind sem vaxtaseinkun meðhöndlaðra baktería samanborið við viðmiðunarvöxt. Ágæt fylgni fékkst milli nýju og gömlu aðferðarinnar. Reiknast r=0.938 fyrir E. coli og r=0.909 fyrir S. aureus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.