Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 379-83
379
NABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL (OURNAL
III
Læknafélag íslands og
Læknafélag Reykjavikur
78. ARG. - NOVEMBER 1992
Pálmi V. Jónsson
Heilavernd - ný dögun
Heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsök
á Vesturlöndum og veldur um 10-12%
dauðsfalla. Dauðsföllum vegna heilablóðfalla
hefur fækkað þar nokkuð eða að meðaltali
um 7% frá árinu 1970, væntanlega vegna
bættrar meðferðar, en betur má ef duga skal.
Nýgengi heilablóðfalla vex hratt með aldri,
með hundraðfaldri aukningu úr þremur af
tíu þúsund á ári á þrítugs- og fertugsaldri til
þriggja af hundraði á áttræðis- og níræðisaldri.
Líkumar á að 45 ára einstaklingur fái
heilaáfall á næstu 20 árum eru einn af 30, en
einn af hverjum fjórum 45 ára karlmönnum og
ein af hverjum fimm 45 ára konum eiga von
á þvf að fá heilablóðfall nái þau 85 ára aldri.
Um 75% heilablóðfalla eru ný áföll, en líkur á
endurteknum áföllum næstu fimm árin eru um
33-50%.
Tölur frá Nýja-Sjálandi gefa glögga mynd af
afleiðingum heilablóðfalla, en þar er nýgengi
heilablóðfalla í meðallagi vestrænna þjóða
(1). Nýgengi heilablóðfalla er um 310 á 250
þúsund íbúa og til viðbótar fá 90 einstaklingar
endurtekið áfall. Af þessum 400 einstaklingum
munu einungis 220 lifa sex mánuði. Af þeim
munu 160 búa heima en hinir 60, flestir
mjög fatlaðir, búa á hjúkrunarheimili eða
sjúkrahúsi. Sex mánuðum eftir heilablóðfall
eru um það bil tveir þriðju þeirra sem búa
heima sjálfbjarga og hafa náð fyrri fæmi, en
einn þriðji þeirra sem enn búa heima eiga
við erfiðleika að stríða í athöfnum daglegs
lífs og njóta stuðnings fjölskyldunnar eða
heimilishjálpar og heimahjúkrunar. Besti
mælikvarðinn á heildarbyrði heilablóðfalla í
samfélaginu er algengi, en áætlað er að fimm
til átta hverra þúsund íbúa yfir 25 ára aldri
hafi orðið fyrir heilablóðfalli. Loks er rétt að
minna á, að algengi heilabilunar fólks yfir 65
ára aldri er um 5% og er fimmtungur þeirra af
völdum heilablóðfalla.
HÁÞRÝSTINGSMEÐFERÐ
Lengi hefur það verið nokkrum vafa
undirorpið, hvort meðferð við einangruðum
slagbilsháþrýstingi hefði árangur í för með
sér. Árið 1991 voru birtar niðurstöður úr
bandarískri rannsókn; Systolic Hypertension
in the Elderly Program, skammstafað
SHEP (2). Markmið rannsóknarinnar var að
kanna hvort háþrýstingsmeðferð minnkaði
áhættuna á heilablóðföllum hjá körlum og
konum sem voru eldri en 60 ára og höfðu
slagbilsháþrýsting. Slagbilsþrýstingur var
lækkaður niður fyrir 160 mm kvikasilfurs og
um að minnsta kosti 20 mm kvikasilfurs á
sem smæstum skammti af lyfjum. Niðurstaða
rannsóknarinnar var að meðferðin minnkaði
áhættuna á heilablóðfalli um 36% (5,2
samanborið við 8,2 af hundraði einstaklinga
á fimm árum), minnkaði heildar fimm
ára áhættuna um 3% og fækkaði einnig
hjartaáföllum um 32%. Ef niðurstöðumar eru
útfærðar til 10 ára tímabils, gefur rannsóknin
til kynna að meðferð á 100 einstaklingum
kæmi í veg fyrir sex heilablóðföll, tvö
hjartadrep, fimm hjartabilunartilfelli og
tvö dauðsföll, en sjö einstaklingar fengju