Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Síða 7

Læknablaðið - 15.12.1993, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 379 ■ AStenolol (70% of beta blocker use in 1992) ° Diltiazem (62% of calcium antagonists use in 1992) Fig. 3. The mean doses of atenolol and diltiazem for angina pectorís in 1983, 1988 and 1992. notkun nítróglýcerín tungurótartaflna minnkaði úr 0,44 kg í 0,41 kg (-7%). Loks er að geta gagna um kransæðaþræðingar, útvíkkunaraðgerðir á kransæðum og græðlingsaðgerðir. Mynd 4 sýnir að Islendingar eru í fararbroddi í Evrópu hvað varðar kransæðaþræðingar. Mynd 5 sýnir að svipuðu máli gegnir um græðlingsaðgerðir, þar sem aðeins Hollendingar eru ofjarlar okkar meðal Evrópuþjóða. Þó eru aðgerðir gerðar í Bretlandi á Islendingum ekki taldar með. Einungis meðal þriggja þjóða er fjöldi útvíkkunaraðgerða meiri, það er Belga, Frakka og Þjóðverja. UMRÆÐA Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að lyfjameðferð hjartakveisu hefur tekið umtalsverðum breytingum á undanförnum áratug. Arið 1983 voru betablokkar ríkjandi, annar hver sjúklingur tók langvirk nítröt, en fáir kalsíumblokka og notkun aspiríns við hjartaöng vart hafin. Arin 1988 og 1992 hafði dregið úr notkun betablokka, notkun langvirkra nítrata var svipuð, en notkun kalsíumblokka hafði aukist frá 1983. A þessu tímabili jókst notkun aspiríns í 78%. Ekki liggur fyrir marktækur samanburður frá nágrannaþjóðunum, en almennt hefur verið álitið að Svíar og Bretar styddust mest við betablokka, en Danir fremur við kalsíuntblokka í meðferð hjartakveisu. Lyfjaflokkarnir tveir eru taldir álíka virkir (3). Hins vegar eru betablokkar en ekki kalsíumblokkar þekktir af því að lengja líf sjúklinga eftir hjartadrep (4) og vegur það líklega þungt í lyfjavali margra lækna. Dagskammtar atenólols hafa minnkað injög með árunum og kemur þeim læknum ekki á óvart sem hafa þurft að glíma við alltíðar hjáverkanir lyfsins, lágþrýsting og hægatakt. Vaxandi skammtar diltíazems benda hins vegar til þess að lyfið hafi fyrstu árin verið vanskammtað. Líklegt er að svo sé oft enn í dag, enda þurfa margir sjúklingar að minnsta kosti 240 mg á dag, ef viðunandi árangur á að nást. A síðari árum eru læknar einnig ódeigari að gefa saman beta- og kalsíumblokka, en það var áður talið mjög varhugavert. Notkun langvirkra nítrata með öðrum lyfjum virðist Angiography/mill population Europe 1991 IS D NL A CH N EM H S I DK TU LIT PL Fig. 4. Tlte number of patients admitted for coronary angiograplty / million population in Europe in 1991. IS: lceland, D: Germany, NL: Nelheríands, A: Austria, CH: Switzerland, N: Norway, EM: Mean of Europe, H: Hungary, S: Sweden, 1: Italy, DK: Denmark, TV: Turkey, LIT: Lithuania, PL: Poland. Comparison PTCA-ACBP/mill population Europe 1991 ■ PTCA □ ACBP Fig. 5. A comparison of PTCA and coronary bypass surgery / million population in Europe in 1991. B: Belgium, F: France, D: Germahy, 1S: Iceland, CH: Switzerland, A: Austria, N: Norway, S: Sweden, GB: Great Britain, 1: Italy, E: Spain, DK: Denmark, ÍRE: lreland, H: Hungary, PL: Poland.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.