Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.12.1993, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 405 hópum. Þar kemur fram að í níu stúdentum af 12 var þéttni blýs í blóði á bilinu 20-45 ng/ml, en í hinum þremur á bilinu 46-65 ng/ml. Magn blýs í blóði lögreglumanna og strætisvagnastjóra var hins vegar í flestum tilvikum á bilinu 46-65 ng/ml. Einungis í Fjöldi einstaklinga Magn blýs (ng/ml) ■ Stúdentar □ Lögreglumenn □ Strætisvagnastjórar Mynd 1. Þéttni blýs í blóði, raðað í þrjá flokka (20-45, 46-65 og 66-90 ng/ntl). fimm tilvikum var magnið undir 46 ng/ml. Fimm einstaklingar í þessum hópum voru með blý í blóði yfir 65 ng/ml. Mynd 2 sýnir samband aldurs lögreglumanna og strætisvagnastjóra og blýþéttni í blóði þeirra. Prófanir með aðhvarfsgreiningu (regression analysis) sýndu að eingöngu var marktækt línulegt samband milli aldurs og blýþéttni hjá strætisvagnastjórum (F<0,05, df=ll), en í þeim hópi var aldursdreifingin mest. A sama hátt var prófað samband starfsaldurs og blýþéttni en þar kom ekki fram línulegt samband. Meðalþéttni blýs í blóði reykingamanna í lögreglu (sex einstaklingar; meðalaldur 36,5 ár) og meðal strætisvagnastjóra (fjórir einstaklingar; meðalaldur 50,5 ár) var 52 ng/ml og 67 ng/ml. UMRÆÐA I fyrri rannsókn (rannsókn eiturefnanefndar) vakti athygli, hve þéttni blýs var mikil í blóði stúdenta (að meðaltali 196 ng/ml) miðað við blý í blóði strætisvagnastjóra (meðaltal 155 ng/ml) og lögreglumanna (meðaltal 208 ng/ml). Munur á þessum gildum var ekki marktækur. Þetta þótti ekki síst athyglisvert a. Magn blýs (ng/ml) □ Strætisvagnastjórar Lögreglumenn og vagnstjórar b. Magn blýs (ng/ml) 100 -i o 80 + o o o o b o + o 20------------------------------------------------------- 20 30 40 50 60 70 + Aldur (ár) Logreglumenn ° Strætisvagnastjórar Mynd 2. Þétlni blýs í blóði lögreglumunna og strietisvagnastjóra miðað við aldur. a. Hóparnir Jlokkaðir í þrjá aldursjlokka annars vegar sér og hins vegar sameiginlega. Tölur Jyrir ofan súlur eru meðalþéttni blýs og fjöldi einstaklinga í sviga. b. Dreifing einstaklinga miðað við aldur og blýþéttni.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.