Læknablaðið - 15.08.1991, Side 32
238
LÆKNABLAÐIÐ
Höfuðverkur var frumeinkenni í tvígang og
leiddi til greiningar mjólkurhormónæxla,
en aðeins annað þessara skar sig þó úr um
stærðarauka umfram hin, sem greind voru.
Höfuðverkur og þyngsli yfir höfði er þess utan
tíður fylgifiskur ofgnóttar mjólkurhormóns
(17). Oljósari vanlíðan af ýmsu tagi var og
tíð, stundum tengd hýpóestrógenemíunni, sem
alltaf fylgir, en einnig af taugafræðilegum
eða geðrænum uppruna. Sjónsviðsskerðing
kom tvisvar fyrir. I annað skiptið í sambandi
við uppvöxt æxlisins úr tyrkjasöðli, í hinu
tilvikinu var æxlið innan dingulsins, en
því hefur verið veitt athygli, að uppvöxtur
æxlis úr söðli ræður ekki öllu um, hvort
sjónsviðstruflun verður eða ekki (18). í bæði
skiptin lagaðist sjóntruflunin á undraskömmum
tíma við meðferð, annarsvegar með thýroxíni
hinsvegar með brómergókriptíni.
Atta konur falla ekki undir neina skráða
orsök (tafla II) aðra en töku estrógena í
einhverju formi. Þessar konur voru taldar hafa
ofgnótt mjókurhormóns af völdum annarra
hormóna og/eða getnaðarvamalyfja með áhrif
á kynkirtla eða stýrihormón þeirra. Þáttur
estrógena í tilurð ofgnóttar mjólkurhormóns
er engan veginn ljós. Athuganir Hull o.fl.
(19) sýndu fram á, að einungis í einu tilviki
af 1000 megi ætla, að ofgnótt mjókurhormóns
stafi af notkun getnaðarvamalyfja, og sama
gildir um áhrif getnaðarvamalyfja á myndun
mjókurhormónæxlis svo sem Coulam o.fl.
lýstu (20).
Greining æxla í heiladingli með
tölvusneiðmyndatækni hófst um miðjan
áttunda áratuginn. Þróun þessarar tækni
var hröð. Með styttri myndgerðartíma,
betri upplausn í myndum og möguleika á
þynnri sneiðum, má sneiða heiladingulinn
og umhverfi hans í kransskurði og greina
þannig smæstu heiladingulsæxli og
minnsta rof í veggi söðulsins. Segulskoðun
(magnetic resonance imaging) hefur
alla burði til að víkja TS-tækninni frá.
Með henni má skoða heiladingulinn og
umhverfi hans í öllum plönum. Notkun
»paramagnetískra« skuggaefna hefur einnig
aukið greiningaröryggi á smáæxlum og
innvexti í groppustokk (sinus cavemosus).
Hérlendis komu EMl 5005
tölvusneiðmyndatæki á röntgendeild
Borgarspítalans 1981, GE 8800 tæki á
Landspítalann 1982 og síðast Toshiba 600S
tæki á Borgarspítalann 1988. Þrátt fyrir
tilkomu þessa tækjabúnaðar voru aðeins
fimm af sjúklingunum 20 skoðaðir neð TS-
tækni fyrir 1984 og aðeins einn greindur með
æxli. Við endurskoðun var æxli þó staðfest
þrisvar. Notkun TS-rannsókna á heiladingli
varð hvorki almenn né markviss hérlendis
fyrr en eftir 1984-85. Þess utan gætti nokkurs
ósamræmis í útfærslu og túlkun TS-skoðana
heiladinguls í upphafi notkunarskeiðs þeirra.
Ellefu kvennana höfðu greinilegt æxli
samkvæmt endurmetnum TS-skoðunum (tafla
VII), en þau vom talin 12 í upprunalegri
skýrslu (13). Fjögur æxlanna voru >10 mm
í þvermál (macroadenoma), hin sjö voru <10
mm í þvermál (microadenoma). Sjúklingur,
sem hafði ofgnótt mjókurhormóns vegna
truflaðs sambands heilastúku og -dinguls
í kjölfar brottnáms heilabastsæxlis ofan
tyrkjasöðuls, þ.e. vegna brottfalls hömluþáttar
mjólkurhormóframleiðslu (PIF), reyndist hafa
stóræxli við TS-skoðun 15 og 19 árum eftir
aðgerðina. Þannig eru 50-55% kvennanna
liklega með ofgnótt mjólkurhormóns vegna
mjólkurhormónæxlis.
TS-skoðanir vom aðeins fimm sinnum
gerðar fyrir upphaf meðferðar. Einn þessara
sjúklinga var innlagður í skyndi vegna
svæsins höfuðverkjar og reyndist hafa
sjónsviðsskerðingu (samkvæmt Goldmann
sjónsviðsmælingu) og TS-skoðun leiddi í ljós
stóræxli. Brómergókriptín-meðferð upprætti
höfuðverk og sjónsviðsskerðingu innan
tveggja vikna, og tveimur mánuðum síðar
var staðfest að æxlið var orðið að smáæxli.
Almennt er talið, að tvö af hverjum þremur
stóræxlum rými við meðferð með dópamin-
agónistum, og jafnvel betur, eða 10 af 12
eins og J. Halse et al lýstu (21). Varðandi
örlög smáæxla á brómergókriptín-meðferð er
lítið birt. Tölvuleit meðal útgefinna heimilda
getur aðeins einnar frá 1982 (22), þar sem TS-
athugun fyrir og eftir upphaf meðferðar leiddi
í ljós hvarf eða minnkun 11 æxla af 15. Hér
varð reynslan öll önnur. Aðeins eitt æxli hefur
minnkað.
Algengi mjólkurhormónæxla er ekki vitað, en
kmfningsrannsóknir hafa leitt í ljós 23-27%
algengi kirtilæxla af stærðargráðu <2-6 mm.
Mikill meirihluti þeirra var <2 mm, eða 36 af
43 æxlum í 120 kmfðum (23).