Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1991, Side 16

Læknablaðið - 15.08.1991, Side 16
222 LÆKNABLAÐIÐ upp í 92 ára, lægri en meðalaldur kvenna, sem var 56.1 ár, frá níu ára og upp í 90 ára (mynd 1). A mynd 2 koma fram helstu orsakir brisbólgunnar. Bólga tengd gallsteinum er algengust, eða í 35% tilfella, 30% karla en 49% kvenna. Bólga tengd áfengi fannst hjá 26%, 34% karla en aðeins 10% kvenna. Hjá um 30% beggja kynja var bólgan óskýrð (idiopatisk). I töflu I koma fram ýmsar aðrar orsakir fyrir brisbólgunni hjá 13 sjúklingum. I 43 endurteknum innlögnum er bólga tengd áfengi algengust eða hjá 53%, en bólga tengd galli hjá aðeins 26%. Mynd 3 sýnir aldursdreifingu hjá sjúklingum með áfengis- og galltengdar orsakir. Galltengd bólga finnst einkum hjá eldri einstaklingum og er algengasta orsökin á meðal eldri kvenna. Afengistengd bólga er algengust hjá yngri einstaklingum, einkum í 30-40 ára hópnum og mestur hluti karla yngri en 60 ára er í þeim hópi. Á mynd 4 sést að 117 eða 62% allra útskrifast innan tveggja vikna en 21 eða 11% liggja lengur en fjórar vikur. í endurteknum innlögnum útskrifast sjúklingar fyrr eða 81% innan tveggja vikna. Einnig liggja sjúklingar með galltengda og óskýrða bólgu lengur en þeir sem hafa áfengistengda bólgu. Sjö sjúklingar af 150 dóu, tvær konur og fimm karlar. Meðalaldur þeirra var 69.1 ár, dánartíðni 4.7%. Allir sjúklingamir dóu í fyrsta bólgukasti. Sex höfðu galltengda bólgu en einn hafði skömmu áður gengist undir skurðaðgerð. Þrír dóu fljótlega eftir innlögn eða innan viku vegna losts, hinir síðar vegna síðtilkominnar sýkingar í kviðarholi og/eða fjöllíffærabilunar. Sex sjúklingar fengu sýndarblöðru (pseudocystu) og dó einn þeirra vegna sýkingar. Einn sjúklingur hafði brisígerð og dó. Af sex sjúklingum með nýmabilun dóu fimm. Fylgikvillar í lungum, samfall, lungnabólga og brjósthimnuvökvi vom skráð hjá 24 sjúklingum, 12.7%. Þrír þeirra sem dóu fengu svæsna öndunarbilun. DIC kom fyrir hjá einum, sem jafnframt hafði fengið kransæðastíflu og mikið lifrardrep áður en hann dó. Hjá 7.1% var marktæk kalsíumlækkun til staðar. Tveir þeirra sem dóu vom í þessum síðastnefnda hópi. Hjá 123 (65%), 74 körlum og 49 konum, mældist amýlasi hærri en 1000 í legunni. Hærri amýlasar vom oftar til staðar í ■ Males BFemales Fig. 1. Age and sex distribution in 189 admissions. Years | Alcohol 49(26%) E Biliary 67(35%) E3 Idiopathic 59(32%) E Other 13(7%) Fig. 2. Etiological factors. 20 18 " 16 - 14 - 12 - 10 8 H 6 4 - 2 - 0 H 10-20 20-30 30-40 40-5050-60 60-70 70-8080-90 >90 _ Years ■ Biliary 0 Alcohol Fig. 3. Biliary and alcoholic etiology. Age distribution.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.