Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 44
132 LÆKNABLAÐIÐ Efniviður og aðferðir: Á tímabilinu desember 1987 til apríl 1991 voru 82 einstaklingar á aldrinum 43-88 ár meðhöndlaðir vegna 60 vatnshaula og 27 lyppublaðra. Meðferðin fór fram á göngudeild við sótthreinsaðar aðstæður. Stungið var ofarlega í vökvablöðruna með 17 G i.v. nál og allur vökvi vandlega dreginn út. Eistað var þreifað til að útiloka æxlisvöxt og 2-4 ml af 3% polidaconol sprautað inn og dreift um blöðruna. Sjúklingarnir voru sendir heim 'h -1 klst. síðar. Eftirlit á þriggja til fjögurra mánaða fresti. Niðurslöður: Vökvamagn vatnshaula var að miðgildi 110 ml og lyppublaðra 90 ml. Eftirlit var að miðgildi 15 mánuðir fyrir vatnshaula og 12 mánuðir fyrir lyppublöðrur. 68% vatnshaula læknaðist af einni meðferð og 88% af tveimur meðferðum. 48% lyppublaðra læknaðist af einni meðferð og 67% af tveimur meðferðum. 95% sjúklinganna voru ánægðir með árangurinn. Fylgikvillar voru: bólga (n=6), verkir (n=7) og blæðing (n=2). Niðurstaða: Herslimeðferð vatnshaula og lyppublaðra með polidaconol er einföld og ódýr. Fylgikvillar er fátíðir og árangur góður einkum hvað varðar vatnshaula. FJÖLDI SLAGÆÐAAÐGERÐA (VEGNA ÆÐAKÖLKUNAR) Á ÍSLANDI 1986 TIL 1990 Höfundur: Páll Gíslason, Landspítala. Fjöldi aðgerða á slagæðum á fslandi hefur aukist mikið á síðasta áratug, en nú eru 31 ár síðan fyrsta gervislagæðin var sett í sjúkling hérlendis. Ástæða þótti til að bera saman fjölda og tegundir aðgerða hér á landi við það, sem gert er í nágrannalöndum okkar og bera jafnframt saman þá áhættuþætti, sem áhrif hafa á aðgerðimar. 1. Aldur þjóðarinnar: Á íslandi eru 10,5% manna 65 ára og eldri, en hjá Svíum eru það 17,8%, Dönum 16,1%, Norðmönnum 16,3%, en Finnum 13,2%. íslendingar eru því ennþá ung þjóð. 2. Reykingar: Áhrifamesti skaðvaldurinn eru reykingar. Innflutningur á tóbaki pr. íbúa á íslandi er 2,21 kg., í Danmörku 2,76 kg., í Finnlandi 1,73 kg., í Noregi 1,12 kg. og í Svíþjóð 1,58 kg. En sé tekið tillit til fjölda þeirra, sem reykja, gerir þetta um einn pakka af vindlingum á dag á hvem reykingamann, nema í Noregi, hálfan pakka. 3. Aðstaða til meðferðar er góð á íslandi miðað við flest lönd. Árið 1990 vom gerðar 401 röntgenrannsókn á útlimaslagæðum. Slagæðaaðgerðir vom 1986: 276, en 379 árið 1990, sem gera 110 aðgerðir pr. 100 þús. íbúa 1986, en 137 aðgerðir pr. 100 þús. íbúa 1990. Meðalfjöldi aðgerða 1986-1990 var 302 á ári, en þær vom 27 »embolectomiur«, 56 »endarterectomiur«, 86 gerviæðar, 37 æðaútvíkkanir og 96 aðrar aðgerðir. Það sem eykst mest em gerviæðaaðgerðir og æðaútvíkkanir, en aðrar aðgerðir standa í stað. Borið saman við önnur lönd er fjöldinn eins og í Noregi og Svíþjóð, en Danir með 40 og Finnar 47 aðgerðir pr. 100 þús. íbúa, en í U.S.A. em þetta 250 aðgerðir. 