Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1993, Page 27

Læknablaðið - 15.10.1993, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 319 öndunarfæra- og meltingarfærasjúkdóma. Heildarniðurstaðan er góð miðað við aðrar rannsóknir, sem skýrist að hluta til af því hve stór hluti rannsóknarhópsins voru krabbameinssjúklingar. Þegar litið er á einstök krabbamein í töflu IV var talsvert misræmi hjá einstaklingum sem létust úr krabbameinum í meltingarvegi og lungum. Dánarvottorðin misstu til dæmis af stórum hluta briskrabbameina, þar var næmið aðeins tæp 70%. Fyrir brjóstakrabbamein voru bæði næmi og jákvætt spágildi 100%. I rannsóknarhópi B, þar sem 75% dauðsfalla orsökuðust af brjóstakrabbameinum, var nákvæmni dánarvottorðanna mun meiri. Heildarmisræmi var þar aðeins 8%. Næmi var 93% fyrir brjóstakrabbameinum og jákvætt spágildi 97%. I þessari rannsókn var litið svo á að upplýsingar á krufningarskýrslunr gæfu rétta mynd af dánarorsök. Sjálfgefið er að ekki má búast við að svo sé í öllum tilvikum. Sanrt er talið líklegt að bestu heimildirnar um raunverulega dánarorsök séu niðurstöður þær sem meinafræðingur kemst að við krufningu, þar sem hann hefur einnig upplýsingar um gang sjúkdóms og niðurstöður rannsókna, þar sem það á við (2,6). Hins vegar er sá galli á þessari aðferð að ekki er víst að niðurstöður um áreiðanleika dánarvottorða gildi um þá sem ekki voru krufnir. Niðurstöður verða bjagaðar (biased) ef það val sem ræður því hverjir verða krufnir tengist líkindum á því að dánarvottorðið gefi til kynna rétta eða ranga dánarorsök. Ekki þurfti að taka úrtak í þessari rannsókn. Þannig er oft um rannsóknir sem byggjast á okkar mannfáa þýði. Það er styrkleiki og eykur alhæfingargildi rannsóknarinnar. Þess ber þó að gæta að niðurstöðurnar eru líklega háðar þeim tíma sem rannsóknin nær til. Líklegt er að tilfærslur verði milli ofgreindra og vangreindra sjúkdóma á dánarvottorðum, eftir því sem þekking lækna breytist. Hugsanlega hefur til dæmis næmi dánarvottorða aukist hvað varðar lungnakrabbamein á síðustu árum, því læknir sem fyllir út dánarvottorð í dag gerir frekar ráð fyrir lungnakrabbameini sem dánarorsök þar sem nýgengið hefur aukist. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að dánarvottorð séu nokkuð góð heimild sem endapunktur í rannsóknum á afdrifum kvenna með brjóstakrabbamein. Hins vegar virðast þau vera síður áreiðanleg heimild ef skoða á krabbamein sem eru minna aðgengileg til greiningar, og sama virðist gilda urn blóðrásarsjúkdóma og öndunarfærasjúkdóma. ÞAKKIR Við þökkurn Jóni Má Björnssyni líffræðingi fyrir vinnuframlag til rannsóknarinnar, sem var liður í námi Jóns Más og Helga Birgissonar í faraldsfræði krabbameina við Norræna sumarháskólann sumarið 1991. Stærsti hluti rannsóknarvinnunnar var unninn af Helga, sem fjórða árs verkefni við læknadeild HÍ. Við þökkum Hagstofu íslands fyrir veittar upplýsingar og Krabbameinsfélagi Islands fyrir að fjármagna verkefnið. SUMMARY Research has indicated low accuracy of information on the underlying cause of death, recorded on death certificates. When compared to autopsy data, discrepancy has been reported for between 25% and 56% of cases. An Icelandic study reported around 33% discrepancy. Here we report an investigation on the accuracy of information on the underlying cause of death on death certificates of Icelandic cancer patients. The aim was to look for differences in accuracy according to various causes of death, specifically between various cancer groups. Death certificates were compared to autopsy reports for those patients from the following two study groups, who had been autopsied. A: All cancer patients diagnosed in 1971 to 1973 (n=326). B: All women diagnosed with breast cancer in 1974 to 1984 (n=l 18). In group A we found 25% discrepancy. For cancer deaths the discrepancy was 18%, for circulatory diseases it was 42% and for respiratory diseases 73%. Among cancer deaths, breast cancer had high accuracy, whereas it was low in cancers of the digestive tract. For group B, where three fourth of deaths were caused by breast cancer, the total discrepancy was around 9%. Sensitivity of the death certificates for breast cancer was 93% and the positive predictive value 97%. We conclude that the accuracy of death certificates depends on the cause of death and that for breast cancer in Iceland, the accuracy is satisfactory.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.