Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 367 þeim höfðu 132 fengið áverka á tvö svæði og 115 áverka á þrjú eða fleiri svæði. Averkamat: Við mat á áverkum eftir AIS reyndust 376 sjúklingar alvarlega slasaðir, það er með AIS 3, 4 eða 5, en 65 sjúklingar með minni áverka (AIS 1 og/eða 2). Sautján sjúklingar voru dæmdir án lífsvonar við komu, fengu AIS 6 eða ISS 75. Allt voru það sjúklingar með höfuðáverka. Af 312 sjúklingum með höfuðáverka voru 148 (47,4%) með AIS 4, 5 eða 6 (tafla V). Alvarlega slasaðir, það er með ISS >16, voru 263 sjúklingar eða 57,4%. Áverkastig (ISS) 20 eða hærra hlutu 39% sjúklinga (178/458). Meðal-ISS allra innlagðra á gjörgæsludeild var 19,7. Mynd 7 sýnir fjölda sjúklinga í ISS hópum og þremur aldurshópum. Afdrif: Samtals dóu á spítalanum 55 af þeim 458 sjúklingum, sem lagst höfðu inn á gjörgæsludeildina vegna áverka úr slysum eða 40 karlar og 15 konur (tafla VI). Á gjörgæsludeild dóu 48 en sjö á legudeild. Af þessum 48 sjúklingum höfðu níu látist innan þriggja klukkustunda frá komu á spítalann og 22 innan sólarhrings og alls 37 innan viku. Mynd 8 sýnir í tölum og prósentum hve snemnta sjúklingar dóu með tilliti til alvarleika áverkanna eftir ISS mati. Ekki er greinanleg fylgni með alvöruþunga slyss mældum í ISS og tímalengd frá komu á spítalann til dauða. Dánartíðni kvenna vegna umferðarslysa var 14,5% (11 af 76) en karla 8,1% (14 af 173). Number □ Age 60-86 0 Age 30-59 ■ Age 0-29 Fig. 7. Number of patienls in 6 ISS and 3 age groups. ICU trauma patients 1975-1979. <3 hours 4-24 hours 2-7 days Later pts=patients 0/° deaths Fig. 8. Non-survivers. Deaths in % in ICU according to timefrom arrival at liospital in different ISS groups. ICU trauma patients 1975-1979. Dánartíðni varinna vegfarenda var 6,4% en óvarinna 12,9%. Mynd 9 sýnir dánartíðni þessara hópa eftir aldri. 1 aldurshópnum 0- 14 ára dóu sjö, allt óvarðir vegfarendur. Þrettán karlar létust eftir fall og þrjár konur. Dánartíðni karla vegna fallslysa var 15% (13 af 87) og kvenna 9,1% (þrjár af 33). Af 14 körlum með áverka eftir tilraun til sjálfsvígs Table VI. Fatal accidents. Cause of injury correlated with age and sex. ICU trauma patients 1975-79. Cause of accident Male Age Road Accidental n years traffic Fall Suicide Compression Violence Sport shooting Unknown 3 0-14 3 0 0 0 0 0 0 0 16 15-44 3 4 4 2 1 1 1 0 9 45-64 3 4 2 0 0 0 0 0 12 >65 5 5 0 1 0 0 0 1 40 4cfi4 14 13 6 3 1 1 1 1 Cause of accident Female Age _______________________________________________________________________________________________ n years Ftoad traffic Falt Violence 4 0-14 4 0 0 3 15-44 2 0 1 5 45-64 3 2 0 3 >65............ 2 1 0 15 6-70 11 3 1

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.