Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1993, Page 15

Læknablaðið - 15.10.1993, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 307 Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga efnivið og ábendingar fyrir aðgerð og kanna árangur aðgerða frá fegrunarsjónarmiði og fylgikvilla þeirra. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Frá mars 1963 til ársloka 1990 var framkvæmd 61 aðgerð vegna trektarbringu á brjóstholsaðgerðadeild Landspítalans. Af þessum 61 sjúklingi voru 16 konur og 45 karlar. Aldursdreifing sést á mynd 6. Yngsti sjúklingurinn var fjögurra ára telpa en sá elsti 36 ára kona. Aflögun var dæmd af viðkomandi skurðlækni fyrir aðgerð. Hún var dæmd mikil hjá 53 og töluverð hjá átta. Ljósmyndir af bringum flestra sjúklinganna voru teknar fyrir aðgerð, við útskrift og lokaeftirlit, sem var oftast einu ári eftir aðgerð eða þegar spöng var fjarlægð. Á þennan hátt var reynt að dæma ástandið fyrir og eftir aðgerð og lokaárangur, jafnframt því sem mat skurðlækna var einnig lagt til grundvallar. Huglæg einkenni voru skráð í sjúkraskrár. Hlutlæg einkenni voru fátíð en þeir, sem ástæða þótti til, voru rannsakaðir nokkuð ítarlega fyrir aðgerð, einkum seinni árin og þá sérstaklega þeir er kvörtuðu um hjartsláttartruflanir eða önnur einkenni sem tengdust hjarta. Öndunarmælingar og blóðgös voru gerð hjá 29 og hjartalínurit hjá 53. Aðeins í tveimur tilfellum þótti ástæða til að gera hjartaþræðingu. Skurðtœkni: Aðgerð við trektarbringu höfum við nefnt Chondro-costo-stenmm plastic. Þessi aðgerð er að nokkri leyti þróuð á brjóstholsaðgerðadeildinni. Hún er í því fólgin að gerður er þver- eða langskurður yfir bringubeini, og allir geislungar og rif í rangri legu eru fjarlægð, en brjósk og beinhimna skilin eftir þannig að nýir geislungar og rif geti myndast. Flagbrjósk (processus xiphoideus) er einnig fjarlægt. Þríhyrndur fleygur er meitlaður þvert úr bringubeini rétt ofan við þann stað þar sem það sveigir aftur á við, ein hliðin á þríhyrningnum veit fram á við en horn aftur á við. Þess er vandlega gætt að láta beinhimnuna að aftanverðu halda sér. Neðrihluti bringubeins, brjósk og beinhimnur eru síðan færð í rétta legu og fest með stálspöng, sem komið er fyrir í gegnum bringubeinið og spöngin látin hvfla framanvert á rifjurn beggja vegna við það. Annar endi spangarinnar er festur með vír við rif en 1963-1969 1970-1979 1980-1990 Mynd 5. Fjöldi aðgerða við trektarbringu frá 1963 til 1990. Góður Viðunandi Lélegur Upplýsingar vantar Mynd 7. Arangur aðgerða að mati skurðlœkna.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.