Læknablaðið - 15.03.1993, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ
127
ÁRANGUR AF RÓFUBEINSTÖKU VIÐ VERK f
RÓFUBEINI
Höfundar: Sigurpáll Scheving, Brynjólfur Mogensen og
Jón Níelsson, Borgarspítala.
Inngangur: Árangur af rófubeinstöku vegna verkja í
rófubeini er talinn frekar misjafn. Tilgangur þessarar
rannsóknar var að kanna árangur rófubeinstöku vegna
langvinnra verkja í rófubeini.
Aðferö: Kannaðar voru sjúkraskýrslur sjúklinga
þar sem rófubein hafði verið fjarlægt á slysa- og
bæklunarlækningadeild eða skurðdeild Borgarspítalans á
árunum 1980-1990. Sjúklingar voru jafnframt beðnir að
meta árangur af aðgerð.
Niðurstöður: Rófubeinstaka var gerð hjá 10 konum á
aldrinum 21-61 árs, meðalaldur 35 ár. Hjá sex konum
var ákveðin áverkasaga en hjá ljórum engin saga. Sjö
konur höfðu fengið alla hefðbundna meðferð fyrir aðgerð
án árangurs en þtjár höfðu ekki fengið neina sérstaka
verkjameðferð fyrir aðgerð. Meðallegutími var 3,5 dagar
(1-7). Engar aukaverkanir í aðgerð eða legu áttu sér
stað en ein kona fékk ristilbólgu (pseudomembranous
colit) eftir útskrift. Átta konur voru mjög ánægðar með
árangurinn en af þeim voru tvær Iengi að verða góðar.
Tvær konur voru ekki ánægðar. Báðar höfðu fengið
hefðbundna verkjameðferð fyrir aðgerð án árangurs.
Önnur varð ekkert betri, hin betri en ekki nógu góð.
Umrœða: Langvinnur verkur í rófubeini er illþolanlegur
þar sem þolandinn á erfitt með að sitja eða reyna á sig. í
þessari rannsókn var eingöngu um konur að ræða, sem er
óvenju einlitt miðað við uppgjör annarra þó konur séu í
meirihluta.
Árangur af rófubeinstöku vegna langvinnra verkja í
rófubeini virðist vel viðunandi, þar sem átta af tíu
sjúklingum voru mjög ánægðir með árangurinn.
TÍÐNI UMFERÐARSLYSA Á
HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. ÁTJÁN ÁRA YFIRLIT
Höfundar: Brynjólfur Mogensen, Rúnar Sigfússon,
Sveinbjörn Brandsson, Borgarspítala.
Inngangur: Árlega lætur á þriðja tug manna lífið í
umferðarslysum, margir slasast auk milljarðakostnaðar.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni
umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu.
Aðferð: Gerð var tölvuúrvinnsla lögskráðra fbúa
höfuðborgarsvæðisins, sem lentu í umferðarslysum á
árunum 1974 til og með 1991 og komu á slysa- og
sjúkravakt Borgarspítalans. Upplýsingar um íbúafjölda
voru fengnar frá Hagstofu íslands. um ökutækjaeign frá
Umferðarráði og Bifreiðaskoðun Islands. Tíðnitölur eru
miðaðar við 1000 úr viðkomandi úrtaki.
Niðurstöður: Meðaltíðni slasaðra á hverja 1000 fbúa í
umferðarslysum var 11,8. Tíðni slasaðra var lægsl 9,2
1983, jókst um rúma tvo frá 1986 til 1987 en varð hæst
14,1 1990 og 16,5 1991. Árið 1991 var tíðni slasaðra
karla 17,6 miðað við 15,5 hjá konum. Langhæst var
tíðnin í aldurshópunum 15-19 ára 52,4 þar sem karlamir
slösuðust mun oftar 58,3 en konumar 46,4. Meðaltíðni
slasaðra sem þurfti að leggja inn á sjúkrahús var 1,2,
hæst 1,8 1975 og lægst 0,9 1979. Var 1,0 1990 og 1,2
1991. Breyting virðist hafa orðið á hlutfalli slasaðra eftir
tegund umferðarslysa ef miðað er við höfuðborgarsvæðið
árið 1975 og meðaltal áranna 1987-1990 í Reykjavík.
