Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 19
LÆKN ABLAÐIÐ
181
SAMTENGING OG VERKUNARMÁTI ASÓLA
Höfundar: Vilhjálmur G. Skúlason, Sigurður N. Ólafsson.
Rannsóknaslofa í lyfjaefnafræði
Asólar (ímídasól- og tríasólsambönd) eru mjög áhugaverð
frá sjónarmiði lyfjafræði vegna þess, að þau hafa
hemjandi áhrif á ýmsa gerhvata, einkum þá sem eru
sytókróm P-450 tengdir, en slíkir gerhvatar taka til dæmis
þátt í lífsamsetningu stera úr asetati. Þessi eiginleiki
virðist vera bundinn við köfnunarefni, sem hefur par af
fríum elektrónum og er talið, að band myndist á milli
þeirra og hemhluta gerhvatans. Gengið er út frá því, að
efnið bindist að minnsta kosti við tvo staði á yfirborði
gerhvatans og að hægt sé að ná til annars bindistaðar,
til þess að auka virkni og verkunarlengd, með langri
hliðarkeðju á hinu köfnunarefnisatómi ímídasólkjamans.
Þau efni úr flokki asóla, sem hafa mest notagildi, em
sveppalyf eins og til dæmis ekónasól, oxíkónasól og
flúkónasól. Nokkur ný ímídasólafbrigði úr flokki eter- og
oxímsambanda hafa verið þróuð og framleidd og verður
hugsanlegum verkunarmáta og samtengingu þeirra Iýst.
AUKIN TJÁNING Á mRNA FYRIR »INSULIN-
LIKE GROWTH FACTOR BINDING PROTEIN-3«
í ADENOCARCINOMA RENALIS
Höfundar: Arni V. Þórsson, Raymond L. Hintz, Susanne
Bock, David R. Powell, Petro E. Petrides. Bamadeild
Landakotsspítala, Stanford University CA, USA, Baylor
University, Houston TX, USA, Universitatklinik III,
Múnchen D
Rannsóknir hafa sýnt að »Insulin-like Growth Factors«
gegna lykilhlutverki við stjómun vaxtar í fjölmörgum
vefjum og frumutegundum, meðal annars í nýmm. Ólíkt
ýmsum öðmm prótein hormónum hafa IGF sérstök
bindiprótein (BP) sem þau tengjast við með mjög
miklu næmi. (»high affinity«) Að minnsta kosti þrem
tegundum bindipróteins hefur verið lýst hjá mönnum.
Þessi bindiprótein em skyld, en em þó um margt ólík að
mólekúlargerð og hegðun.
Við einangmðum og rannsökuðum Poly (A)+ mRNA
úr æxlisvef 18 sjúklinga með nýmakrabbamein
(adenocarcinoma) og úr eðlilegum aðliggjandi nýmavef
til samanburðar.
Magn mRNA var ákvarðað með »Northem analysis«
og þéttni mælingar (densitometry) vom framkvæmdar
til að fá betri samanburð á mRNA gildum og eðlilegum
nýmavef allra sjúklinganna.
Mean optical density area (AUx mm)
Eðlilegur nýrnavefur........0.57±0.14 SEM
Æxlisvefur..................8.56±2.02 SEM
Meðalgildi IGF BP-3 mRNA var vemlega aukið í
vefjasýnum frá adenocarcinoma renalis. I 17 af 18
pömðum sýnum var meira magn af IGF BP-3 mRNA í
carcinoma æxlinu. Til samanburðar var gerð »Southem
analysis« á vefjasýnum frá fjórum sjúklinganna og
fundust ekki merki um mögnun á geni sem gæti skýrt
þessa miklu aukningu á mRNA magni.
Sýnt hefur verið fram á að IGF BP-3 getur aukið
eða magnað vaxtarörvandi áhrif IGF í vissum
vefjum eða frumum. Aukin tjáning IGF BP-3 mRNA
í adenocarcinoma nýmaæxlum eftir líkur á því
að staðbundin framleiðsla á IGF BP-3 sé aukin.
