Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 349-55 349 Sigurður Blöndal, Gunnar Gunnlaugsson, Jónas Magnússon LOKAÐIR MILTISÁVERKAR Á BORGARSPÍTALANUM 1979 - 1989 ÁGRIP Meðferð miltisáverka hefur smám saman verið að breytast í þá átt að nú er lögð aukin áhersla á að varðveita miltað í stað þess að taka það. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvemig meðferð á lokuðum miltisáverka var háttað á Borgarspítalanum 1979-1989, athuga árangur og fylgikvilla og kanna hvort meðferðin hafi verið í takt við tímann. Fjörutíu og fjórir lokaðir miltisáverkar greindust á umræddu tímabili. Karlar voru 23 og konur 21. Flestir sjúklinganna voru ungt fólk og í tveimur af hverjum þremur tilvikum var um bílslys að ræða. Viðbótaráverkar voru fyrir hendi í 66% tilfella og var heildaráverkastig (ISS) reiknað út fyrir hvern sjúkling. Blóðgjafarþörf og legutími jukust í beinu hlutfalli við heildaráverkastig. Sjúklingamir skiptust í tvo hópa. í öðrum hópnum voru 30 sjúklingar sem skornir voru upp innan sex stunda frá slysinu. Gert var við miltað í tveimur en 28 misstu miltað. í hinum hópnum voru 14 sjúklingar sem ákveðið var að meðhöndla án uppskurðar, ef kostur væri. Þeir voru yngri og minna slasaðir en sjúklingamir í fyrri hópnum. Af þessum 14 þurftu þó fimm að fara í uppskurð áður en lauk og þar af misstu fjórir miltað. Af 44 sjúklingum misstu því 32 miltað (72,7%) en hjá 12 tókst að varðveita það (26,3%). Tveir sjúklingar dóu (4,6%), annar úr blóðmissi vegna miltisáverkans en hinn úr heilaáverka. Allir sjúklingar sem misstu miltað voru bólusettir (pneumovax). Enginn þeirra fékk yfirþyrmandi blóðeitrun (OPSI) í legunni en í þessari rannsókn var engin tilraun gerð til að meta tíðni blóðeitrunar hjá miltislausum eða áhrif bólusetningar. Samanburður við aðra bendir til að gera ætti við fleiri miltu. Frá skurölækningadeild Borgarspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Gunnar Gunnlaugsson, Borgarspítala, 108 Reykjavík. INNGANGUR Eftir að ljóst varð að miltað gegnir veigamiklu hlutverki í vamarkerfi líkamans gegn sýkingum, hafa skurðlæknar smám saman verið að breyta afstöðu sinni til miltistöku. Áður var skaddað milta nær alltaf tekið, en nú er reynt að varðveita það ef kostur er. Annað hvort er þá reynt að gera við miltað eða skilja eftir hluta þess við uppskurð ellegar að komast alfarið hjá uppskurði. Viðgerðartíðni er mjög mismunandi hjá hinum ýmsu höfundum (1). Þó að meðferð án uppskurðar hafi gefið góða raun hjá börnurn var henni almennt ekki beitt að ráði hjá fullorðnum fyrr en eftir 1980 (2). Bættar greiningaraðferðir eins og ómskoðun og sneiðmyndataka auðvelda meðferð án uppskurðar en aðferðin telst þó enn tvíeggjuð (controversial) í fullorðnum (3,4). Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvemig meðferð á lokuðum miltisáverka var háttað á Borgarspítalanum 1979-1989, athuga árangur og fylgikvilla og kanna með samanburði við tímaritsgreinar hvort meðferðin hafi verið í takt við tímann og hvort úrbóta sé þörf. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturvirk og náði yfir árin 1979-1989 að báðum árum meðtöldum. Athugaðar voru sjúkraskrár allra sjúklinga sem á þessu árabili fengu greininguna miltisrof. Einungis þeir sjúklingar sem orðið höfðu fyrir lokuðum áverka voru taldir með (blunt splenic trauma). Skráð var orsök slyss, ástand kviðar við komu, blóðþrýstingur og púls og meðferð sjúklings. Einnig voru skráðir tengdir áverkar, blóðgjafir, fylgikvillar, dánartíðni og legudagafjöldi. Eins og fram kemur af töflu I. var ómskoðun aðalgreiningaraðferðin. Eftir að ómskoðunartæki kom á Borgarspítalann 1984 fóru allir sjúklingar, sem grunaðir voru um

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.