Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1993, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.10.1993, Qupperneq 16
308 LÆKNABLAÐIÐ 30 Verkir Þreyla+mæði Annað Engin Mynd 8. Huglceg einkenni. I síðustu súlunni eru sjúklingar með geðræn einkenni sem tengjast lýtinu. Loftbrjóst Sermi ígerð Annað Mynd 9. Aukakvillar. hinn ekki, þannig að spöngin getur hreyfst óhindrað við öndun og áreynslu. Leitast er við að hafa stálspöngina í eitt ár eftir aðgerð. Þessi skurðtækni er víða svipuð, en þróun hennar á Landspítalanum er einkum fólgin í eftirfarandi: í fyrstu voru notuð rif til að halda bringubeini í réttri legu þar til það greri. Þar sem það gafst ekki nógu vel var farið að nota stálspangir sem voru hannaðar á Landspítalanum. Þær voru í fyrstu festar við rif, beggja vegna við bringubeinið, en það gafst ekki nógu vel. Festingar vildu slitna stundunr jafnvel báðar og spöngin fór á skrið gat stungist út undir húð, valdið óþægindum og hætta var á húðrofi. Þá var farið að festa spöngina einungis öðrum megin, sem reyndist mikið betur, enda skynsamlegra þar sem bringan og spöngin eru á stöðugri hreyfingu bæði vegna öndunar og áreynslu. Einnig þurfti að taka tillit til að þetta voru oft ungir einstaklingar í hröðum vexti. Eftir að farið var að gera þetta losnuðu spangirnar sára sjaldan. I fyrstu voru þær fjarlægðar eftir þrjá til fjóra mánuði, en þar sem aflögunin vildi að okkar mati stundum koma að einhverju leyti aftur, lengdum við tímann í um það bil eitt ár. Þetta olli sjúklingunum engum óþægindum, og gaf betri raun frá fegrunarsjónarmiði. NIÐURSTÖÐUR Af 61 sjúklingi, sem fór í aðgerð vegna trektarbringu, voru 53 taldir hafa mikla aflögun en átta töluverða. Arangur aðgerðar, hvað varðar lagfæringu á lýti, var samkvæmt mati skurðlækna fiokkaður í þrjá flokka (mynd 7). Hann var talinn góður hjá 45 sjúklingum, viðunandi hjá níu en lélegur hjá sex, en þeir höfðu fengið sýkingu í skurðsár og spöng þar af leiðandi fjarlægð fyrr en ráðgert var. I einu tilfelli var upplýsingar um árangur ekki að finna í sjúkraskrá. Mynd 8 gefur niðurstöður huglægra einkenna. Tuttugu og tveir sjúklingar höfðu engin líkamleg einkenni, en í þeim hópi voru einkum þeir er höfðu einhver geðræn vandamál vegna lýtisins. Hjá 29 sjúklingum var öndunargeta könnuð fyrir aðgerð með öndunarmælingum og hjá 13 þeirra kom í ljós minniháttar skerðing, sem ekki var talin sjúkleg, en hjá einum var öndunargeta skert. Hjartalínurit voru gerð hjá 53 sjúklingum og sýndu þau minniháttar frávik frá eðlilegu riti hjá 14, en eitt var sjúklegt, þeim santa

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.