Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 32
376 LÆKNABLAÐIÐ tíma þó, þegar bfll er látinn ganga inni í lokuðum bílskúr (17). Eituráhrif koloxíðs eru fyrst og fremst rakin til þess, að það keppir við súrefni um bindingu við blóðrauða og binst honum 2-300 sinnum fastar. Dregur það mjög úr flutningsgetu blóðrauða á súrefni og veldur súrefnisþurrð í vefjum líkamans. Getur það leitt til dauða. I heilbrigðum mönnum má búast við fyrstu klínísku einkennum koloxíðeitrunar þegar blóðrauði er mettaður koloxíði að 10-20 hundraðshutum. Við 30-40% mettun eru menn komnir með greinileg einkenni koloxíðeitrunar og við 50% mettun er eitrunin komin á mjög alvarlegt stig og getur valdið dauða (14,18). Að okkar mati má telja, að þar séu skilin milli banvænna og ekki banvænna koloxíðeitrana. I efniviði okkar var koloxíðmettun blóðrauða meiri en 50% í öllum tilvikum nema fjórum (mynd 3). Var dreifing niðurstöðutalna og meðalgildi svipuð því sem fundist hefur við rannsókn sams konar eitrana erlendis (18,19). Tæpur helmingur hinna látnu hafði neytt áfengis skömmu fyrir andlátið. Er það heldur lægra hlutfall en við aðrar banvænar eitranir (20) og eitranir sem koma til meðferðar á spítala (21,22). Fæstir hinna látnu voru þó mjög ölvaðir (etanól í blóði>2 °/oo)- Okkur er ekki kunnugt um, að neysla áfengis geti með einum eða öðrum hætti aukið eiturhrif koloxíðs. Þær fáu lyfjamælingar, sem gerðar voru, gefa tæpast tilefni til ályktana um þátt lyfja í eitrunum af þessu tagi. Athyglisvert er þó, að í þessum hópi var einn kannabisneytandi, en fram að þessu hefur kannabis sjaldan komið við sögu eitrana hér á landi (21-23). Einkennandi fyrir efnivið okkar (samanber framangreint) er, hve karlar voru í miklum meirihluta. Er hlutfall karla mun hærra en við önnur sjálfsvíg hér á landi á sama tímabili. Er munur þessi marktækur (P<0,001, df=l). Svipaðar niðurstöður komu fram í rannsókn Hansen (3) á koloxíðeitrunum í Danmörku og Teige í Noregi (18), en í báðum þessunt löndum voru karlar í yfirgnæfandi meirihluta. Algengt er, að sjá kynbundna skiptingu við eitranir (20,24), en þó sjaldan eins mikla og við koloxíðeitranir. Engin einhlít skýring virðist til á þessu fyrirbrigði. Bent hefur verið á, að konur fremji síður sjálfsvíg en karlar með flóknum aðferðum (2). Þetta gæti vel átt við, þegar útblástur er leiddur inn í bíl gegnum slöngu, en síður í þeim tilvikum þegar bíll er settur í gang inni í bflskúr. Benda má á, að sex af þeim níu konum sem sviptu sig lífi með þessum hætti notuðu einmitt síðastnefndu aðferðina. Því hefur verið haldið fram (25), að sjálfsvíg fylgi árstíðabundnum sveiflum sem nái hámarki í maí og júní og séu í lágmarki í desember-janúar. Stundum fylgi þessu einnig lítils háttar hækkun á haustin. I rannsókn, sem gerð var á sjálfsvígum á Islandi 1962- 1973 (26), kom fram vísbending um að þessara sveiflna kynni einnig að verða vart hér á landi. Talsverðar sveiflur eftir árstíðum reyndust einnig vera í efniviði okkar. Voru þær of reglubundnar til þess að geta talist tilviljanakenndar (P<0,05). Eins og sést á ntynd 2 urðu flest dauðsfallanna í janúar og febrúar, en fæst yfir sumarmánuðina meðan sólargangur er lengstur. Gæti það bent til þess að skammdegið ætti þar einhvem hlut að máli. Sveiflur í efniviði okkar eru því augljóslega mjög frábrugðnar því sem var á tímabilinu 1962-1973, af hverjum sökum sem vera kann. A því 20 ára tímabili, sem hér um ræðir, komu til rannsóknar 94 banvænar koloxíðeitranir af útblásturslofti bifreiða. Voru það 29% allra banvænna eitrana á tímabilinu og urðu ekki jafn mörg dauðsföll af neinu öðru efni (20). Fer því vart milli mála að koloxíðeitranir eru algengar hér á landi. Sérstaklega á þetta þó við níunda áratuginn, en þá fjölgaði þeint rnjög (mynd 1). Um miðbik áratugarins var tíðni þessara dauðsfalla orðin svipuð hér á landi og í Danmörku (3,3 pr. 105) (3,4) og Englandi og Wales (3,1 pr. 105) (27). Nánari athugun leiddi í ljós, að fjölgun þessara dauðsfalla hér á landi varð hlutfallslega mest í hópi miðaldra fólks (40-59 ára) (tafla II). Ungt fólk átti þó drjúgan hlut að máli, einkum aldurshópurinn 15-19 ára, en engin dauðsföll urðu í þeim hópi á fyrri hluta tímabilsins. Athyglisvert er, að engin aukning varð á dánartíðni í aldurshópnum 30-39 ára, en sá aldurshópur var hlutfallslega stærstur á áratugnum 1971-1980. Þáttur miðaldra fólks er hér einkar athyglisverður. í yfirliti landlæknisembættisins yfir sjálfsvíg hér á landi á tímabilinu 1971-1990 (28) kemur fram, að tiltölulega litlar breytingar urðu á tíðni sjálfsvíga í þeim aldurshópi á tímabilinu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.