Niðurstöðumar benda til þess að IGF BP-3 geti átt þátt
í að stjóma vexti þessara krabbameinsfrumna.
MINNKAÐUR ÚTSKILNAÐUR Á CYSTATIN
C FRÁ MONOCYTUM SJÚKLINGA MEÐ
ARFGENGA HEILABLÆÐINGU VEGNA
MÝLILDIS
Höfundar: María Bjamadóttir, Leifur Þorsteinsson,
Guðmundur Georgsson, Bjami Ásgeirsson, ísleifur
Ólafsson, Ólafur Jensson, Gunnar Guðmundsson.
Erfðafræðideild Blóðbankans, Tilraunastöð H.I. í
meinafræði, Keidum, Raunvísindastofnun H.I., Klinisk-
Kemiska Lab. Háskólasjúkrahúsinu í Lundi Svíþjóð,
taugalækningadeild Landspítalans
Arfgeng heilablæðing vegna cystatin C mýlildis (amyloid)
erfist ókynbundið ríkjandi. Til gmndvallar blæðingunum
liggja mýlildisútfellingar í litlum slagæðum sem í
langflestum tilfellum leiða til dauða á unga aldri (20-
40 ára). Próteinið sem myndar mýlildisþræðina er
afbrigðilegt proteasa latefni, cystatin C. Vemlegrar
þekkingar hefur verið aflað um eðli og orsök þessa
sjúkdóms á undanfömum ámm, en ekkert er vitað um
myndunarferli meinsins (pathogenesis). Rannsóknir benda
til að einkjama frumur átfmmukerfisins (mononuclear
phagocytic system) hafi hlutverki að gegna við myndun
mýlildis almennt. Einnig hefur verið sýnt fram á
að þær mynda og skilja út cystatin C »in vitro«. Á
þessum forsendum ákváðum við að kanna hæfni
monocyta úr blóði einstaklinga með gallað cystatin
C gen til að mynda og skilja út cystatin C »in vitro«.
Monocytar úr blóðgjöfum vom notaðir til samanburðar.
Monocytamir vom ræktaðir í æti RPMI 1640 bætt
með 10% mannasermi. Þrjár ræktanir vom settar upp
úr hverjum einstaklingi og þær ræktaðar f 5, 10 og 15
daga. Tuttugu og fjórum tímum fyrir hirðingu var hver
ræktun þvegin vandlega og síðan höfð í æti án sermis.
Eftirfarandi þættir vom athugaðir: 1) Mælt magn á
cystatin C í æti og sprengdum fmmum með ELISA
aðferð. 2) Dreifing cystatin C í fmmunum athuguð með
ónæmislitun. 3) Rafdregið var í SDS polyacrylamide
geli og síðan gerð ónæmisbinding (immunoblott) á
cystatin C. Hlutfallið á milli cystatin C í sprengdum
fmmum/æti var hœrra en einn í langflestum ræktunum
frá einstaklingum með meingenið. Þetta hlutfall var hins
vegar alltaf undir einum hjá heilbrigðum, það er minna
í sprengdum frumum en æti. Ónæmislitun á frumunum
sjálfum sýndi engan mun milli hópanna. Cystatin C fannst
einkum í umfrymi en einnig veikt í kjama. Niðurstöður
ónæmisbindingar benda til að cystatin C sem monocytar
skilja út sé eins hjá heilbrigðum og einstaklingum með
meingenið.
Niðurstöður okkar sýna minnkun á útskilnaði cystatin C
frá monocytum einstaklinga með cystatin C meingen í
samanburði við monocyta frá heilbrigðum.
ERFÐABREYTILEIKI í MÆÐI- OG
VISNUVEIRUM
Höfundar: Valgerður Andrésdóttir, Guðmundur
Georgsson, Ólafur Andrésson, Páll A. Pálsson,
Guðmundur Pétursson. Tilraunastöð Háskóla íslands í
meinafræði, Keldum