Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 375 Fjöldi Fjöldi Mynd 3. Dreifing á niðurstöðutölum mœlinga á koloxíðmettun bláðrauða við koloxíðeitranir af útblœstri bifreiða 1971-1990. Etanól I blóöi 0/^j Mynd 4. Dreifing á niðurstöðutölum mœlinga á etanóli í blóði 46 einstaklinga sem voru með etanól í mælanlegu magni í blóðinu við andlátið. (Um 50%). Tveir þeirra (koloxíðmettun 0% og 24%) voru lifandi er að var komið og voru fluttir á spítala og fengu þar viðeigandi meðferð. Ekki voru tekin blóðsýni til koloxíðmælinga við komuna á spítalann. Sýna niðurstöðutölur því koloxíðmettun blóðrauða eins og hún var við andlátið. Þriðji einstaklingurinn, 52 ára gömul kona, var með bráða lungnabólgu sem var talin meðvirkandi dánarorsök. Fjórði einstaklingurinn var með koloxíðmettun við banvæn mörk (47%) og var ótvírætt talinn hafa látist úr koloxíðeitrun. Mælingar á etanóli í blóði sýndu, að 46 (49,4%) hinna látnu höfðu neytt áfengis skömmu fyrir andlátið. Dreifing á niðurstöðutölum etanólmælinga í þeim, sem höfðu etanól í blóðinu, er sýnd á mynd 4. Var þéttni etanóls á bilinu 0,20-3,00 °/oo, meðalgildi 1,46 °/oo- eða geðdeyfðarlyf (þrjú tilvik). Einn hafði neytt kannabis. UMRÆÐA Koloxíð er eitruð lofttegund er myndast alls staðar þar sem kolefnissambönd brenna, en einkum þó ef súrefni er af skomum skammti. Það finnst meðal annars í allmiklu magni (3,5- 10%) í útblæstri bíla, sem brenna bensíni. Auk koloxíðs eru í útblásturslofti bíla ýmis önnur efni sem hafa umtalsverð eiturhrif. Má þar til dæmis nefna bensen, blý, koltvíoxíð og köfnunarefnisoxíð (13). Ekkert þessara efna er þó talið líklegt til þess að valda bráðum dauða eða vera meðvirkandi, þegar menn anda að sér útblásturslofti bifreiða með þeim hætti sem hér um ræðir. Eru þessar eitranir því taldar »hreinar« koloxíðeitranir. I 19 tilvikum þótti ástæða til þess að leita að lyfjum í líffærum hinna látnu. 1 ljós kom, að 12 einstaklingar höfðu tekið lyf skömmu fyrir andlátið. Voru tveir þeirra með eitrun af völdum pentóbarbítals (mebúmals) og díazepams, en í öðrum tilvikum höfðu lyfin verið tekin í lækningalegum skömmtum að því er best varð séð. Oftast var um benzódíazepínsambönd að ræða (fimm tilvik) Mjög lítið magn þarf af koloxíði til þess að valda alvarlegum eitrunum. Þannig getur einn hluti þess í þúsund hlutum af andrúmslofti valdið banvænni eitrun á innan við tveimur klukkustundum (14). Tilraunir hafa sýnt að þéttni koloxíðs í andrúmsloftinu verður banvæn á örfáum mínútum við það að útblástur er leiddur inn í bíl í gegnum slöngu (15,16). Hið sama gerist, en á nokkuð lengri

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.