Læknablaðið - 15.10.1993, Qupperneq 26
318
LÆKNABLAÐIÐ
í töflu IV sést að af 240 manns sem
létust af völdum krabbameina, samkvæmt
krufningaskýrslum fengu aðeins 198
sömu undirflokkun á dánarvottorði. Næmi
dánarvottorðanna fyrir rétt flokkuðum
krabbameinum var því 82%. Einnig má
sjá í töflu IV að af þeim 229 manns
sem dánarvottorðin töldu hafa látist af
völdum krabbameina reyndust 196 vera
með rétta undirflokkun. Jákvætt spágildi
dánarvottorðanna var því 86%. Þegar litið var
á einstök krabbamein (tafla IV) voru bæði
næmi og jákvætt spágildi mismunandi. Fyrir
brjóstakrabbamein voru næmi og jákvætt
spágildi 100% (12/12), fyrir lungnakrabbamein
var næmið 87% (40/46) en jákvætt spágildi
93% (40/43), fyrir blöðruhálskirtilskrabbamein
var næmi 100% (11/11) en jákvætt spágildi
85% (11/13), fyrir briskirtilskrabbamein var
næmi 70% (11/16) en jákvætt spágildi 100%
(11/11) og fyrir inagakrabbamein var næmi
82% (23/28) en jákvætt spágildi 92% (23/25).
í hópi B voru þær 752 konur sem greindust
með bjóstakrabbamein árin 1974-1983 að
báðum meðtöldum. Ur hópnum höfðu 406
látist fyrir 1. desember 1990. Þar af höfðu
118 konur (29%) verið krufnar. Dánarorsökin
reyndist vera brjóstakrabbamein hjá 85 þeirra,
eða hjá 72%.
Þegar gert var upp ofmat og vanmat var
brjóstakrabbamein vanmetið um samtals
5% (tafla V). Næmi dánarvottorðanna fyrir
brjóstakrabbamein var 93% og jákvætt
spágildi var 97%. Þegar litið var á allar
dánarorsakir í hópnum var algjört misræmi
milli krufningarskýrslu og dánarvottorðs í 4%
tilfella og hálfgert í 4%, samtals 8% (tafla
VI). Fyrir brjóstakrabbamein var samtals
misræmi 7%.
UMRÆÐA
I rannsóknarhópi A var heildarmisræmi í
undiiTÓt dánarmeins milli krufningarskýrslu
og dánarvottorðs 25%, sem er lítið miðað við
aðrar rannsóknir (2-5). Misræmið var aðeins
um 18% fyrir þá sem létust úr krabbameinum
samkvæmt krufningarskýrslu, en það var
talsvert meira þegar litið var á blóðrásar-,
Table V. Diagnostic categoríes of underíying cause,
accorging to autopsy, compared with death certificate -
group B.
Diagnostic category No. Autopsy record Death- certificate
ii. Neoplasm, malignant breast 85 81
others 9 12
VII. Circulatory 14 16
VIII. Respiratory 4 3
IX. Digestive 3 3
XVII. Accidents 3 3
All categories 118 118
Table VI. Comparison of underlying cause of dealh as found at autopsy, with death certificate - Group B. Type of
disagreement.
Autopsy record Type of disagreement
Disease category Disagreement Total Subcategoric
II. Neoplasm, malignant breast No. (%) 85 6 3 3
(100) (7) (4) (4)
others 9 1 0 1
(100) (11) (0) (11)
VII. Circulatory 14 2 1 1
(100) (42) (14) (29)
VIII. Respiratory 4 1 1 0
(100) (25) (25) (0)
IX. Digestive 3 0 0 0
(100) (0) (0) (0)
XVII. Accidents 3 0 0 0
(100) (0) (0) (0)
All categories 118 10 5 5
(100) (8) (4) (4)