Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1991, Page 42

Læknablaðið - 15.05.1991, Page 42
202 LÆKNABLAÐIÐ tilfellum. Sum húðsýni voru athuguð í rafeindasmásjá og var niðurstaða þeirra rannsókna í samræmi við ljóssmásjárathuganimar. I húðsýnum frá þeim 12 einstaklingum, sem ekki vom af heilablæðingarætt, og athugaðir voru til samanburðar fundust ekki mýlildisútfellingar, hvorki í Ijóssmásjá né í rafeindasmásjá. Mýlildisútfellingar í húð voru mest áberandi og víða samfelldar á mótum yfirhúðar og leðurhúðar svo og umhverfis hársekki, svitakirtla og fitukirtla. Cystatin C jákvæð svömn umhverfis vessaæðar var algeng. Útfellingar í og umhverfis úthjúp (adventitia og periadventitia) blóðæða var ekki óalgengt og í stöku tilfellum voru útfellingar í hinum eiginlega æðavegg. Cystatin C mýlildi fannst umhverfis taugar í leðurhúð í sumum tilfellum. Loks skal þess getið að stundum fundust mýlildisútfellingar umhverfis hárréttivöðva (mm arrectores pilomm) og umhverfis fitufrumur. Sýnistaka úr húð er fijótvirk greiningaraðferð á þessum sjúkdómi. Hún er jafnframt eina auðvelda greiningaraðferðin sem sýnir mýlildisútfellingu í vefi lifandi sjúklings á beina hátt. ARFGENG HEILABLÆÐING - RANNSÓKN Á EINKENNALAUSUM EINSTAKLINGI Höfundar: G. Guðmundsson, G. Valdemar, M. Heming, E. Benedikz, H. Blöndal. Taugalækningadeild Landspítalans, taugalækningadeild Rigshospitalet, Kaupmannahöfn, Danmörk, Department of Magnetisk Resonans, Hvidovre Hospital, Hvidovre, Danmörk, rannsóknastofa í h'ffærafræði, rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg Arfgeng heilablæðing er ríkjandi sjúkdómur sem fyrst var getið árið 1935 (Ámason, 1935). Orsök heilablæðinganna hefur verið lýst sem mýlildisútfellingum í heilaæðum (Guðmundsson et al. Brain 1972; 95:387-404). Lengst af hafa mýlildisútfellingar í þessum sjúklingum verið taldar takmarkaðar við heilaæðar eingöngu. Það er nú orðið ljóst að svo er ekki því þær má finna, þó í minni mæli sé, í ýmsum öðrum líffærum. þar á meðal í húð (Benedikz et al. Virchows Archiv A. I prentun). Hér em kynntar niðurstöður rannsókna á ungum einkennalausum arfbera af þekktri heilablæðingarætt. Hann var greindur með húðsýnitöku er sýndi cystatin C mýlildisútfellingar og síðar með erfðarannsókn er sýndi að einstaklingurinn er arfberi sjúkdómsins. Heilalínurit og sneiðmyndataka af höfði sýndu ekkert markvert. Segulsneiðmynd (Magnetic resonance (MR) sýndi skemmdir í hvítu heilans, sem bentu til svæðisbundinnar blóðþurrðar. Single photon emission computer tomography (SPECT) rannsókn sýndi minnkað blóðflæði í vinstra gagnaugablaði og ennisblaði heilans. Þar sem ekki er ástæða til að ætla annað, teljum við að mýlildisútfellingar í heilaæðum þessa einstaklings hafi valdið þeim breytingum sem fram komu í MR og SPECT rannsóknunum. CYSTATIN C í HEILAÆÐUM SJÚKLINGA MEÐ BETA-MÝLILDISSJÚKDÓMA Höfundar: E. Benedikz, H. Blöndal, G. Guðmundsson. Rannsóknastofa í líffærafræði og rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg, taugalækningadeild Landspítalans Nýlega lýstu tveir óháðir rannsóknarhópar (Benedikz et al. Alzheimer’s disease and related disorders. New York: Alan R. Liss, 1989: 517-22. Fujihara et al. Alzheimer’s disease and related disorders. New York: Alan R. Liss, 1989: 939-44) því að ónæmislitun fyrir proteasahindranum cystatin C og beta-prótein fyndist í mýlildisútfellingum í heilaæðum nokkurra eldri einstaklinga með heilaæðamýlildissjúkdóm. I báðum rannsóknunum kom fram fylgni milli heilabæðinga og tilvistar cystatin C í mýlildisútfellingum. Afbrigði af cystatin C er uppistaða í mýlildisútfellingum. sem finnast aðallega í heilaæðum fólks með arfgenga heilablæðingu. Þessir sjúklingar fá heilablæðingar, oftast margar, á unga aldri. Beta-prótein, sem er brot af stærra próteini, fellur út í heilavef og veggi heilaæða fólks með Alzheimer sjúkdóm, Down’s syndrome og hjá sumum eldri einstaklingum sem eru andlega heilbrigðir. I þessari rannsókn voru skoðuð tilfelli sem sýndu ónæmislitun fyrir báðum þessum efnum með litun fyrir ljóssmásjá og rafeindasmásjá. Niðurstöður sýna að cystatin C finnst í mýlildisútfellingum sumra aldraðra einstaklinga annað hvort bundið í mýlildisútfellingunum eða sem mýlildisþræðir. Ónæmislitun fyrir rafeindasmásjá sýnir að cystatin C mótefnin bindast sérhaft æðum með mýlildisþráðum, en í minna magni en sést með ónæmislitun með beta-prótein mótefnum. I heilasýnum höfum við séð ónæmislitun fyrir cystatin C í stjamfrumum (astrocytum). Vitað er að taugafrumur og örtróð (microglia) framleiða cystatin C. Hugsanlegt er að cystatin C framleitt af þessum frumum sé bundið mýlildi sem þegar er til staðar í heilaæðum en sé ekki í þráðaformi. Þó hefur verið sýnt fram á að cystatin C er enn til staðar í grófhreinsuðum mýlildisþráðum einangruðum úr heilaæðum einstaklingsins sem litast með cystatin C og beta-prótein mótefnum. BETA-MÝLILDIS PRÓTEIN í HÚÐ SJÚKLINGA MEÐ ALZHEIMER SJÚKDÓM OG DOWN’S SYNDROME Höfundar: H. Blöndal, E. Benedikz, G.Y. Wen, H.M. Wisniewski, K.S. Kim, G. Guðmundsson, P. Mehta. Rannsóknastofa í líffærafræði, rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg, NYS Institute for Basic Research, Staten Island, New York, USA, taugalækningadeild Landspítalans Nýlega var því lýst að beta-mýlildisprótein hefði fundist í húð, þörmum og ristli fólks með Alzheimer sjúkdóm (AS) (Joachim et al. Nature 1989; 341: 226-30,). Skoðuð voru húðsýni frá níu sjúklingum á aldrinum 63-77 ára með klínísku sjúkdómsgreininguna AS, 11 einstaklingum með Down’s syndrome (DS) á aldrinum 50-77 ára og húðsýni frá 13 einstaklingum á aldrinum 8-65 ára sem notuð voru til samanburðar (SE). Beitt var ónæmislitun með 4G8 mótefni sem er einstofna mótefni gegn þeim hluta beta-próteins, sem gerður er af amínósýrum 17-24. Litun með 4G8 sást á

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.