Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 377 Sjálfsvíg með útblásturslofti bifreiða hafa þannig sérstöðu. Rannsóknir okkar sýna, að sjálfsvíg með koloxíði eru vaxandi vandamál hér á landi. Ekkert skal fullyrt um ástæðu þessara breytinga, en benda má á að fjölgunar koloxíðeitrana hefur einnig orðið vart annars staðar án þess að menn hafi á því haldbærar skýringar (1,2,27). I nýlegri rannsókn, sem gerð var í Bandaríkjunum (29), fannst að fylgni var á milli fjölda sjálfsvíga með útblásturslofti og fjölda bíla í einstökum ríkjum Bandaríkjanna. Freistandi gæti því verið að setja fjölgun þeirra hér á landi í samband við fjölgun bfia. Sú skýring er þó tæpast einhlít, þar eð engin fjölgun varð á koloxíðdauðsföllum á áratugnum 1971-1980 þrátt fyrir nær tvöföldun á fólksbílaeign landsmanna frá upphafi og til loka þess tímabils (fólksbfiar fyrir sjö farþega eða færri) (30,31). A síðustu tuttugu árum hefur orðið vart breytinga á dauðsföllum af völdum eitrana hér á landi. Enginn vafi er á að rekja má þau að einhverju leyti til breytinga á lyfjaávísunum lækna. Hefur lyfjaeitrunum þannig farið hlutfallslega fækkandi um leið og koloxíðeitrunum hefur fjölgað (20). Ef marka má lyfjasöfn, sem fundist hafa í fórum hinna látnu, virðist lyfjum sem valdið geta banvænum eitrunum sjaldnar vera ávísað í jafn miklu magni og áður var. Ekki er óhugsandi, að þetta hafi leitt til þess að sjálfsvíg hafi að einhverju leyti færst frá lyfjum yfir á koloxíð. Skiptar skoðanir eru þó um það, hvort ein sjálfsvígsaðferð leysi þannig aðra af hólmi (32). í nýlegri reglugerð (33) er kveðið svo á, að fólksbfiar með bensínhreyfli sem fiuttir eru til landsins frá og með 1. júlí 1992 skuli allir vera útbúnir þrívirkum efnahvarfa, sem er ætlað það hlutverk meðal annars að minnka magn koloxíðs í útblæstri. Verður þá leyfilegt hámark koloxíðs í útblæstri bíla með efnahvarfa 0,5%, en 3,5% í eldri bílum sem eru án slíks búnaðar. Hér er um verulega lækkun á koloxíðmagni í útblæstri að ræða. Þó þetta sé talsvert umfram banvæn mörk í andrúmslofti, hlýtur það samt sem áður að draga verulega úr möguleikum fólks að svipta sig lífi með þessum hætti. Talið er að fækkun, sem orðið hefur á sjálfsvígum með útblásturslofti bifreiða í Bandaríkjunum á síðustu tveimur áratugum, megi öðru fremur rekja til notkunar hreinsibúnaðar á bfia (1). Að öllu öðru óbreyttu má því gera ráð fyrir, að dauðsföllum af völdum koloxíðs fækki hér á landi eftir því sem bflar án hreinsibúnaðar týna tölunni. SUMMARY In the years 1971-1990 a total of 99 cases of fatal car exhaust poisonings were registered at the Statistical Bureau of Iceland (fig 1, open and filled bars). Ninety four of these cases were investigated at the Departments of Pharmacology and Forensic Medicine, University of Iceland (fig. 1, filled bars). Eighty five were men and nine were women. At least ninety of these cases were suicides. The mean age of the group was 40.6 years (range 16-72 years). The mortality rate was highest in the age groups 40-59 years (table 1). In the eighties there was a steep rise in the annual number of deaths of this sort (fig 1). This was especially due to increased number of fatal poisonings in the age groups 40-59 years. Carboxyhaemoglobin levels at the time of death ranged from 0-79% (mean 71.4%, fig 2). Ethanol was found in blood i 46 cases (fig. 3) and drugs in 12 cases. The ethanol concentration was in the range 0.2-3.0 %o (mean 1.46 °/oo). The drugs most often found were benzodiazepines and antidepressant drugs. HEIMILDIR 1. Clarke RV, Lester D. Toxicity of car exhaust and opportunity for suicide: comparison between Britain and the United States. J Epidemiol Comm Health 1987; 41: 114-20. 2. Burvill PW. The changing pattem of suicide by gassing in Australia, 1910-1987: the role of natural gas and motor vehicles. Acta Psychiatr Scand 1989; 81: 178-84. 3. Hansen AC. Forgiftningsdödsfald i Danmark 1983- 1987. Ugeskr Læger 1991; 153: 496-500. 4. Hansen AC. Persónulegar upplýsingar. 5. Jóhannesson Þ, Bjamason O. Dauðsföll af völdum koloxíðs. Læknablaðið 1971; 57: 245-51. 6. Dánir 1971-1990 eftir kyni, aldri og dánarorsök (4 stafir). Reykjavík: Hagstofa íslands, 1992 (tölvuútskrift gerð eftir dánarvottorðum). 7. Maehly AC. Analyse von Kohlenoxydvergiftungen. Deutshe Zeitschr Gerichtl Medizin 1962; 52: 369-82. 8. Skaftason J, Jóhannesson Þ. Ákvarðanir á alkóhóli (etanóli) í blóði. Tímarit lögfræðinga 1975; 25: 1-13. 9. Brink NG, Bonnichsen R, Theorell H. A modified method for the enzymatic microdetermination of ethanol. Acta Pharmacol Toxicol 1954; 10: 223-36.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.