Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78; 363-72 363 Bergþóra Ragnarsdóttir, Þorbjörg Magnúsdóttir, Bjarni Torfason MAT OG FLOKKUN ÁVERKA OG AFDRIF SLASAÐRA 1975-1979 Á GJÖRGÆSLUDEILD BORGARSPÍTALANS ÁGRIP Gerð var afturskyggn könnun á nýslösuðum sjúklingum sem vistaðir voru á gjörgæsludeild Borgarspítalans 1975-1979. Áverkar hinna slösuðu voru flokkaðir og metnir eftir AIS- ISS kerfi 1980 (revision). Um var að ræða 458 sjúklinga í kynjahlutföllunum þrír karlar á móti einni konu. Meðalaldur var 30,2 ár. Innan við þrítugt voru 279 manns eða 60,9%. Sljóa (blunt) áverka hlutu 95% sjúklinganna, en 5% urðu fyrir áverkum af völdum eggjáma eða byssukúlna (penetrating). Rúmur helmingur sjúklinganna hafði lent í utnferðarslysum, en fallslys voru næst algengust. Svæðaflokkun leiddi í ljós að 68,1% höfðu hlotið höfuð- og/eða hálsáverka. Rúmlega helmingur sjúklinga hafði fjölsvæðaáverka. Dauðvona við komu, með ISS 75, voru 17 sjúklingar. Með ISS >20 voru 178 sjúklingar (39%) og 145 (31,7%) með ISS >25. Alvarlega slasaðir eða með ISS >16 voru 263 sjúklingar (57,4%). Meðal-ISS allra innlagðra var 19,7. Alls létust 55, 15 konur og 40 karlar, af þeim dóu 48 á gjörgæslu, en sjö sjúklingar eftir útskrift á legudeild. Af þeim sem létust höfðu 45,8% látist innan 24 stunda. Heildardánartíðni þeirra sem rannsóknin náði til var 12,0%, en á gjörgæsludeild 10,5%. Hjá þeim sem létust var meðaltal ISS 43,3. Enginn sjúklingur dó á gjörgæslu með ISS minna en 25 og dánartíðni sjúklinga með ISS >25 var 35,9%. Dánartíðni fór hækkandi með hækkandi aldri og var 64,7% hjá þeim sem voru >75 ára. Hæst var dánartíðnin hjá sjúklingum með hreina höfuð- eða hálsáverka, 22,9%, en höfuð- eða hálsáverki Frá svæfinga- og gjörgæsludeild Borgarspítalans. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Bergþóra Ragnarsdóttir, svæfinga- og gjörgæsludeild Borgarspitalans, 108 Reykjavík. var aðaláverki hjá 80% þeirra sem létust. Fylgikvillar áttu verulegan þátt í dauða 14,5% sjúklinganna. Þessar niðurstöður benda til að meðferð sú sem sjúklingarnir hlutu á gjörgæsludeild Borgarspítalans hafi verið vel viðunandi, miðað við dánartíðni og áverka mælda í ISS og tillit tekið til þess hve stór hluti sjúklinganna var með höfuðáverka. INNGANGUR Slys hér á íslandi sem víðast hvar annars staðar eru alvarlegt og dýrt heilbrigðisvandamál og dauðsföll af þeirra völdum algeng. Umferðarslys valda flestum dauðaslysum og urðu til dæmis banaslys í umferðinni árið 1989 tuttugu og átta (1). Frekar lítið er hér enn um áverka af völdum eggjáma og byssukúlna, ef miða má við erlendar athuganir (2-4). Þrátt fyrir fræðslu á ýmsum sviðum og bættan öryggisbúnað til sjós og lands fer slysum ekki fækkandi. Slysavarnir (forvamir) þarf að efla, ef takast á að hefta landlægan slysafaraldur. Framfarir á sviði sjúkraflutninga hafa orðið miklar hin síðustu ár. Sérhæfð meðferð hefst fyrr og afleiðing slyss kann þar með að mildast og dauðaslysum að fækka (5,6). Tilkoma gjörgæsludeilda hefur aukið batahorfur slasaðra sem annarra mikið veikra sjúklinga (7,8). Með stöðugt fullkomnari gjörgæslutækjum ásamt hæfara og sérhæfðara starfsfólki með hverju ári sem líður ætti að nást betri árangur, þó hann verði ekki endilega mældur með fækkun dauðsfalla frá einu ári til annars (9-12). Á gjörgæsludeild Borgarspítalans leggjast inn árlega 80-100 manns sem orðið hafa fyrir slysum, misjafnlega alvarlegum. En alvarlega eða mikið slasaður sjúklingur (major trauma victim) hefur verið skilgreindur þannig: Fómarlamb slyss, sem er það mikið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.