Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 48
392 LÆKNABLAÐIÐ meinafræðileg sjúkdómsgreining er fengin. Að þessu leyti eru ákvarðanir um meðferð byggðar bæði á líkum og niðurstöðum rannsókna, að teknu tilliti til næmis og sértæki rannsóknanna. Tíminn eða tímalengd sjúkdómsástands, svo og árangur meðferðar, geta einnig verið merk greiningartæki. Aætlun um meðferð er borin undir sjúkling og fjölskyldu hans og þeim rækilega kynntar niðurstöður og horfur, þannig að þau geti tekið virkan þátt í ákvarðanatöku um meðferð. Aðrar greinar sem skipta máli í heimilislœkningum. Heimilislæknir þarf ekki aðeins að kynna sér hina tæknilegu hlið læknisfræðinnar, heldur verður hann líka að kunna skil á hagnýtum hliðum faraldsfræði, atferlisfræði, heilbrigðisfræði og heilsuhagfræði, að því marki sem þessar greinar snerta heimilislækningar. ÞÖRFIN FYRIR NÁM OG RANNSÓKNIR f HEIMILISLÆKNINGUM Lœknanám: Hið hefðbundna læknanám er fyrir margra hluta sakir komið að tímamótum. Til dæmis má nefna hina ört vaxandi þekkingu í læknisfræði, tregðu háskólakennara við að takmarka kennslusvið sín og ofuráherslu þeirra á fyrirlestraform kennslunnar, sem og próf, sem beinast mest að því að kanna þekkingu nemendanna á mjög sérhæfðunr sviðum. Varðandi klíníska kennslu í læknisfræði, þá er læknastúdentum aðallega kennt enn þann dag í dag með lífvana aðferðum ellegar að þeim eru sýndir spítalasjúklingar, sem eru rúmliggjandi, klæðlitlir og ósjálfbjarga. Þessir sjúklingar bera minni og minni vott því sjúkdómsmynstri, sem algengast er í samfélaginu. Vegna aukins kostnaðar við sjúkrahúsvistun og ört vaxandi tækni hefur reynst nauðsynlegt að leggja nýtt mat á framkvæmd læknismeðferðar. Af öllu þessu má ætla, að nýútskrifaður læknir sem gengið hefur í gegnum hefðbundið læknanám sé illa undir það búinn að taka að sér heimilislækningar. Kennsla í lœknadeildum: Alheimssamtökin um læknakennslu (World Federation for Medical Education, (WFME)) hafa lagt áherslu á þörfina á róttækum endurbótum á kennslu læknastúdenta og sett fram ráðleggingar, eins og greinir hér að neðan: Þeir, sem annast skipulagningu læknakennslu, ættu að stefna að eftirfarandi markmiðum: 1. Auka og útvíkka þau kennslusvið sem menntunin tekur yfir þannig að öll heilbrigðissvið samfélagsins séu virkjuð, en ekki eingöngu sjúkrahúsin. 2. Sjá til þess að læknanámið sé í samræmi við forgangsröðun og úrræði í heilbrigðismálum. 3. Leggja áherslu á þá fæmi, sem þörf er á fyrir viðhaldsmenntun lækna alla starfsævina, og hvetja menn til virkari símenntunar en áður, bæði með sjálfsnámi og með því að sækja fyrirlestra. 4. Byggja upp námsbrautina svo og próf, þannig að stefnt sé að sem bestri starfshæfni miðað við gildismat hvers þjóðfélags þannig að nánrsárangur verði ekki einvörðungu metinn eftir hæfni til að muna og kalla fram upplýsingar. 5. Þjálfa kennara til menntunarstarfa ekki síður en til miðlunar á þekkingu. Launa ber góða kennsluhæfileika til jafns við hæfileika í læknisfræðilegum rannsóknum og klínískum störfum. 6. Sjá til þess að við kennslu í umönnun og meðferð sjúklinga verði lögð meiri áhersla á að auka heilbrigði og koma í veg fyrir sjúkdóma. 7. Finna nemendum úrlausnarverkefni sem tengjast jafnt sjúkrahúsvettvangi sem almennum samfélagsvettvangi, og leggja þannig kapp á að flétta saman fræðslu um vísindalegar og klínískar vinnuaðferðir. 8. Utvíkka inntökuskilyrði til náms í læknadeild þannig, að nemendur séu ekki einvörðungu valdir eftir námsárangri og greind, heldur verði leitað eftir þeim persónulegu eiginleikum sem taldir eru mega prýða hvem góðan lækni, svo sem heiðarleika, manngæsku og hæfileika til að setja sig inn í og leysa vandamál sjúklinga. Aðrar umbætur þarfnast víðtækrar þátttöku ýmissa stofnana, svo takast megi að: 9. Hvetja til og jafnframt að auðvelda samvinnu milli Heilbrigðisráðuneytis,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.