Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 26
370 LÆKNABLAÐIÐ UMRÆÐA Miðað við mat og flokkun áverkanna samkvæmt alþjóðlegum aðferðum voru afdrif sjúklinga vel viðunandi. Höfuð- og/eða hálsáverkar reyndust langalgengastir og var dánartíðni þessara sjúklinga áberandi hærri en hinna sem ekki höfðu áverka á höfði eða hálsi. Langhæst reyndist dánartíðni sjúklinga með hreina höfuðáverka og benda fleiri kannanir í svipaða átt (28-30). Fylgikvillar áttu mjög verulegan þátt í 14,5% dauðsfalla, sem er nokkru lægra en í könnuninni frá 1980-1984 (19,6%). Heildardánartíðnin var 12,0% eða svipuð og þá (11,5%). Dánartíðni sjúklinga með ISS >20 reyndist nokkru hærri í þessari rannsókn (1975-1979) eða 29,2% en á árunum 1980- 1984 var hún 24,4%, sem gæti bent til ívið betri meðferðar seinni árin, en vart er um marktæka breytingu að ræða. Utkoman 1980- 1984 þótti ekki lakari en hjá öðrum með uppgjör frá svipuðum tíma (26) og er þá eingöngu miðað við dánartíðni enda erfitt að meta árangur á annan hátt. Meira var af minna slösuðum sjúklingum í þessari könnun og sjúklingar voru 12,4% fleiri (458/401). Þetta kann að skýrast af tilkomu gæsludeildar við slysadeildina í byrjun árs 1982, en þar er veitt gæsla og meðferð þeim sem hlotið hafa minni áverka. Með ISS 0-9 voru 129 af 458 sjúklingum (28,2%) miðað við 78 af 401 sjúklingi (19,5%) í könnuninni frá árunum 1980-1984, en nánast jafn margir með ISS >20, eða 178 í þessari könnun en 180 á árunum 1980-1984. Hlutfallslega fleiri dóu fyrr í þessari könnun borið saman við könnunina frá árunum 1980-1984 (26). Innan þriggja klukkustunda frá komu á spítalann höfðu til dæmis níu sjúklingar látist af 55 alls (16,4%), en á árunum 1980-1984 höfðu fimm látist af 46 (10,9%) innan þess tíma. Innan sólarhrings voru 22 látnir (40%) á móti 10 (21,7%) í seinni könnuninni og innan viku 37 (67,3%) á móti 25 (54,3%). Þetta gæti bent til magnaðri (more intensive) meðferðar á seinni árunum. Eins og áður sagði dóu fleiri af fylgikvillum á árunum 1980-1984. Það gæti hugsanlega skýrst af þvf að fleiri dóu seinna á þessum árum, en alþekkt er að eftir því sem lengra líður frá slysi þar til viðunandi árangur næst af meðferðinni eykst hættan á fylgikvillum. Erfitt getur reynst að dæma eftir á, hvað átti endanlega mestan þátt í dauða mikið slasaðra sjúklinga. Hvort einhverjum sjúklingum hefði beinlínis mátt forða frá dauða, ef betur hefði verið staðið að endurlífgun eða meðferð í heild, verður oft ekki dæmt um. Enginn sjúklingur dó á gjörgæsludeild með ISS undir 25 en vera kann að fleiri sjúklingar hefðu lifað af, ef þeir hefðu lengur notið untönnunar þar. Vel kemur fram að dánartíðni hinna slösuðu jókst með hækkandi aldri og minni áverka þurfti til að eldra fólk léti lífið (LD 50). Vaxandi fjöldi eldra fólks á næstu áratugum mun kalla á aukna læknishjálp ekki síst eftir slys. Jafnvel litlir áverkar geta leitt hina eldri til dauða, því þol þeirra við blóðþurrð er minna og hætta á alvarlegum fylgikvillum er meiri en hjá þeim sem yngri eru. Þörf fyrir lengri dvöl á sjúkrahúsi og endurhæfingardeildum er líka ótvíræð (26,31- 33). Betri aðgæsla og innvortis vöktun (invasive monitoring) er oftar nauðsynleg hjá eldra fólki (34,35). Það hefur komið í ljós að hinir öldruðu þola alvarleg höfuðmeiðsli verr, einkum ef blóðþrýstingsfall er samfara. Þetta ber að hafa ofarlega í huga við mat og ákvarðanatöku um vöktun á eldra fólki. Með árvekni má einnig ná góðum árangri hjá öldruðum, jafnvel eftir alvarlega áverka (36). Stöðugt skal unnið að bættri aðstoð við þá sem fyrir slysum verða, bæði á slysstað og ekki síður eftir að á sjúkrahús er komið. Hraðflutningur af slysstað er nú talinn sjálfsagður, ásamt sérhæfðu starfsliði í vel útbúnum sjúkrabíl eða þyrlu. Hin dreifða byggð og erfiða veðrátta í norðlægu landi hlýtur oft að leiða til tafa við flutning af slysstað eða á stofnun sem er vandanum vaxin. Miklu varðar að meðhöndla blóðþurrð ákaft og stöðva blæðingu sem fyrst. Líklegt má telja að »small volume resuscitation« eða notkun ofþrýstinnar (hypertonic) saltvatnslausnar með dextran (til dæmis 7,2% NaCl + 10% dextran) muni færast i vöxt á næstu árum einkum við flutning af slysstað (37,38). Reynist tafsamt að komast í æð ætti að gera ástungu á bein (intraosseus) til vökva-, blóð- og lyfjagjafar (39-41). Hjá bömum ber sérstaklega að hafa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.