Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1993, Page 37

Læknablaðið - 15.10.1993, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 327-32 327 Dögg Pálsdóttir RÉTTINDI SJÚKLINGA INNGANGUR A síðustu árum hefur athygli manna í æ ríkari mæli beinst að því hver réttur sjúklinga sé. Meðal annars hefur Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar látið málið til sín taka og unnið að yfirlýsingu um réttindi sjúklinga. Þegar viðfangsefnið réttindi sjúklinga ber á góma koma margar spurningar upp í hugann, en þó tvær helstar: Eiga sjúklingar einhvern rétt og ef svo er hver er sá réttur? Er tryggt að sjúklingar viti um rétt sinn og þá hvernig? EIGA SJÚKLINGAR EINHVERN RÉTT OG EF SVO ER HVER ER SÁ RÉTTUR? Sjúklingar njóta tvímælalaust ýmissa réttinda. Þessi réttindi eiga sér víða stoð, en það er mismunandi eftir löndum hvar reglur um þetta efni er að finna. Sú leið hefur víða verið farin að setja sérstök lög um réttindi sjúklinga. I mörgum tilvikum felst réttur sjúklinga í skyldum sem lagðar eru á aðra, svo sem heilbrigðisstéttir, sem tryggja eiga sjúklingum rétt. Hér á landi er reglur um réttindi sjúklinga einkum að finna í: - siðareglum heilbrigðisstétta - kjarasamningum - löggjöf og stjórnvaldsreglum Réttindi samkvœmt siðareglum heilbrigðisstétta: Allflestar heilbrigðisstéttir hafa sett sér siðareglur. I þessum reglum er að finna ýmis ákvæði þar sem skyldur eru lagðar á heilbrigðisstéttirnar sem tryggja sjúklingum réttindi. Þannig ítreka siðareglur lækna upplýsingaskylduna sem og trúnaðar- og þagnarskylduna. Réttindi samkvœmt kjarasamningum: Réttur til sjúklinga samkvæmt kjarasamningum snýr fyrst og fremst að greiðslu launa í ákveðinn tíma og kemur til viðbótar lagaákvæðum Erindið var flutt á ráðstefnu Samtaka heilbrigðisstétta 20. mars 1992. um þetta efni. í kjarasamningum er og að finna ákvæði um skyldu vinnuveitenda til að greiða 1% af öllum launum til sjúkrasjóða stéttarfélaga. Tilgangurinn með stofnun sjúkrasjóðanna var að veita lausráðnum starfsmönnum. tímakaupsmönnum sem engan rétt áttu til veikindagreiðslna frá atvinnurekendum, fjárstuðning í veikindum. Um rétt félagsmanna til greiðslna úr sjúkrasjóði fer eftir ákvæðum reglugerðar viðkomandi sjóðs. Almennt gilda þær reglur að dagpeningar eru greiddir frá þeim tíma sem samningsbundinni eða lögbundinni greiðslu frá atvinnurekanda lýkur. Réttindi sjúklinga samkvœmt löggjöf og stjórnvaldsreglum: A. Lög um heilbrigðisþjónustu. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 97/1990 með síðari breytingum) skulu allir landsmenn eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma er tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði. Seint verður hægt að fullnægja eftirspurn eftir fullkomnustu heilbrigðisþjónustu og því nauðsynlegt að setja henni einhverjar skorður. Lögin um heilbrigðisþjónustu segja að veita skuli þá fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er tök á að veita. Þama er væntanlega kjami málsins því eðlileg takmörk fullkomnustu heilbrigðisþjónustu hljóta að vera efnahagsaðstæður á hverjum tíma og fjárveitingar Alþingis til heilbrigðisþjónustunnar. Ef fjárveitingar em skertar hlýtur að vegast á matið á því að minnka þjónustuna annars vegar og hinu að auka greiðsluhlutdeild sjúklinga. B. Greiðsla fyrir heilbrigðisþjónustu. Hér á landi er greiðsla fyrir heilbrigðisþjónustu tvíþætt. Annars vegar er til hennar greitt með beinum fjárframlögum úr ríkissjóði. Þannig er greitt fyrir þorra kostnaðar við

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.