Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 30
374
LÆKNABLAÐIÐ
Var þá oftast um benzódíazepínsambönd eða
geðdeyfðarlyf að ræða sem ákvörðuð voru í
blóði eins og áður hefur verið lýst (10,11).
Auk þessa var farið yfir krufningaskýrslur
og athuguð lokagreining dánarmeins í hverju
tilviki.
Mannfjöldatölur voru fengnar úr Hagtíðindum.
Við samanburð á tíðnigögnum var notað kí-
kvaðrat próf (12). Við mat á árstíðabundnum
sveiflum var notað próf fyrir slembidreifingu
(runs test for randomness) (12).
NIÐURSTÖÐUR
Mynd 1 sýnir dreifingu dauðsfallanna eftir
árum. Eins og sjá má fjölgaði þeim í heild
upp úr 1980. A fyrri helmingi tímabilsins
1971-1990 voru dauðsföllin aðeins 24, en urðu
75 á þeim síðari. Flest dauðsföll, 16 talsins,
urðu árið 1990.
Tafla I sýnir fjölda dauðsfalla og dánartíðni í
sjö aldurshópum á tímabilinu. Flest dauðsföll
urðu í aldurshópunum frá 20 til 59 ára og var
fjöldi þeirra reyndar mjög svipaður í öllum
fjórum flokkum. Dánartíðnin var hins vegar
hæst í aldurshópunum 50-59 ára og 40-49
ára. Fátíðast var að ungt fólk (15-29 ára) og
gamalt (70 ára) léti lífið með þessum hætti.
Til þess að leiða í ljós hvaða aldurshópar
stæðu á bak við hina miklu fjölgun dauðsfalla,
sem varð upp úr 1980, var borin saman
dánartíðni eftir aldri á fyrri og síðari helmingi
tímabilsins. Eru niðurstöðutölur sýndar í töflu
II. I ljós kom, að hún óx í öllum aldurshópum
nema 30-39 ára. Langmest varð aukningin
þó í aldurshópnum 50-59 ára. Umtalsverð
aukning varð einnig í aldurshópnum 40-
49 ára. Athyglisvert er, að á fyrri hluta
tímabilsins urðu engin dauðsföll af þessu tagi
í yngstu og elstu aldurshópunum.
Mynd 2 sýnir dreifingu dauðsfallanna eftir
mánuðum, tveimur í senn. Flest dauðsföll
urðu í janúar og febrúar og urðu 24,5%
allra dauðsfallanna á því tímabili. Þeim fór
síðan fækkandi er leið á árið og voru fæst á
tímabilinu frá maí til ágúst. Eftir það fór þeim
aftur fjölgandi.
Mynd 3 sýnir dreifingu á niðurstöðutölum
mælinga á koloxíðmettun blóðrauða. Flestir
voru með koloxíðmettun á bilinu 70-
79% (meðalgildi 71,4%). Fjórir voru með
koloxíðmettun undir banvænum mörkum
Tafla I. Fjöldi dauðsfalla og dánartíðni eftir aldri
af völdum koloxíðeitrana af útblásturslofti bifreiða
á árunum 1971-1990. Tölur um dánartíðni eru
aldursbundnar hlutfailstöiur (age specific rates) og
sýna árlegan meðalfjöida dauðsfalla á 100 þúsund
einstaklinga í hverjum aldurshópi.
Aldurshópar Fjöldi Tíöni (pr. 105)
15-19 ára 6 1,39
20-29 ’’ 21 2,54
30-39 ” 22 3,63
40-49 ” 21 4,30
50-59 ” 19 4,34
60-69 ’’ 8 2,78
70-79 ” 2 0,85
Tafla II. Breytingar á dánartiðni eftir aldri af völdum
koloxíðeitrana af útblásturslofti bifreiða milli áratuganna
1971-1980 og 1981-1990. Tölurnar eru aldursbundnar
hlutfallstölur, samanber töfiu 1. Tölur í svigum tákna
fjölda dauðsfaHa í hverjum aldurshópi.
Aldurshópar 1971-1980 1981-1990 Mismunur
15-19 ára 0,00 (0) 2,78 ( 6) +2,78
20-29 ” 1,37 (4) 3,71 (17) +2,34
30-39 " 3,64 (9) 3,62 (13) 0,02
40-49 ” 2,27 (5) 6,34 (16) +4,07
50-59 ’’ 2,10 (4) 6,57 (15) +4,47
60-69 ” 2,14 (3) 3,42 ( 5) +1,28
70-79 ” 0,00 (0) 1,70 ( 2) +1,70
Fjöldi dauösfalla
Mynd 2. Dreifing dauðsfalla af völdum koloxíðeitrana af
útblæstri bifreiða eftir mánuðum, tveimur í senn.