Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1992, Side 20

Læknablaðið - 15.11.1992, Side 20
364 LÆKNABLAÐIÐ slasað að líkur á lifun aukast, ef meðhöndlun fer fram á sérstakri slysamiðstöð (trauma center), eða er með ISS hærra en 15 (13). Æskilegt væri því að meta slasaða sjúklinga strax við greiningu eftir viðurkenndu matskerfi til dæmis AIS-ISS kerfi (14-16). AIS-ISS er aðallega líffærafræðilegt mat, en klínískt mat (lífeðlisfræðilegt) þarf að fylgja með. Vel þekkt og hvað mest notað við mat á sjúklingum á slysstað er svonefnt »trauma score« (17,18), þar sem ástand sjúklings er metið og sjúklingi gefin stig fyrir öndun, blóðþrýsting og meðvitund. Hið klíníska mat nýslasaðra er oft fljótt að breytast og talsverð hætta á að sjúklingar séu vanmetnir ef það er notað eitt sér (19-21). Bull reiknaði út 50% líkur á dauða (LD 50=lethal dosis hjá 50%) eftir því hve mikið sjúklingar voru slasaðir samkvæmt ISS og fann að líkumar voru háðar aldri. Banvænn áverkaskammtur hjá 50% sjúklinga á aldrinum 15-44 reyndist ISS 40, á aldrinum 45-64 ISS 29 og fyrir 65 ára og eldri ISS 20 (22). Best þykir nú að meta slasaða eftir áðumefndum tveimur kerfum (revised trauma score og ISS) og meta lífslíkur þeirra þannig (23). Þessi tvö kerfi njóta sennilega hvað mestra vinsælda víða um heim (24,25), en stöðugt er leitað að fullkomnari aðferðum við mat á slösuðum, í þeirri von að sem mest samræmi fáist milli mats og meðferðarþarfa sjúklinga. Aðaltilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvemig og hve alvarlega nýslasaðir sjúklingar voru sem lögðust inn á gjörgæsludeild Borgarspítalans á ámnum 1975-1979, með því að flokka og meta áverka þeirra eftir AIS-ISS kerfi og fá hugmynd um gæðastaðal meðferðar á þessufn sjúklingum út frá dánartíðni. Könnun svipaðs eðlis var gerð á nýslösuðum sjúklingum á gjörgæsludeild Borgarspítalans 1980-1984 (26). Þótti forvitnilegt að athuga hvort breytingu mætti greina milli þessara tveggja fimm ára tímabila. En tækjakostur deildarinnar meðal annars batnaði verulega um 1980. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Afturskyggn könnun var gerð á öllum nýslösuðum sjúklingum sem lagðir voru inn á gjörgæsludeild Borgarspítalans árin 1975- 1979. Sjúklingar með óvissari sjúkrasögu, Number —=— Female Fig. 1. Age and sex dislribution. ÍCU trauma patients 1975-1979. Table I. Time in hours from accident till arrival at Reykjavík City Hospital depending on place of accident. ICU trauma patients 1975-79. Place of accident 1 hour 2-4 hours 5-24 hours >24 hours ? hours All patients n n n n n n Reykjavík. 236 16 8 6 9 275 Other urban 5 33 17 9 4 68 Rural 9 45 34 10 1 99 On sea ... 0 3 7 2 1 13 Abroad ... 0 0 2 1 0 3 Totai 250 97 68 28 15 458 til dæmis langvinna innanbastsblæðingu (chronic subdural hemorrhage), voru ekki teknir með. Fjöldi innlagðra sjúklinga á ári hverju var frá 80-103 og tók könnunin til 458 manns alls. Karlar voru alls 339 (74%) og konur 119 (26%). Yngsti sjúklingurinn var sjö mánaða og sá elsti 86 ára. Meðalaldur var 30,2 ár. Langflest voru slysin hjá fólki innan við þrítugt, alls 279 (60,9%). Karlmenn voru hlutfallslega fleiri í öllum aldurshópum (mynd 1). Við gagnasöfnun voru sjúkrakrár Borgarspítalans notaðar svo og krufningarskýrslur þegar við átti. Skráð voru aldur, kyn, búseta, slysstaður, orsök slyss, komutími á slysadeild, tímalengd frá slysi, komutími á gjörgæsludeild, útskriftardagur af gjörgæsludeild og legudeildum. Averkar voru metnir eftir AIS-ISS kerfi frá 1980 (27). Sjúklingum voru gefin stig eftir AIS (abbreviated injury scale) áverkamati, 0-5 stig fyrir hvert áverkasvæði, hækkandi stig fyrir alvarlegri áverka. AIS-6 var gefið ef sjúklingi var ekki hugað lff, jafngildir það 75 í ISS (injury severity score).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.