Slösuðum úr bifreiðaslysum hefur fjölgað úr 56% í
74% meðan slösuðum úr hjólreiðaslysum 18% og
gangandi 19% hefur fækkað í 9% og 10%. Slösuðunt úr
bifhjólaslysum hefur fækkað úr 7% í 6%. Umferðarslys
em algengust í september 11.1% en fæst í febrúar
5%. Minni munur er á milli vikudaga. Skráð ökutæki
Reykvíkinga jukusl úr 342 ökutæki/1000 íbúa 1974 í 522
ökutæki 1991 en þau vom flest 554/1000 íbúa 1988.
Umrœða: Tíðni slasaðra hefur ekki aukist með fjölgun
ökutækja fram að 1987 að hún jókst, einkum síðustu
tvö ár. Aukin tíðni innlagna vegna umferðarslysa hefur
þó ekki átt sér stað. Það hefur átt sér stað hlutfallsleg
fjölgun slasaðra úr bifreiðaslysum meðan gangandi og
hjólreiðaslysum hefur fækkað. Hugsanlega tíðniaukningu
má rekja til nýrra umferðarlaga 1987, aukinnar umræðu
um umferðarslys og breytts hugsunarháttar um bótarétt.
SKIPTIR MÁLI, HVORT ÞVAGLEGGUR
ER INNILIGGJANDI í EINN EÐA TVO
SÓLARHRINGA EFTIR GERVILIÐAAÐGERÐ?
Höfundar: Sigurður E Sigurðsson, Sigurður
Guðmundsson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Jóna S Ævarsdóttir,
Brynjólfur Mogensen, Borgarspítala.
Inngangur: Þvagfæravandamál eftir gerviliðaaðgerðir
em algeng. Rannsóknir hafa sýnt, að betra er að hafa
þvaglegg inniliggjandi einn sólarhring eftir aðgerð, frekar
en setja upp þvaglegg endurtekið til að koma í veg fyrir
þvagtregðu án þess að aukin hætta sé á sýkingu. Markmið
þessarar rannsóknar var að athuga hvort munur væri á
tíðni sýkinga eða annarra þvagfæravandamála eftir því
hvort þvagleggur var látinn vera einn eða tvo sólarhringa.
Aðferð: I rannsóknina völdust 100 sjúklingar, sem gengust
undir gerviliðaaðgerð á mjöðm eða hné á slysa- og
bæklunarlækningadeild Borgarspítalans. Sjúklingum var
skipt í tvo hópa eftir því hvort fæðingarár endaði á jafnri
tölu eða oddatölu.
I hópi I (oddatala, 44 sjúklingar) var þvagleggur hafður
í einn sólarhring. en í hópi II (jöfn tala, 56 sjúklingar)
í tvo sólarhringa. Þvagleggur var settur upp hjá öllum
að morgni aðgerðardags. Þvagræktanir voru teknar fyrir
aðgerð og síðan á L, 2., 7., og 12. degi eftir aðgerð. Allir
sjúklingamir fengu venjubundna sýklalyfjagjöf í tenglum
við aðgerð (cloxacillin, cefazolin eða clindamycin) og hjá
öllum vom gerviliðir steyptir í með gentamycinblönduðu
sementi. Öll þvagfæravandamál eftir aðgerð vom
skráð. Marktæk sýking í þvagi var talin vera >100 þús
sýklar/ml.
Niðurstöður: Enginn marktækur munur var milli hópanna
hvað varðar aldur, kyn, aðgerð eða fyrri þvagfærasögu.
Eflir aðgerð fengu 3/44 þvagtregðu í hópi I, en 2/56 í
hópi II (ekki marktækt). Fyrir aðgerð vom 10% allra
með þvagfærasýkingu. Eftir aðgerð vom einungis tveir
sjúklingar með sýkingu á 1. og 2. degi (hópur I). Á 12.
degi vom þrír sjúklingar í hvomm hópi með sýkingu.
Langalgengasti sýkingavaldurinn var E. Coli.
Umrœða: Ekki virðist skipta máli, hvort þvagleggur
er hafður inniliggjandi í einn eða tvo sólarhringa hjá
sjúklingum eftir gerviliðaaðgerðir, hvað varðar tíðni
sýkinga eða annarra þvagfæravandamála. Má því ætla, að
óhætt sé að hafa þvaglegg hjá þessum sjúklingum fyrstu
tvo sólarhringanna eftir aðgerð, án þess að bjóða heim
auknum vandamálum.