Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1992, Page 27

Læknablaðið - 15.11.1992, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 371 þennan möguleika ofarlega í huga (42) og vera vel minnug þess að börn hafa minna blóðmagn en fullorðnir. Ýmislegt hefur breyst á seinni árum og sú afstaða til dæmis að varðveita sködduð miltu kallar á lengri og betri vöktun. Börn geta þolað blæðingu í nokkum tíma en lostið reynist þeim mun alvarlegra þegar það kemur (43,44). Sérhæfing sjúkrahúsa í móttöku slasaðra er ekki aðeins talin nauðsynleg heldur eru gæði þjónustunnar einnig bundin fjölda sjúklinga sem leita þangað, og kannanir hafa sýnt að dánartíðnin vex eftir því sem hver spítali fær færri alvarlega slasaða til meðferðar (45). Sameina ber sjúkrahús á Reykjavíkursvæðinu og bæta slysaþjónustuna með því að færa sérhæfðar deildir nær hvor annarri, það er undir sama þak. Kennsluna mætti bæta með því að koma á námskeiðum í sérhæfðri endurlífgun slasaðra (ATLS-advanced trauma life support) eins og tíðkast bæði vestan hafs og austan (46,47). Sennilega mætti afstýra einhverjum dauðsföllum eftir að á spítala er komið ef vöktun væri betri og markvissari. Ýmsar gerðir innvortis blæðinga geta leynt á sér og illviðráðanleg öndunarbilun fylgt í kjölfar mikilla áverka. Sérhæft starfsfólk ætti því alltaf að vera til taks á spítölunum og skurðstofa ætíð tiltæk (46) með fullkomnum tækjabúnaði. Kostnaður við góða þjónustu af slíku tagi er mikill, en mun ávallt borga sig þegar heilsa og mannslíf eru í húfi. Við að meta hinn slasaða á kerfisbundinn hátt fæst betri heildarmynd, síður er hætta á vangreiningu og aðhald skapast. Forgangsröðun um vöktun á sérhæfðum deildum verður auðveldari og vísbending fæst um horfur og afdrif sjúklinganna. Helst ætti að nota þau kerfi sem á hverjum tíma þykja best og mestrar viðurkenningar njóta. Virðist nú óhætt að mæla með TRISS (revised trauina score-ISS) (24,25,48). Deyi sjúklingur í okkar umsjá þrátt fyrir góðar matstölur, ber að leita orsakanna og ráða bót á því sem aflaga fór. SUMMARY The records of 458 trauma patients admitted to the Intensive Care Unit at the City Hospital, Reykjavík, Iceland, during the years 1975-79 were examined retrospectively. The main aim of the study was to evaluate and group the injuries according to AIS-ISS scoring system and from mortality judge whether patients had received satisfactory treatment. There were 339 male and 119 female patients (3:1). The patients’ age ranged from 7 months to 86 years. Mean age was 30.2 years and 279 patients (60.9 %) were less than thirty years of age. Ninetyfive percent of patients were victims of blunt trauma. Motor vehicle accident was the most common cause of injury (249/458 or 54.4%) with fall coming second (120/458 or 26.2%). Major trauma patients (ISS >16) were 263 (57.4%). Injured in more than one body region were 247 patients (54%). Head injury was the most common regional injury (68.1 %) and 80% of those who died had head injury as the main injury as judged from the highest AIS. Mortality was 10.5% in the ICU (48/458) but overall hospital mortality was 12.0% (55/458). Mortality increased steadily by age and reached 64.7% at age 75 and was highest for patients with isolated head injuries (22.9%), lowest for those injured in one region other than head (5.6%). Eight patients (14.5%) died from complications. No patient died in the ICU with ISS less than 25 but mortality for patients with ISS >25 was 35.9 %. According to mortality and injuries as measured retrospectively by the AIS-ISS scoring system (version 1980) and considering the high proportion of head injured it seems that treatment for this group of patients was quite satisfactory. ÞAKKIR Vísindasjóði Borgarspítalans er þakkað fyrir að styrkja þessa rannsókn, Gunnari Thors lækni fyrir aðstoð við tölvuskráningu, bókavörðum við læknisfræðibókasafn Borgarspítalans fyrir heimildaleit og Rannsóknarstofu Háskólans fyrir upplýsingar um krufningarniðurstöður. HEIMILDIR 1. Skýrsla um umferðarslys á Islandi árið 1989. Reykjavík: Umferðarráð. 2. Baker CC, Oppenheimer L, Stephens B, Lewis FR, Trunkey DD. Epidemiology of trauma deaths. Am J Surg 1980; 140: 144-50. 3. Jagger J, Dietz PE. Death and injury by firearms: Who cares?. JAMA 1986; 255: 3143-4. 4. Cesare J, Morgan AS, Felice PR, Edge V. Characteristics of blunt and personal violent injuries. J Trauma 1990; 30:176-82. 5. Jacobs LM, Sinclair A, Beiser A, D’Agostino RB. Prehospital advanced life support: Benefits in trauma. J Trauma 1984; 24: 8-13.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.