Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1991, Side 22

Læknablaðið - 15.08.1991, Side 22
228 LÆKNABLAÐIÐ krímfíklaæxli (pheochromocytoma) hins vegar (4). Ástæður fyrir ættarskimun eru ýmsar. í fyrsta lagi erfist heilkennið ókynbundið ríkjandi með hárri sýnd eins og áður segir. I öðru lagi finnst virk meðferð við flestum birtingarmyndum MEN-I gensins, sem dregið getur úr sjúkrahlutfalli (morbidity) með snemmkominni greiningu. í þriðja lagi hefur snemmkomin og rétt greining mikilvæg áhrif á frekari meðferð og þá ekki síst með því að koma í veg fyrir róttæka aðgerð t.d. aðgerð á kalkkirtli við kalkkirtlaóhófi, þar sem í þessu heilkenni er verulega aukin tíðni á endurkomu sjúkdómsins, kalkvakaskorti og áframhaldandi kalkvakaóhófi og á það sama við aðgerð á brisi (3). Erfðafræðileg ráðgjöf í þessu heilkenni er þó sennilega mjög sjaldan nauðsynleg. Þar sem birtingarmyndir heilkennisins eru mismunandi frá einni ætt til annarrar getur vafist fyrir að ákvarða hagkvæmustu og kostnaðarminnstu skimunarprófin. Virðist þá eðlilegast að haga þeim í samræmi við birtingarmyndir þeirra einstaklinga sem ættarrannsóknin gengur út frá. Hér á eftir verður lýst niðurstöðum af leit að heilkenninu hjá nánustu ættingjum ofangreinds sjúklings. AÐFERÐ OG EFNIVIÐUR Einstaklingar 20 ára og eldri voru kannaðir í þremur ættliðum. I fyrsta ættlið voru átta einstaklingar, alsystkini, sex karlar og tvær konur. í öðrum ættlið voru 20 einstaklingar, 12 karlar og átta konur, og í þriðja ættlið 36 einstaklingar, 20 karlar og 16 konur, alls 64 einstaklingar, 38 karlar og 26 konur. Til viðbótar voru sjö einstaklingar yngri en 20 ára í þriðja ættlið sem voru ekki kannaðir. Vísitilvik (propositus) tilheyrði öðrum ættlið. Greining sjúklings byggðist á þrálátum magasárseinkennum, háum magasýrum, hækkun á gastríni, kalsíum og kalkvaka í sermi. Vefjasýni úr brisi sýndi fjölmörg smáæxli og stækkun og fjölgun á eyjafrumum Langerhans og vefjasýni úr kalkkirtli sýndi kirtilæxli (1). Faðir vísitilviks og tveir föðurbræður reyndust hafa sama sjúkdóm og létust allir beint eða óbeint af völdum magasárssjúkdómsins. Við leit að þessu heilkenni hjá ættingjum voru einkenni þessara sjúklinga höfð að leiðarljósi. Skimað var á eftirfarandi hátt: Hjá dánum voru sjúkraskrár, dánarvottorð og krufningarskýrslur kannaðar og vefjasýni endurrannsökuð í grunsamlegum tilfellum. Meðal lifandi ættingja var gerð klínísk athugun og þar lögð áhersla á einkenni frá meltingarfærum og vakakirtlum. Eftirfarandi blóðrannsóknir voru og gerðar eftir 12 klukkustunda föstu: Blóðsykur, kreatínín, kalsíum (viðmiðunargildi 2.20-2.55 mmól/1), fosfat, kalkkirtlavaki (viðmiðunargildi 0.5- 1.5 mikróg/1), gastrín (viðmiðunargildi 0-80 pg/ml), prólaktín (viðmiðunargildi: karlar <615 pmól/1, konur <834 pmól/1), kortisól (viðmiðunargildi 198-711 nmól/1), T-4, T- 3, auk vaxtarvaka hjá hluta hópsins. Þeim sem höfðu hækkuð eða afbrigðileg gildi var fylgt eftir með endurteknum eða viðbótar rannsóknum svo sem dexametasónbæliprófi eða sekretínprófi. Mótsermi það sem notað var við mælingar á gastríni hefur svipað næmi fyrir litlu gastríni G-17 og stóru gastríni G- 34 með lágri krossvirkni gagnvart öðrum peptíðum. Þetta er mikilvægt þar sem sum gastrínóm framleiða eingöngu G-17 en önnur G-34. Allar blóðrannsóknir voru gerðar á rannsóknadeild Borgarspítalans nema vaxtarvaki (Med. Lab. í Danmörku). Vakamælingar voru framkvæmdar með RIA-aðferðum og rannsóknaefni fengin frá Diagnostic Products Corporation USA, nema kalkkirtlavaki frá Cambridge Medical Technology Corporation, USA. (5-7). Sekretín var fengið frá Ferring, Svíþjóð. Jákvætt sekretínpróf mótsagnakennd (paradoxical) hækkun á gastríni um 200 pg/ml eftir örvun. NIÐURSTÖÐUR Forfaðir, fæddur 1866, dáinn 1915 lést 49 ára úr lungnabólgu, eftir því sem næst verður komist. Formóðir, fædd 1874, dáin 1931, lést 57 ára af óþekktum orsökum. Ekki er vitað til að þau hafi haft einkenni frá meltingarfærum eða vakakirtlum. I fyrsta ættlið, þ.e. föður vísitilviks og föðursystkinum, voru sex karlar og tvær konur, öll látin. Af þeim höfðu faðir hans, 1-6 og tveir föðurbræður, 1-2 og 1-8, sennilega allir sjúkdóminn og hefur sjúkrasögum þeirra áður verið lýst í Læknablaðinu (1), ( sjá ættartré, mynd I). Þeir fengu allir svæsin magasárseinkenni á fertugsaldri og fóru allir í endurteknar magaaðgerðir vegna fylgikvilla

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.