Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1993, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.12.1993, Qupperneq 17
LÆKNABLAÐIÐ 389 dóu af völdum sjúkdómsins og fylgikvilla hans, en eitt var með alvarlegan vanskapnað í miðtaugakerfi (Arnold-Chiari malformation, meningomyelocele og hydrocephalus) Mynd 10. Útbreidd drepsvœði í gamaveggjum barns sem dó af völdum þarmadrepsbólgu. og hafði læknast af þarmadrepsbólgunni löngu fyrir andlátið. Tvö barnanna höfðu undirgengist skurðaðgerðir vegna garnarofs. Annað dó tveimur dögum eftir aðgerð vegna lífhimnubólgu og blóðsýkingar, en hitt við fjögurra mánaða aldur eftir langvarandi sýkingar og stöðugt vaxandi drep í görnum. UMRÆÐA I þessari grein skýrum við frá reynslu okkar af þarmadrepsbólgu nýbura á íslandi. Þetta er að okkar hyggju fyrsta könnunin á algengi þarmadrepsbólgu hjá heilli þjóð. Hér hafa greinst 23 tilfelli af sjúkdómnum á 16 árum, frá 1976-1991. Þau konru fram sem stök tilfelli fyrstu 11 árin, en faraldur á árunum 1987-1990. Þetta er svipuð faraldsfræði og aðrir hafa lýst (8), en sjúkdómurinn reynist þó heldur sjaldgæfari hér á landi (6,7). Þegar litið var á sjúkdómsteiknin sást að blóðugar hægðir, þaninn kviður og merki um garnastíflu voru þau einkenni, sem orsökuðu leit að þarmadrepsbólgu. Þegar á leið faraldurinn 1987-1990 varð æ ljósara hversu mikilvægt einkenni blóð í hægðum er. Einn af fimm sjúklingum á fyrstu árunum, 1976-1986, en 15 af 18 í faraldrinum höfðu blóðugar hægðir. Við röntgenmyndatöku af kviði var þykknaður gamaveggur algengasta merki sjúkdómsins, en loft í garnavegg það teikn, sem tíðast leiddi til sjúkdómsgreiningar. í faraldrinum 1987-1990 þótti það eftirtektarvert hve mörg börn (39%) veiktust Mynd 11. Loftbólur í garnaveggjum barns sem dó af völdum þarmadrepsbólgu.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.