Læknablaðið - 15.10.1993, Blaðsíða 34
324
LÆKNABLAÐIÐ
tókst að afla upplýsinga um meðalfjölda
innlagna barna á barnadeild Landakotsspítala
yfir þetta sama tímabil, þar sem skráning var
þar ekki tölvuvædd fyrr en eftir 1984.
Arið 1981 var heildarfjöldi innlagðra barna
á aldrinum 0-14 ára á sjúkrastofnanir
á íslandi 6416. Heilbrigð nýfædd börn
á fæðingardeildum eru ekki talin með.
Algengustu sjúkdómsgreiningar þessara barna
voru öndunarfærasýkingar og sjúkdómar í
skynfærum (9).
Fram hefur komið í fyrri rannsóknum, að
geðrænir sjúkdómar meðal innlagðra barna
á sjúkrahúsum hér á landi eru hverfandi hluti
af sjúkdómsgreiningu (9). Hins vegar kom í
ljós að stór hluti þeirra barna, eða 18,4%, sem
voru lögð inn á stærstu sjúkrahús landsins
árið 1981 lengu sjúkdómsgreininguna:
óljóst ástcmd (9). Líklega hefur verið um
að ræða geðræn vandamál sem voru ekki
sjúkdómsgreind. Mannino og Dubois komust
að þeirri niðurstöðu í rannsóknum sínum,
að sérfræðingar þurfi að öðlast allmikla
sérþekkingu innan sérgreinar sinnar til
að skilja sálrænar þarfir sjúklinga sinna,
sérstaklega þegar um börn og unglinga er að
ræða, og að geta vísað þeim til barnageðlækna
til ráðgjafar, nánara mats og meðferðar
(10,11).
Rannsóknir hafa leitt í ljós, að við alvarlega
líkamlega sjúkdóma koma oft fram geðræn
vandamál sjúklinga, bæði hjá börnum,
unglingum og fullorðnum (1,12). Hjá yngri
börnum ber sérstaklega á óróleika og
eirðarleysis, hjá eldri börnum og unglingum
eru kvíði, þunglyndi og sállíkamlegar
kvartanir meira áberandi (1).
Augljóst er af þessari athugun að
barnageðlæknisfræðileg ráðgjöf og þverfagleg
teymisvinna á barnadeildum er í lágmarki hér
á landi miðað við nágrannalönd okkar (5-7)
og líklegast er einungis beðið um ráðgjöf í
erfiðustu tilvikum og þegar um langvarandi
vandamál hefur verið að ræða.
Rannsóknir hafa að vísu gefið til kynna,
að ástæðan fyrir því að sjúklingi er vísað
til geðlæknis fer ekki alltaf eftir því, hve
geðtruflanir eru alvarlegar, heldur eftir ýmsu
öðru eins og til dæmis »óskýrðum líkamlegum
einkennum«, »truflandi hegðun sjúklings« og
»þekkingu og viðhorfi lœknis« (12). Læknar
telja jafnvel oft, að ekki sé um geðtruflun að
ræða og finnst að geðlæknir geti ekki hjálpað.
Einnig geta þeir verið hræddir við að særa eða
móðga sjúkling og fjölskyldu hans ef beðið er
um ráðgjöf (13).
í nágrannalöndum okkar hefur á síðustu 30
árum verið komið á þverfaglegu samstarfi
milli barnalækna, barnageðlækna, sálfræðinga
og félagsráðgjafa með góðum árangri (5-
7,14). Athuganir hafa sýnt fram á, að beðið
er um álit geðlæknis að meðaltali fyrir 4%
fullorðinna sjúklinga á almennum sjúkrahúsum
í Bandaríkjunum (15). Við athugun á þjónustu
geðlækna á Landspítala árið 1983 kom í
ljós, að beðið var um álit geðlækna fyrir
1,6% fullorðinna sjúklinga á Landspítala
sem er í lægra lagi miðað við sjúkrahús í
Bandaríkjunum (12).
Á töflu III má sjá að aukning varð á
tilvísunum frá Barnaspítala Hringsins á
árunum 1983-1985. Þetta má líklegast rekja
til þess að um líkt leyti hóf barnageðlæknir
að taka þátt í stofugangi einu sinni í viku á
barnadeildinni.
I athugun þessari kemur í ljós að »sérstök
heilkenni« (307), en undir þau falla ýmis
sállíkamleg vandamál, er algengasti
sjúkdómurinn sem greindur er eða 16%.
Tilfinningaerfiðleikar greindust aðeins
í 7,8% tilfella. Tilfinningavandmál eru
greind þrisvar sinnum oftar hjá stúlkum en
drengjum. í svipuðum athugunum hefur verið
sýnt fram á að þunglyndi er oft algengasti
sjúkdómurinn sem geðlæknar eru kvaddir til
að sjá á almennum sjúkradeildum (12,15).
Þunglyndiseinkenni hjá börnum og unglingum
eru önnur og oft óljósari en hjá fullorðnum
(16).
Þroskafrávik (315) greindust hjá 10,7%
barna, en þessi hópur barna er talinn þjást af
misþroska og er þar jafnframt oft um vefrænar
geðtruflanir að ræða.
í töflu IV má sjá aðra flokka geðsjúkdóma
sem greindir voru. Af þeim eru
hegðunarerfiðleikar (312) algengastir eða
8,7%, en þeir eru mun algengari hjá drengjum
en stúlkum, og vangefni sem var greind
í 7,3% tilfella. Áfengisvandamál meðal
unglinga og lyfjamisnotkun er að öllum
líkindum vangreind eða þar ef til vill sjaldnar
kallað á geðlækni til ráðgjafar en við aðrar