Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 16
360 LÆKNABLAÐIÐ mismunandi eftir því hvort bakteríur ræktast úr vökvanum eða ekki. Einnig skiptir sýrustig vökvans miklu máli (13-15). Nokkrir þeirra sjö sjúklinga sem ekki var gerð ástunga hjá í þessum hópi höfðu það lítinn vökva í fleiðruholi að erfitt hefði verið að ná honum með hefðbundinni ástungu. Omstýrð ástunga getur hjálpað í slíkum tilfellum (16,17). Ekki er ástæða til að gera ástungu ef vökvinn er lítill (minni en 1 cm að dýpt á hliðarlegumynd), ef sjúklingi batnar vel og ef röntgenmynd af lungum sýnir batnandi ástand (13,14). Þriðja algengasta orsökin var eftir skurðaðgerð sem í öllum tilvikum var á kviðarholi. Allir þessir sjúklingar höfðu að auki samfall á neðri hluta lungna. Enginn þeirra hafði eiginleg einkenni frá vökvanum svo sem mæði, brjóstverk eða hósta. Allir höfðu þeir hita eftir skurðaðgerð og var röntgenmynd af lungum tekin vegna þessa. Þessi vökvi hvarf á stuttum tíma og ekki var gerð ástunga nema í einu tilviki. Rétt er að hafa samfall á hluta lungna og fleiðruholsvökva í huga við uppvinnslu sjúklinga með hita eftir skurðaðgerð á kviðarholi. Rannsóknir hafa sýnt að allt að 50-70% sjúklinga sem gangast undir aðgerð á kviðarholi safna á sig vökva í fleiðruhol, en hann er langoftast einkennalaus og hverfur fljótt án sérstakrar meðferðar (18- 20). Orsök vökvans fannst í yfir 80% tilfella og er það svipað hlutfall og hjá öðrum höfundum (4-8). Þess ber að geta að í sumum þeim rannsóknum eru fáir sjúklingar með hjartabilun en hins vegar rúmlega þriðjungur okkar sjúklinga. Ef þeim er sleppt verður greiningarhlutfall hjá okkur um 74% sem er sambærilegt við erlendar rannsóknir. Af þeim 16 sem orsök var óþekkt hjá létust þrír í legunni og kom orsök ekki fram hjá þeim. Af þeim 13 sem útskrifuðust var sterkur grunur um veiruorsök í sex tilvikum samkvæmt sögu, skoðun og rannsóknum þrátt fyrir að það hafi ekki sannast, en í sjö tilvikum hefur orsök ekki komið fram við eftirlit. Fleiðruholsvökvi er algengt vandamál og á sér margar orsakir og greining getur verið erfið. Þessi rannsókn sýnir sambærilegt greiningarhlutfall og aðrar rannsóknir þrátt fyrir að fleiðruholsástunga hafi aðeins verið gerð í rúmum fjórðungi tilfella. Orsakir eru svipaðar og í öðrum rannsóknum en athygli vekur þó hversu fáir greindust með æxli, enginn með bakteríusýkingu í fleiðruvökva og enginn með veirusýkingu þrátt fyrir sterkan klínískan grun í nokkrum tilfellum. ÞAKKIR Sérstakar þakkir til Olafs Thorarensen læknis og Kristínar Vilhjálmsdóttur læknafulltrúa. SUMMARY The purpose of the study was to look into the demographic characteristics of pleural effusions and use of diagnostic methods at the Reykjavik City Hospital which is a 300 bed acute care hospital and takes 35% of unselected emergency admissions from a population of about 200.000. All patients with pleural effusion during the first seven months of 1990 were evaluated by one of the authors and data collected in a prospective manner. Care was taken to interfere as little with patient management as possible. All decisions regarding selection of diagnostic tests, including thoracentesis, were taken by the attending physician unless one of the authors was specifically consulted. A total of 96 patients were enrolled and pleural fluid was obtained in 27. None had positive bacterial or mycobacterial culture and only one of 14 had malignant cells on cytology. Pleural biopsy was done in three cases and did not give specific diagnosis. Using clinical criteria and results of pleural fluid investigations the diagnosis was made in 80% during hospitalization. Congestive heart failure, parapneumonic effusion and effusion after abdominal surgery account for the majority of our cases. Only two patients had malignancy as the cause. In other studies congestive heart failure is not as prominent cause of effusion as in our study and if these cases are omitted the diagnostic rate is 74% which is comparable to other studies. In six of the 16 patients listed with effusion of unknown cause, viral etiology was suspected, although not proven. HEIMILDIR 1. Sahn SA. The pleura. Am Rev Respir Dis 1988; 138: 184-234. 2. Pistolesi M, Miniati M, Giuntini C. Pleural liquid and solute exchange. Am Rev Respir Dis 1989; 140: 825- 47. 3. Woodring JH. Recognition of pleural effusion on supine radiographs. How much fluid is required? A J R 1984; 142: 59-64. 4. Collins TR, Sahn SA. Thoracentesis: complications, patient experience and diagnostic value. Chest 1987; 91: 817-22. 5. Gunnels JJ. Perplexing pleural effusion. Chest 1978; 74: 390-3.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.