Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 381 meðferð áhrifarík. Ekki verður fjallað um bráðameðferð við heilablóðföllum í þessari grein, en meðferðin er vandasöm og umdeild. Nýleg yfirlitsgrein fjallar ágætlega um þetta efni (10). Um 5% (3-9%) af sjúklingum með brátt blóðþurrðarkast fá heilablóðfall innan einnar viku og um 15% verða fyrir fleiri blóðþurrðarköstum á þessu tímabili. Fjöldi blóðþurrðarkasta á stuttu tímabili virðist auka mjög líkur á heilablóðfalli. Áhætta á heilablóðfalli í kjölfarið á blóðþurrðarkasti á slagæðarsvæði hryggbotns virðist fimmföld á við hálsslagæðarsvæði (25% á móti 5%) skömmu eftir fyrsta kastið. Langtímaáhætta á heilablóðfalli vegna blóðþurrðar eftir blóðþurrðarkast er um 5% á ári og nærri því 10% á ári í sjúklingum með fyrri sögu um heilablóðfall vegna blóðþurrðar. Sérlega er áhættan mikil ef um svæsin hálsslagæðarþrengsli er að ræða sömu megin. Áhættan er einnig mikil eftir heilavefsbólu (lacune). Fjallað hefur verið um háþrýsting og gáttaflökt, en fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi æðakölkun, sykursýki og reykingar eru mjög mikilvægar þegar til langs tíma litið er. Blóðsegahamlandi meðferð hefur þó mikilvæg viðbótaráhrif. Hugsanleg áhrif aspiríns til lækkunar áhættu á heilablóðföllum hafa verið þekkt í 40 ár, en á síðasta hluta áttunda áratugarins staðfestu rannsóknir árangurinn. Sýnt er á sannfærandi hátt að aspirín í skammtinum 300-1500 mg á dag minnkar áhættuna á síðara heilablóðfalli um 20-25% hjá sjúklingum með sögu um blóðþurrðarkast eða lítið heilablóðfall. Ekki hefur verið sýnt fram á árangur af aspirínmeðferð í kjölfarið á stóru heilablóðfalli. Enn deila menn um hver áhrifaríkasti aspinnskammturinn sé, en ólíklegt er að aspirín sé áhrifaminna í konum en körlum (10). Ticlopidine-hydróklóríð er tiltölulega nýtt efni sem hamlar segamyndun með áhrifum á blóðflögur. Tvær rannsóknir hafa sýnt fram á gagnsemi þess. í einni rannsókn voru 3069 sjúklingar með brátt blóðþurrðarkast eða lítið heilablóðfall meðhöndlaðir annað hvort með 500 mg af ticlopidini eða aspiríni á dag, og var árangurinn um það bil 15% betri af ticlopidini en aspiríni (11). I hinni rannsókninni fengu sjúklingar með nýlegt og alvarleg heilablóðfall annaðhvort ticlopidine 500 mg á dag eða lyfleysu, og leiddi ticlopidine til 30% lækkunar á áhættu á frekari heilablóðföllum, hjartadrepi eða dauða af völdum æðasjúkdóma (12). Þannig virðist ticlopidine virkt í að fyrirbyggja frekari heilablóðföll, eftir stórt heilablóðfall og nokkru áhrifaríkara en aspirín eftir lítil heilablóðföll eða blóðþurrðarköst. Sjúklingar sem virðast hafa mestan ávinning af ticlopidini eru konur, sjúklingra með einkenni frá hryggbotnskerfi, sjúklingar með blóðþurrðareinkenni á aspirín meðferð eða warfarín blóðþynningu og sjúklingar með dreifða æðakölkun fremur en staðbundin hálsslagæðaþrengsli (13). Okostir ticlopidins eru meiri kostnaður og aukaverkanir, en uggvænlegust aukaverkana er hlutleysiskymingafæð sem sést hjá um 1%. AÐGERÐ VIÐ HÁLSSLAGÆÐAÞRENGSLUM Þrjátíu til fimmtíu prósent af öllum skammvinnum blóðþurrðarköstum eða heilablóðföllum tengjast sjúkdómi í slagæðum utan höfuðkúpu. Um það bil 50% af sjúklingum með skammvinnt blóðþurrðarkast hafa hálsslagæðasjúkdóm sömu megin. Aðgerð við hálsslagæðaþrengslum var fyrst kynnt 1954. Enda þótt aðgerðimar hafi frá þeim tíma verið með algengustu æðaaðgerðum hafa ábendingar aðgerðarinnar verið umdeildar og fram til þessa hafa vandaðar samanburðarrannsóknir á gildi handlæknismeðferðar ekki verið gerðar. Einkennalaus hvinur yfir hálsæðum er algengur og heyrist hjá 5% fólks yfir fimmtugt, en oft og tíðum er um óveruleg þrengsli að ræða. Á hinn bóginn er það oft að ekki heyrist hvinur við alvarleg þrengsli eða lokun. Eins millimetra hol (75% þrengsli) veldur 90% flæðisminnkun. Svo mikil þrengsli eru óalgeng hjá einstaklingum með einkennalausan hvin, eða aðeins hjá 2-7%. Ef einstaklingar eru einkennalausir, en hafa þetta mikil þrengsli, er það talið stafa af góðu hliðarrennsli. Hvinur yfir hálsslagæðum eykur einungis líkumar á heilablóðföllum hjá karlmönnum en ekki konum. Þekking á framvindu einkennalauss hálsslagæðasjúkdóms er ófullkomin, en Evans County og Framingham rannsóknimar benda til tíðni heilablóðfalla á bilinu 1,7% til 2,3%

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.