Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1993, Side 21

Læknablaðið - 15.10.1993, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79; 313-20 313 Laufey Tryggvadóttir1), Helgi Birgisson5), Jón Gunnlaugur Jónasson2), Hrafn Tulinius3-4) UPPLÝSINGAR UM DÁNARMEIN Á DÁNARVOTTORÐUM ÁGRIP Rannsóknir benda til þess að upplýsingar um undirrót dánarmeins á dánarvottorðum séu talsvert óáreiðanlegar. Þegar þær hafa verið bornar saman við upplýsingar á krufningarskýrslum hefur komið fram allt frá 25% og upp í 56% misræmi. I íslenskri rannsókn kom fram um 33% misræmi. Hér er greint frá athugun á áreiðanleika upplýsinga um undirrót dánarmeins á dánarvottorðum íslenskra krabbameinssjúklinga. Tilgangurinn var að athuga hvort áreiðanleikinn væri ólíkur eftir dánarorsökum, og að skoða sérstaklega hina ýmsu fiokka krabbameina. Gerður var samanburður á dánarvottorðum og krufningarskýrslum fyrir einstaklinga, sem höfðu látist og verið krufnir, úr eftirfarandi tveimur hópum. A: Allir sem greindust með krabbamein á árunum 1971-1973 (fjöldi 326) og B: Allar konur sem greindust með brjóstakrabbamein árin 1974-1983 (fjöldi 118). Hjá hópi A kom fram 25% heildarmisræmi. Fyrir þá sem létust úr krabbameinum var misræmið aðeins 18%, en 42% fyrir þá sem létust úr blóðrásarsjúkdómum og um 73% þegar dánarmein voru sjúkdómar í öndunarfærum. Innan krabbameina var best útkoma hjá þeim sem létust úr brjóstakrabbameini, en misræmi var talsvert fyrir krabbamein í meltingarvegi. Hjá hópi B var heildarmisræmi rúmlega 8%. Hjá þeim konum sem létust af völdum brjóstakrabbameins var það 7%. Næmi dánarvottorðanna fyrir brjóstakrabbamein var 93% og jákvætt spágildi 97%. Frá ')Tölvinnustofu Krabbameinsfélags íslands, 2) Rannsóknastofu Háskóla íslands í meinafræði, 3) Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 4) læknadeild Háskóla (slands. 5)Læknanemi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Laufey Tryggvadóttir, Tölvinnustofu Krabbameinsfélags íslands, Skógarhlið 8, 105 Reykjavík. Við ályktum að gæði upplýsinga á dánarvottorðum tengist því verulega hvert dánarmeinið er, og að fyrir brjóstakrabbamein á Islandi séu upplýsingarnar viðunandi. INNGANGUR Upplýsingar um undirrót dánarmeins eru mikilvægar fyrir faraldsfræðilegar rannsóknir, bæði rannsóknir sem lýsa dánarorsökum hópa og líka rannsóknir á afdrifum einstaklinga. Á dánarvottorð skráir læknir sjúkdómsgreiningar einstaklingsins sem látist hefur. Hann gætir þess að raða þeim þannig að hægt sé að sjá hverja hann telur undirrót dánarmeins (underlying cause of death). Skilgreining Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er: »(a) The disease or injury which initiated the train of morbid events leading directly to death, or (b) the circumstances of the accident or violence which produced the fatal injury« (1). Starfsmaður Hagstofunnar fer eftir alþjóðlegum reglum við val á einni af greiningunum sem undirrót. Fulltrúi landlæknis endurskoðar þetta val og leiðréttir, en læknum er skrifað ef upplýsingar eru ófullnægjandi. Á tímabili því sem hér um ræðir hafa aðeins tveir læknar unnið þetta verk fyrir landlækni. Erlendar athuganir á gæðum upplýsinga um undirrót dánarmeins á dánarvottorðum hafa gefið til kynna umtalsverðan óáreiðanleika. Samanburður á dánarvottorðum og niðurstöðum krufninga í Bandaríkjunum og ýmsum löndum Evrópu hefur sýnt misræmi frá 25% og upp í 56% (2-4). í nýlegri íslenskri rannsókn kom fram um 33% misræmi er undirrót dánarmeins við krufningu var borin saman við undirrót dánarmeins og/eða annað ástand óskylt en samverkandi að dauða á dánarvottorði (5). Komið hefur í ljós að gæði upplýsinga á dánarvottorðum tengjast því hver dánarorsökin

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.