4. Starfrænan árangur aðgerða er ekki aðstaða til að meta, en fjöldi meiri háttar aflimana vegna blóðþurrðar er að lokum mikilvægur mælikvarði á árangur þeirra. Aflimanir vom alls 54 (1986: 10, 1987: 8, 1988: 15, 1989: 11 og 1990: 10) eða 10.8 per ár. Tíðni verður því 4,3 aflimanir á 100 þús. íbúa á ári. í Finnlandi em aflimanir 1500 á ári eða 30 á 100 þús. íbúa, sama og í Málmeyjarléni, en í Gautaborg var talan um 34,3. Alyktun: Það er ljóst, að fjöldi slagæðaaðgerða á eftir að aukast, þegar þjóðin eldist. Aðgerðir hafa hingað til borið góðan árangur, með lágri tíðni aflimana, þegar borið er saman við aðrar vestrænar þjóðir. ÆÐAÚTVÍKKUN OG »STENT INNLÖGN« í ILIACA SLAGÆÐAR Höfundar: Theodór Sigurðsson, T. Larzon, M. Frank, K A Johnsson, B. Stemberg, Örebro, Svíþjóð. Formáli: Æðaútvíkkun er fullgild meðferð við þrengslum og styttri lokunum í grindarslagæðum. Að lokinni útvíkkun er árangur þó stundum vafasamur vegna óreglulegra eða illeftirgefanlegra þrengsla. Einnig getur fláning (dissection) verið til staðar og valdið lokun. Árangur úlvíkkunar við lengri lokanir er auk þess heldur lakur. Við höfum í vissum tilfellum lagt »stent« að lokinni útvíkkun í grindarslagæðum. Efniviður: Á tímabilinu febrúar 1991 til mars 1992 vom 29 einstaklingar meðhöndlaðir vegna 34 æðabreytinga. Tuttugu og fjórir höfðu »claudicatio intermittens« og hjá fimm var veruleg hætta á aflimun. Þrengingar vom 19 (0,5-5 cm) og lokanir 15 (2-15 cm). Staðsetningar vom: samslagæð grindar (iliaca comm) 19, ytri- grindarslagæð (ilica ext.) 11, lærslagæð (femoralis comm.) tvær, tvær lokanir náðu yfir samslagæð grindar og ytri grindarslagæð. Allar aðgerðir fóm fram í gegnum stungusár (perkutan). »Stenti« var komið fyrir á blásningsblöðrunni og þanið út í þrengslasvæðinu. Ábendingar vom 15 sinnum þrengsli þrátt fyrir útvíkkun, fimm fláningar eftir útvíkkun og 14 lokanir > 2 cm. Eftirlit fór fram eftir 1, 3, 6 og 12 mánuði. Þá vom gerðar þrýstingsmælingar og í vafatilfellum æðamyndataka. Niðurstöður: í þremur tilfellum tókst ekki að koma leiðara í gegnum lokun og í tveimur tilfellum varð segamyndun með lokun vegna fláningar. Tuttugu og níu æðar tókst hins vegar að opna. Tuttugu og fimm tilfellum hefur verið fylgt í sex mánuði, þar af em tvær æðar, sem ekki tókst að opna. Tveir sjúklingar höfðu látist, en í öðmm tilfellum (n=21) stóðu æðamar opnar. Fimm tilfellum hefur verið fylgt í 12 mánuði og eru allar æðar opnar. Fylgikvillar vom fláning (n=3), blæðing (n=3), sýndargúll (pseudoaneurysm) (n=2), segamyndun og blóðrek (n=l), hjartabilun (n=l) og hiti (n=l). Ályktun: Hægt er að leggja »stent« í iliaca slagæðar og sennilega bæta þannig árangur útvíkkunar í völdum tilfellum. BROTTNÁMSAÐGERÐIR í KVIÐARHOLI MEÐ KVIÐSJÁ Á KVENNADEILD LANDSPÍTALANS 1991-1992 Höfundar: Arni Scheving Thorsteinsson, Auðólfur Gunnarsson, Landspítala. Notkun kviðsjár við aðgerðir í kvið og grindarholi hefur færst mjög í vöxt á undanfömum ámm. Á kvennadeild Landspítalans hefur kviðspeglun verið stunduð síðastliðna tvo áratugi. Síðustu misseri hafa í auknum mæli verið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.