Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1993, Page 5

Læknablaðið - 15.10.1993, Page 5
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 297-304 297 Magnús Haraldsson, Páll Torfi Önundarson, Lena Bergmann MYNDUNARHRAÐI LEYSIÁSTANDS VIÐ GJÖF STREPTÓKÍNASA ÁGRIP Veruleg eyðing margra plasmaprótína er komin fram einni og hálfri klukkustund eftir gjöf segaleysandi lyfja. Mæling leysiástands er oft talin vísbending þess að nægileg meðferð hafi verið gefin til upplausnar blóðsega. Lyf, sem valda litlu leysiástandi (til dæmis rt-PA), eru þó að minnsta kosti jafnvirk þeim, sem valda miklu leysiástandi í klínískum rannsóknum (SK, APSAC, UK). Glasarannsóknir benda til sterkra tengsla á milli ensímatískrar storkuleysingar og styrks plasmínógens í plasma. Markvissar mælingar á hversu hratt leysiástand myndast hafa hins vegar ekki verið gerðar á mönnum, með það fyrir augum að meta hvort segaleysing fari minnkandi með vaxandi leysiástandi og minnkandi þéttni plasmínógens. Blóð var dregið úr sex sjúklingum sem fengu streptókínasa, (SK) 1.500.000 I.U. á 60 mínútum, vegna gruns um bráða kransæðastíflu. Sýni voru dregin fyrir upphaf meðferðar og síðan með stuttu millibili eftir að hún hófst (5, 10, 20, 40 og 80 mínútum eftir upphaf meðferðar). Mælt var magn plasmínógens, andplasmíns og fíbrínógens í plasma. Plasmínógen reyndist minnkað í 47±7% af upphaflegu eftir 10 mínútur og 24±4% 20 mínútum eftir upphaf gjafar. Eftir 40 og 80 mínútur var plasmínógen 15±1% og 10± 1 % af upphaflegu. Andplasmín var 53±11% eftir fimm mínútur, 19±5% eftir 10 mínútur og nánast uppurið eftir 20 mínútur. Þéttni fíbrínógens minnkaði einnig fljótt, en þó heldur hægar en þéttni plasmínógens. Ffbrínógen var 72±8% af upphaflegu eftir 10 mínútur, 19±9% eftir 20 mínútur og 6±1% eftir 40 og 80 mínútur. Sterk fylgni (boglínuferill, R2=,94) fannst milli styrks fíbrínógens og plasmínógens meðan á SK- meðferð stóð. Frá Rannsóknastofu í blóðmeinafræði, Landspítalanum. Bréfaskipti, fyrirspurnir; Páll Torfi Önundarson, Rannsókna- stofu í blóðmeinafræði, Landspítalanum, 101 Reykjavík. Mikið leysiástand og eyðing plasmínógens reyndist þannig vera fyrir hendi innan fárra mínútna af SK-gjöf. Sé tekið mið af glasarannsóknum má leiða líkur að því, að lítil segaleysing verði eftir fyrstu 10-20 mínútur meðferðar vegna skorts á plasmínógeni í plasma og að þörf sé breytinga á meðferð til að forðast eyðingu plasmínógens. Hægt er að áætla þéttni plasmínógens samkvæmt þéttni fíbrínógens. INNGANGUR Storkuleysing byggir á umbreytingu óvirks ensíms, plasmínógens, sem fastbundið er fíbríni í virkt prótínbrjótandi ensím, plasmín (mynd 1). Við lífeðlisfræðilegar aðstæður verður þetta niðurbrot fyrir áhrif vefjahvata plasmínógens (tissue plasminogen activator, t-PA), sem myndast í æðaþelsfrumum, og úrókínasa (UK, tcu-PA), sem myndast í þvagfærum (1,2). Öll segaleysandi lyf eru plasmínógen-hvatar. Við gjöf slíkra lyfja verður niðurbrot á fíbríni, eins og að ofan greinir, og jafnframt getur orðið niðurbrot á plasmínógeni í blóði, mismunandi mikið eftir gerð og magni gefins lyfs. Frítt plasmín, sem þannig myndast (og er ekki hamið af plasmínhemlum eins og andplasmíni), brýtur niður ýmis plasmaprótín eins og til dæmis fíbrínógen og aðra storkuþætti. Þannig hefur myndast leysiástand (»lytic state«) 90 mínútum eftir upphaf meðferðar (3). Yfirleitt er talið að leysiástandið sé merki þess, að nægilegt magn lyfs hafi verið gefið og sé þannig forsenda þess að segaleysing verði (4). Jafnframt er talið að blóðþynningaráhrif vegna eyðingar storkuþátta geti komið í veg fyrir endursegamyndun eftir meðferð (4,5). Leysiástandið var lengi talið eiga þátt í þeirri blæðingarhættu, sem fylgir notkun segaleysandi lyfja (1). Rannsóknir á sjúklingum hafa þó leitt í ljós, öfugt við það sem ætlað var, að lyf sem valda litlu leysiástandi (til dæmis rt-PA) eru að minnsta

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.