Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 46
390
LÆKNABLAÐIÐ
ákveða, hvort eitthvað í því verki
letjandi á lækninn til að þjóna því.
- Læknirinn þarf að greina
heilbrigðisvandamál í samfélaginu
sem rista dýpra en vandamál
einstaklings þess sem leitar sér
hjálpar og reyna að nálgast þá,
sem eru hjálpar þurfi en leita sér
ekki aðstoðar, með því að efla
heilbrigðisfræðslu og sjúkdómaleit.
C. Stuðningur í samfélaginu.
- Læknirinn þarf að að skilja
heilbrigðisvenjur fólksins og
styðja framtak hvers samfélags
sem ntiðar að bættu og öruggara
heilbrigðisástandi íbúanna.
- Læknirinn þarf að taka fullt tillit til
allra sem bjóða upp á vísindalega
viðurkennda heilbrigðisþjónustu
og reyna að virkja og nýta framlag
þeirra til fulls.
- Læknirinn þarf að beita sér
fyrir forvamaraðgerðum, eflingu
heilbrigði, meðferð sjúkdóma og
endurhæfingu.
2. Gagnvart einstaklingum:
A. Lœknismeðferð í víðustu merkingu.
— Læknirinn þarf að gera sér grein
fyrir öllum heilbrigðisvandamálum
sent sjúklingur ber upp, (þar með
talinn óskilgreindur vandi, sjúkleiki
á frumstigi, bráðir sjúkdómar,
langvarandi kvillar, geðræn og
félagsleg vandamál), svo og þörfinni
fyrir hvers konar endurhæfingu.
- Læknirinn þarf að gera sér grein
fyrir hvað þarf til að lækna
sjúklinginn bæði í læknisfræðilegu
og mannlegu tilliti, það er að lækna
hann bæði líkamlega, andlega og
félagslega.
- Læknirinn þarf að greina
viðkomandi sjúkdóm, útiloka
alvarlega sjúkdóma og virkja aðra
heilbrigðisstarfsmenn til samvinnu,
þegar þörf gerist.
B. Það sem snýr að sjúklingnum sjálfum.
- Læknirinn þarf að skynja hvers
vegna sjúklingurinn ber upp ákveðið
vandamál á tilteknum tíma.
- Læknirinn þarf að skynja og
bregðast við væntingum sjúklingsins
og til hvers hann ætlast við tiltekin
samskipti.
- Læknirinn þarf að skynja og skilja
hver áhrif vandamálið hefur á
sjúklinginn.
C. Það sem snýr að fjölskyldunni.
- Læknirinn þarf að skilgreina hver er
raunverulega sjúklingurinn; sá sent
kemur á stofuna eða hringir, ellegar
aðrir honum tengdir.
- Læknirinn þarf að taka tillit
til þeirra áhrifa sem ýmsir
fjölskylduþættir hafa á heilsufar
sjúklingsins og gera ráð
fyrir þeim þegar ráðgerðar
eru forvamaraðgerðir eða
læknismeðferð, enda nauðsynlegt ef
lausn á að fást á vanda sjúklingsins.
- Læknirinn þarf að skilja hver áhrif
heilsufarsvandi sjúklingsins hefur á
fjölskyldu hans.
D. Samband lœknis og sjúklings.
- Læknirinn þarf að líta á samband
læknis og sjúklings annarsvegar og
læknis og fjölskyldu hins vegar, sem
mikilvæga þætti heilbrigðisþjónustu.
- Læknirinn þarf að leitast við að
skilgreina hver áhrif tilfinningar
hans sjálfs gagnvart sjúklingi kunna
að hafa á vandamál sjúklingsins og
það hvernig læknirinn bregst við
þeimi
- Læknirinn þarf að taka tillit til
sjálfræðis sjúklinga sinna og
fjölskyldna þeirra í læknisdómum
sínum, einkum þegar gerðar eru
áætlanir um meðferð.
SKILYRÐI SEM UPPFYLLA PARF
TIL AÐ GEGNA FRAMANGREINDUM
SKULDBINDINGUM
A. Víðtœk lœknisþjónusta.
Tengslin milli læknis og sjúklings spanna