Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1 1 I eina aðgerð, sjö börn tvær aðgerðir og eitt barn fjórar aðgerðir. Af þessum aðgerðum hafa 49 verið framkvæmdar í London, fimm í Boston og 11 á Landspítalanum. Tuttugu og fimm börn bíða aðgerðar. Fjögur barnanna létust eftir aðgerð, hjá þremur börnum var um að ræða fyrstu aðgerð en hjá einu barni aðra aðgerð. Fjórtán börn voru með óskurðtækan hjartagalla. Fimm börn sem voru meðhöndluð vegna hjartasjúkdómsins þurfa ekki að gangast undir aðgerð. Dánartölur: Sautján börn með greindan hjartasjúkdóm létust. Auk þeirra dó eitt barn vöggudauða, það reyndist vera með ASD sem fannst við krufningu. Fjögur þessara 17 barna létust af öðrum orsökum en hjartasjúkdómnum; eitt barn var með þrílitnu 18, annað var fyrirburi með ASD, meðgöngulengd 28 vikur og var að auki með Downs-heilkenni og lést vegna lungnasjúkdóms; hið þriðja var með Comelia de Lange-heilkenni og VSD og lést vegna lungnasjúkdóms og fjórða barnið var með Downs-heilkenni, lokuvísagalla (endocardial cushion defect) og lést vegna heilahimnubólgu (tafla IV). Af 13 börnum sem létust vegna hjartasjúkdóms dóu átta börn skömmu eftir greiningu án þess að gangast undir aðgerð og voru þau öll með mjög alvarlegan óskurðtækan hjartagalla (mynd 7). Tafla IV sýnir hvaða hjartagalla börnin sem létust voru með. Ellefu af þessum 17 börnum létust í fyrstu viku eftir fæðingu, hin sex börnin létust á aldrinum þriggja til sex mánaða. Börnin sem dóu og voru með op á milli gátta eða op á milli slegla létust af öðrum orsökum en hjartasjúkdómnum. Börnin þrjú sem voru með lokuvísagalla voru öll með Downs- heilkenni. Eftirlit: Af eftirlifandi 81 barni eru tvö alvarlega heilasködduð og í báðum tilvikum er heilaskaðinn bein afleiðing hjartasjúkdómsins. Fjörutíu og tjögur böm hafa gengist undir aðgerð(-ir) og fengið fullan bata og fjögur böm að auki fengið nokkurn bata. Ekki hafa fengist upplýsingar um eitt barn til að meta árangur aðgerðar. Fimm börn hafa fengið fullan bata án þess að til aðgerðar hafi komið. Þá em 25 börn sem eiga eftir að gangast undir aðgerð og eru þau nú einkennalaus eða einkennalítil. Tafla II. Aðrir fœðingargallar barna með alvarlegan hjartagalla. Fjöldi barna A. Litningagallar: Downs-heilkenni............................. 9 Aðrir litningagallar........................ 3 Samtals 12 B. Fæðingargallar en eðlileg litningagerð: Samsetning Vater ........................... 2 Heilkenni Klippel-Feil...................... 1 Heilkenni Cornelia de Lange................. 1 Heilkenni Prader-Willi...................... 1 Heilkenni Williams.......................... 1 Aðrir fæðingargallar........................ 4 Samtals 10 Tafla III. Einkenni sem leiddu til greiningar. Einkenni Fjöldi Óhljóð eingöngu............................. 67 Óhljóð og mæði............................... 7 Óhljóð og blár litarháttur................... 4 Óhljóð, mæði og blámi........................ 2 Óhljóð, blámi og minnkaðir púlsar............ 2 Blár litarháttur eingöngu.................... 8 Mæði eingöngu ............................... 5 Minnkaðir púlsar eingöngu ................... 2 Greindist við krufningu...................... 1 Samtals 99 Tafla IV. Dánarorsakir barna með hjartagalla. Dánarorsakir Fjöldi Létust vegna hjartasjúkdóms ........... 11 Létust vegna annarra meðfæddra galla ... 4 Heilahimnubólga nýbura.................. 1 Vöggudauði.............................. 1 Samtals 17 Greining hjartagalla fyrir fæðingu: A undanförnum árum hefur ómskoðun á fósturhjarta gert mögulega greiningu hjartagalla í 18. til 19. viku meðgöngu (21). Þessi greiningaraðferð hefur verið notuð hérlendis frá árinu 1988 og eru fóstrin skoðuð ef um er að ræða aukna hættu á að móðirin gangi með fóstur sem hefur hjartagalla, til dæmis ef foreldri hefur hjartagalla eða ef viðkomandi móðir á barn fyrir sem hefur hjartagalla. Þó er algengasta ástæða skoðunar sú að fæðingalæknir hefur séð eitthvað

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.