Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.05.1991, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 185 mislingum og 87.5% með mótefni gegn hettusótt. í hópi b) mældust 94.8% með örugg verndandi mótefni gegn rauðum hundum, og allir í hópi c) mældust með mótefni gegn mislingum. Samkvæmt þessum niðurstöðum virðist vera lakara mótefnasvar með tilliti til rauðra hunda eftir bólusetningar með þrígilda bóluefninu en því eingilda. Mótefnasvörun gegn hettusóttarþættinum er alls ekki eins góð og það sem við höfum átt að venjast eftir aðrar bólusetningar gegn veirusóttum hérlendis. KJARNASÝRUÞREIFARAR TIL GREININGAR Á NÝRNAVEIKIBAKTERÍUNNI, RENIBACTERIUM SALMONINARUM í LAXFISKI Höfundar: Olafiir Fríðjónsson, Valgerður Andrésdóttir, Eva Benediktsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir. Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði, Keldum Renibacteríum salmóninarum veldur nýmaveiki (bacterial kidney disease), einum alvarlegasta sjúkdómi sem við er að etja í eldi laxfiska. Þessi gram-jákvæða baktería er ákaflega hægvaxin. það er lengi í lagfasa áður en hún tekur að fjölga sér. Langur tími getur liðið frá því smit á sér stað þangað til sjúkdómseinkenni koma í Ijós. Mikið er í húfi að hægt sé að greina einkennalausa smitbera fljótt og örugglega svo hægt sé að koma í veg fyrir tjón sem af þeim getur hlotist. Því hefur íisksjúkdómadeild Keldna lagt kapp á að þróa handhægar og fljótvirkar aðferðir til greiningar á bakteríunni er ef til vill gætu leyst núverandi aðferð af hólmi, það er ræktun hennar úr sýnunt sem að jafnaði tekur 6-12 vikur. Hér verður lýst greiningaraðferð sem byggist á notkun kjarnsýruþreifara. Tekist hefur að smíða gena-þreifara (polynúkleótíð) er tengist geni eins mótefnavaka bakteríunnar og stutta þreifara (oligo-núkleótíð) er tengjast sértækum svæðum rRNA sameinda hennar. Sýnt hefur verið fram á sérvirkni þessara þreifara og hægt er að greina niður í lng bakteríu DNAs með þeim minni og <lng með þeim stærri þegar geislamerktir þreifarar eru notaðir. Stuttu þreifarana má nota sem vísa þegar PCR-tækni er beitt. Verkefni þetta er styrkt af Rannsóknaráði ríkisins BRÁÐ MIÐEYRNABÓLGA BARNA OG SKÚTABÓLGA FULLORÐINNA - ORSAKIR OG FORSPÁRGILDI NEFKOKS- OG NEFRÆKTANA Höfundar: Helga Erlendsdóttir, Einar Thoroddsen. Sigurður Stefánsson, Magnús Gottfreðsson, Haraldur Briem, Sigurður Guðmundsson. Sýkladeild. háls-, nef- og eymadeild, lyflækningadeild Borgarspítalans. Orsakir miðeyrnabólgu bama og skútabólgu fullorðinna eru vel þekktar frá crlendum rannsóknum. Greining sýkla í hverju tilviki er þó erfið án inngripsaðgerða, það er ástungu á hljóðhimnu eða skúta. Við könnuðum orsakir þessara sjúkdóma hérlendis og mátum jafnframt forspárgildi nefkoksræktana unt orsakir miðeymabólgu og nefræktana um orsakir skútabólgu. í þessu skyni vom rannsakaðir 74 fullorðnir (meðalaldur: 36 ár, vik: 16-76 ár) með bráða skútabólgu sem staðfest var með röntgenmynd og 148 böm (meðalaldur: 2 ár, vik: 0.5- 12 ár) með bráða miðeymabólgu. Stungið var neðan concha inferior á skúta allra sjúklinga með skútabólgu auk þess sem strok var tekið neðan concha media. Gerð var ástunga á hljóðhimnu allra barna með miðeymabólgu og strok var tekið úr nefkoki. »Jákvætt« strok frá neli eða nefkoki var skilgreint sem sýni er úr óx sami sýkill og frá ástungu á skúta eða hljóðhimnu. Reiknað var næmi (sensitivity), sértæki (specificity), jákvætt og neikvætt forspárgildi fyrir þessi tengsl. Algengustu orsakir skútabólgu voru: S. pneumoniae (42%), H. influenzae (18%), S. milleri (11%), og S. aureus (9%). Algengustu orsakir miðeyrnabólgu voru: S. pneumoniae (39%), H. influenzae (42%) og B. catarrhalis (8%). Tengsl sýkils í nefi og nefkoki við tilvist sama stofns í skúta og eyra voru sem hér segir, og er bæði litið til allra stofna og algengustu sýklanna sérstaklega: Sér- Jákvætt Neikvætt Næmi tæki forspárg. forspárg. % % % % Skútabólga Allir..................... (82) (77) (84) (74) S. pneumoniae............. (83) (98) (95) (93) H. influenzae............. (60) (98) (86) (94) Miðeyrnabólga Allir...................... (78) (15) (45) (44) S. pneumoniae.............. (83) (49) (29) (94) H. influenzae.............. (88) (57) (36) (94) B. catarrhalis............ (100) (48) (8) (100) Samkvæmt þessum niðurstöðum er forspárgildi nefræktunar um orsök skútabólgu gott, en forspárgildi nefkoksræktunar um orsök miðeyrnabólgu er lítið og gagnslaust. AÐFERÐIR TIL GREININGAR Á NÝRNAVEIKI í LAXFISKUM - SAMANBURÐUR Á ELISA-PRÓFI SEM NEMUR MÓTEFNAVAKA BAKTERÍUNNAR RENIBACTERIUM SALMONINARUM í NÝRNASÝNUM OG HEFÐBUNDINNI RÆKTUN HENNAR Á VALÆTINU S-KDM Höfundar: Sigríður Guðmundsdóttir, Eva Benediktsdóttir, Sigurður Helgason. Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði, rannsóknadeild fisksjúkdóma, Keldum Nýmaveikibakterfan, Renihacterium satmoninarum, vex afar hægt. Víða erlendis er 6-8 vikna ræktunartími talinn nægjanlegur til að einangra bakteríuna úr sýnum, en reynslan hérlendis hefur sýnt, að 12 vikna ræktunartími er nauðsynlegur, einkum ef finna á einkennalausa smitbera. Þessi langi biðtími er mjög óheppilegur fyrir fiskeldið, svo undanfarin ár hafa verið gerðar tilraunir með hraðvirkari greiningaraðferðir. Hér er lýst samloku- ELISA prófi, þar sem fjölstofna mótefni gegn bakteríunni eru notuð til að nema mótefnavaka hennar í nýmasýnura sem meðhöndluð eru með leysiefninu HemoDe (terpen og butylerað hydroxyanisol). Niðurstöður ELISA mælinganna eru bomar saman við árangur ræktunar á bakteríunni úr nýmasýnum söniu einstaklinga. Renihacterium salmoninarum einangraðist á valætinu S-KDM úr 189 (33.9%) af 558 nýmasýnum úr klakfiski (laxi) en 270 (46.4%) sýnanna voru jákvæð í samloku-ELISA. Þessi munur er marktækur í kí-kvaðrat prófi (p<0.001). Samskonar samanburður á sýnum úr seiðum og matfiski verður einnig kynntur. Rannsóknaráð ríkisins styrkti þetta verkefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.