Læknablaðið - 15.10.1993, Side 42
332
LÆKNABLAÐIÐ
Heilbrigðisstéttir, ekki síst læknar, þurfa
að gefa sér meiri tíma til að sinna hinum
mannlega þætti meðferðar sjúklinga og ræða
við þá. En við skulum líka, sem sjúklingar eða
aðstandendur sjúklinga, vera ófeimin við að
spyrja lækna og aðra allra þeirra spurninga
sem á okkur brenna. Við skulum ekki láta
þessa aðila komast upp með að svara okkur
í austur þegar spuil er í vestur. Við skulum
ekki hætta að leita svara fyrr en við fáum
viðunandi og hreinskilin svör.
En þó við fellum lækna og aðra
heilbrigðisstarfsmenn af þeim stalli sem þeir
hafa alltof lengi staðið á, skulum við muna
að þegar allt kemur til alls þá fara hagsmunir
sjúklings og heilbrigðisstétta saman eða ættu
að minnsta kosti að gera það. Heilbrigðisstéttir
eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur
til að lækna og líkna. Sjúklingar eiga í
flestum tilvikum þá eina ósk heitasta að ná
bata, ef batahorfur eru einhverjar. Það, að
á heilbrigðisstéttir eru lagðar kvaðir um að
gefa sjúklingum upplýsingar og um leið afla
sainþykkis fyrir meðferð, á ekki að verða
ásteytingarsteinn í samskiptum þessara aðila
heldur eðlilegur hlutur því það hlýtur að vera
öllum til hagsbóta, sjúklingum, aðstandendum
þeirra og heilbrigðisstéttum, að sjúklingar séu
vel upplýstir um réttindi sín.
HEIMILDIR
1. Pálsson V. Um refsiábyrgð lækna. Ulfljótur 1980;
XXXIII: 83-132.
2. Draft European Declaration of the Rights of Patients.
WHO, 1989: ICP/HLE 121.
3. Dómabók bæjarþings Reykjavíkur í málinu nr.
2808/1990. Dómur uppkveðinn 31. desember 1991.